10.3.2012 kl. 15:06

Í framhaldi af löngu umræðunni um hagfræði hérna um daginn: Paul Krugman skrifaði merkilega bloggfærslu í fyrradag:

What bothers me, and should bother you, about much of this debate is that it pretty clearly is not in good faith. Too many economists and commentators on economics are clearly playing for a political team; too many others are clearly playing professional reputation games. Their off-the-cuff reactions to policy issues were wrong and foolish, and I think they know in their hearts that they messed up; but instead of trying to remedy the fault, they’re trying to defend the property values of their intellectual capital.

And that really is a sin. This is not an academic game, where tempers run high because the stakes are so small. This really matters to millions of people, and refusing to think clearly because you don’t want any negative thoughts about the papers you and your friends have been writing the past few decades is unforgivable.

Og svo héðan:

And the inadequacy of policy is something that should bother economists greatly – indeed, it should make them ashamed of their profession, which is certainly how I feel. For times of crisis are when economists are most needed. If they cannot get their advice accepted in the clinch – or, worse yet, if they have no useful advice to offer [em. ed] – the whole enterprise of economic scholarship has failed in its most essential duty.

And that is, of course, what has just happened.


9 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

Sindri | 10.3.2012 kl. 16:55
Sindri

Paul Krugman hefur einmitt oft skrifað gagnrýna pistla um hagfræði. Hann hefur kallað eftir breytingum á hagfræðinni. Þetta eru góðir punktar hjá honum.

Varðandi þessa ágætu umræðu um hagfræði hér um daginn þá áttaði ég mig á því að við vorum ekki alveg að „rífast“ um sama hlutinn. Ég var að reyna verja hagfræðina sem fræðigrein og það að hún hefði eitthvað fram að færa en engan veginn að verja hina ráðandi nýklassísku hagfræði. Hún er gölluð og takmörkuð eins og margsinnis hefur komið í ljós. Mér fannst of gróft að dæma heila fræðigrein sem gagnslaust drasl með því að einblína bara á RCT og nýklassíska hagfræði. Ég hef enn trú á því að hagfræðin geti skilað einhverju gagnlegu.

Ég er líka með ágæta bók á náttborðinu hjá mér, „Debunking Economics“ eftir Steve Keen, hagfræðing sem var í Silfri Egils um daginn. Hún er fín enn sem komið er.

Snorri Stefánsson | 10.3.2012 kl. 17:31
Unknown User

Er hann ekki bara að lýsa leiknum sem við spilum öll í þessu borgaralega samfélagi?

Hagfræðingar eru kannski meira borgaralegir en aðrir en allt að einu, þetta er leikur sem þorri samfélagsins spilar.

Doddi | 10.3.2012 kl. 19:32
Doddi

Hárrétt. Hagfræðingar hafa einhverra hluta vegna betri aðgang að fjölmiðlum en margir aðrir, en þeir eru ekki einir um að nýta sér stöðu sína til að koma pólitískum sjónarmiðum á framfæri.

Sveinbjörn | 10.3.2012 kl. 22:27
Sveinbjörn

Mér þykir svona cynicismi vera grunnhygginn og intellectually cowardly, svo ekki sé minnst á hrokafullur. Það eru ekki allir á sama lága planinu, hvað sem þú kannt að halda, og að bregðast við með tu quoque heimsósóma eins og þú gerir, það er lata, auðvelda leiðin.

Fyrir mitt leyti trúi ég því engan veginn að samfélagið samanstandi mestmegnis af ídeólógum og gervifræðimönnum að ota sínum tota. Flest fólk er þokkalega skynsamt og heiðarlegt, og þekkir sín takmörk. Óheiðarleiki og pólitísk hlutdrægni hagfræðinga eru ekki vinnubrögð sem einkenna flestar, hvað þá allar, fræðigreinar.

Ég tel disastrous framgang hagfræðinga í heimskreppunni ekki endurspegla eitthvert undirliggjandi samfélagslegt mein -- eða veikleika mannseðlisins, eða e-ð því um líkt -- heldur fátækt fræðigreinarinnar yfirhöfuð, og grunnhyggni, skilningsleysi og óheiðarleika margra áhrifamikilla manna sem þykja sérfræðingar innan hennar.

Gunni | 10.3.2012 kl. 19:42
Gunni

Mig grunar því miður að hagfræðingar eigi auðvelt aðgengi að fjölmiðlum um allan heim af því að margur fréttamaðurinn, og almenningur yfirleitt, hefur takmarkaðan skilning á hagfræði og vill fá enhverskonar súmmeringar eða sándbæt. Þá vandast hins vegar málið heldur betur af ástæðum sem Krugman kemur inná í þessum pistli.

Þorsteinn | 10.3.2012 kl. 19:50
Unknown User

Þó að allir sem fái að komast að í fjölmiðlum séu pólitískir þá eru hagfræðingar samt sérstakir. Ég sá heimildamynd eftir Adam Curtis (The Mayfair Set), þar sem það var rakið hvernig á örfáum áratugum voru dogmatískar kenningar fyrst Keynesianista og svo Friedmanista báðar afsannaðar í breska hagkerfinu, og ríkisstjórnirnar felldar sem höfðu reynt að fylgja kenningunum.

Það hefur margsannað sig að efnahagslegar teóríur eru nákvæmlega ekkert nær sannleikanum um hvernig hagkerfi virka en bókmenntalegar teóríur um hvernig bækur virka. Maður getur skoðað Lord of the Rings útfrá kenningum Marx eins og mann lystir, en það segir ekkert um Lord of the Rings en heilmikið um mann sjálfan.

Þetta er meira að segja eitthvað sem margir hagfræðingar virðast vera að viðurkenna þessa dagana. En flestir virðast ennþá of gráðugir í völdin sem fást af því að þykjast sjá eitthvað sem aðrir sjá ekki.

Sveinbjörn | 10.3.2012 kl. 22:51
Sveinbjörn

The Mayfair Set er frábær heimildaþáttasería, sú besta sem Curtis hefur gert, að mínu mati.

Einar | 11.3.2012 kl. 01:37
Einar

Það vantar meiri yo-mama umræðuhefð í hagfræðina http://i.imgur.com/Rg7qX.jpg

Sveinbjörn | 23.3.2012 kl. 20:18
Sveinbjörn

Þetta er geðveikt. Marx og Mamma-þín brandarar er osom kombó.