Eitt af því sem fer afskaplega í taugarnar á mér við Mac OS X 10.7 Lion er það að nú þegar maður býr til nýjan Finder glugga (með Cmd-N) þá opnast gluggi með "All Your Files", sem er einhvers konar steikt samsuða af nýlega opnuðum PDF skjölum, ljósmyndum og myndefni. Þetta er hlægilega gagnslaust og heimskulegt, og management hálfvitinn sem ýtti þessu í gegn ætti að vera rekinn.

En hvað um það, þá fann ég leið til þess að losna við þetta og fá aftur gömlu hegðunina, sem gefur manni Finder glugga sem sýnir heimamöppuna ~.

Keyrið eftirfarandi skipanir í skelinni (Terminal.app):

cd /System/Library/CoreServices/Finder.app/Contents/Resources/MyLibraries/
sudo mv myDocuments.cannedSearch myDocuments.cannedSearch.disabled

Sláið síðan inn lykilorð og voila, stupid UI-despoilation undone.


11 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

Einar | 2.3.2012 kl. 19:31
Einar

Upvote/like

Halldór Eldjárn | 2.3.2012 kl. 21:39
Halldór Eldjárn

Ég verð nú samt að segja að All my files fídusinn er einstaklega hentugur ef maður er að t.d. exporta fælum (t.d. úr Logic eða Photoshop) sem maður er strax að fara að senda eitthvert annað, en þeir lenda djúpt í skipulögðum möppustrúktúr, þá er hægt að grípa þá beint úr All my files og henda yfir í Dropbox eða senda á FTP server etc. í stað þess að grafa í gegnum möppurnar sem innihalda þá.

En þetta er náttúrlega fídus sem nýtist kannski best þeim sem eru ekki með mikið af skjölum og eru tölvuheftir, en ekki pró úserum eins og þér og fleirum.

En svo kemur aftur á móti gamla góða dilemman með Apple, þegar þeir laga eitthvað sem var ekki ónýtt og gera manni ekki auðveldlega kleyft að afturkalla breytingarnar …

EDIT: http://tinypic.com/r/jphdsg/5

Sveinbjörn | 3.3.2012 kl. 13:22
Sveinbjörn

Well spotted. Ég fór reyndar í Finder Prefs en einhvern veginn hefur þetta farið fram hjá mér!

Unnar | 3.3.2012 kl. 01:05
Unnar

Fyrst að Lion er til umræðu. Hvaða mongólíta datt í hug að þetta viðarskin í iCal væri málið? Þetta er svo fokkljótt að ég hætti að nota iCal og nýti nú hvert tækifæri til að tuða yfir þessu.

Steinn | 3.3.2012 kl. 05:10
Steinn

Of mikið af iPad/iPhone grafík í Lion.

Sveinbjörn | 3.3.2012 kl. 13:27
Sveinbjörn

Þetta iCal verður blessunarlega ekki í Mountain Lion, kemur nýtt forrit.

Einar | 3.3.2012 kl. 18:30
Einar

Nýtt-nýtt, eða bara iCal með nýtt nafn? Ertu með dev release? Værirðu til í að tala í hálfkveðnum vísum um helstu breytingarnar?

Einar | 3.3.2012 kl. 18:48
Einar

ಠ_ಠ

Halldór Eldjárn | 4.3.2012 kl. 15:04
Halldór Eldjárn

Þetta er náttúrlega leður, sem er ennþá verra. Ég náði einhvernveginn bara að venjast þessu og tek ekkert sérstaklega eftir því að þetta sé ógeðslegt lengur :D

Unnar | 6.3.2012 kl. 22:25
Unnar

já, ok! Ég var alveg handviss um að þetta væri viður og að fyrirmyndin væri eitthvað eins og þetta: http://1.bp.blogspot.com/-FALKb3ixyLo/TWRmoG85TyI/AAAAAAAAXsQ/SZ3Iu2EiBX4/s1600/stationwagon.jpg