27.2.2012 kl. 23:17

Ég hef um árabil skrifað og ritstýrt greinum á Wikipedíu. Var að sjá að ég hef gert yfir 5 þúsund breytingar þar gegnum árin. Allt undir falsknefni, að sjálfsögðu.

Mér varð hugsað til þess, í kjölfarið, að tíma margra fræðimanna væri e.t.v. betur varið í að betrumbæta Wikipedíugreinar um viðfangsefni sitt heldur en í rannsóknum og útgáfu í sérfræðitímaritum lokuðum almenningi.

Þannig myndi þekking sérfræðinga skila sér betur út í samfélagið. Wikipedía er, eins og kunnugt er, í toppsætinu í næstum öllum Google leitum. Það er engin betri leið til þess að koma þekkingu sinni til skila á heimsvísu.


8 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

Ásgeir | 27.2.2012 kl. 23:27
Unknown User

Ég held að það sé nú engin mótsögn fólgin í því að gera bæði. Og margir gera það.

Ég veit til dæmis að margar greinar um rökfræði eru mjög góðar og skrifaðar af sérfræðingum (og í einu tilfelli sem ég veit um, af einum af tveimur í heiminum sem veit eitthvað um viðkomandi svið. Ég sé það ekki gerast í öðrum alfræðibókum!)

Sveinbjörn | 27.2.2012 kl. 23:28
Sveinbjörn

Margir fræðimenn eru því miður mjög snobbaðir gagnvart Wikipedíu, Skijanlegt, svosem, því svona "distributed" lýðræðislegur þekkingarbrunnur ógnar valdakima fræðimannsins.

Einar | 28.2.2012 kl. 23:51
Einar

Þetta er örugglega fyrsta spurning sem fólk spyr, ég geri það af því ég veit nánast ekkert hvernig contribution/editing ferlið er á Wikipedia: Hvernig er með quality control þarna?

Á móti mætti auðvitað (að mínu mati réttilega) spyrja hvort circlejerk-kerfið sem virðist við lýði í sumum journals sé eitthvað skárra þegar endanlegt markmið ætti að vera útbreiðsla þekkingar.

Hagfræðingurinn (gasp!) Mark Thoma kemur með áhugavert innlegg í umræðuna um economics journala hér: http://www.economist.com/blogs/freeexchange/2011/03/economics_3

Hann tjáir sig um þetta fræðasvið af því það er það sem hann þekkir, en mig grunar að þetta sé sjúkdómseinkenni sem finna má á fleiri (flestum?) fræðasviðum hvar birting í dýrum og lokuðum journals eru upphaf og endir alls fræðastarfs. Menn eru hvattir til þess að halda spilunum þétt upp að sér, frekar en hitt.

Sveinbjörn | 29.2.2012 kl. 14:44
Sveinbjörn

Quality control á Wikipedíu er mjög misjafnt. Sumar greinar þar eru mjög góðar, mjög vandaðar, sérstaklega þær sem fjalla um mjög nördalega afkima mannlegrar þekkingar, t.a.m. orrustur síðari heimsstyrjaldar.

Síðan eru "controversial" greinar þar sem sífelld edit stríð eru í gangi, þær eru yfirleitt ekki áreiðanlegar.

En já, ég ætti að tjekka á þessari grein, þetta er eitthvað sem ég hef haft áhuga á lengi, enda nokkurn veginn hættur við líf í akademíu á þessum grundvelli.

Einar | 29.2.2012 kl. 20:09
Einar

Þetta er ekki grein, meira svona anecdote frá manni sem er að lýsa akademíunni annars vegar frá sjónarhóli fræðanna, og hins vegar frá sjónarhóli pólitíkurinnar innan háskólasamfélagsins. Manni finnst þetta hálf dapurlegt.

Einar | 29.2.2012 kl. 20:11
Einar

Elsevier-boycottið sem er í gangi núna er mjög áhugavert, og sjónarmiðin sem koma fram í þeirri umræðu allri sömuleiðis.

Einar | 29.2.2012 kl. 22:38
Einar

Vel mælt nafni

Sveinbjörn | 29.2.2012 kl. 22:41
Sveinbjörn

Wtf?