24.2.2012 kl. 18:35

Af einhverjum óskiljanlegum ástæðum ákvað DV að vera með eins konar "live Q&A session" með Hannesi Gissurarsyni í dag, þar sem menn gátu sent inn spurningar gegnum netið.

Ég verð að játa að það er mér hulin ráðgáta af hverju nokkur maður hefur áhuga að heyra hvað Hannesi finnst um nokkurn skapaðan hlut. Ekki ætlaði ég að nenna að lesa þetta.

En þá benti Haukur Hólmsteinsson mér á eftirfarandi:

voltaire hannes

Þetta þykir mér fyndið, komandi frá manni sem heldur því fram að "tilvitnanasafnið [s]itt [sé] einna best heppnaða verk [s]itt."[1]

Við skulum allavega vona að svona vinnubrögð einkenni ekki "best heppnaða verk" hans. Það var nefnilega ekki Voltaire, heldur enska konan Evelyn Beatrice Hall sem reit þessi fleygu orð í bókinni The Friends of Voltaire (1906) [bls. 199, í byrjun kaflans um Helvétius]. Þetta er ein útbreiddasta tilvitnanavilla sem fyrirfinnst, ásamt "Let them eat cake" Maríu Antoinettu.

Þekking greyið Hannesar á skrifum Voltaires virðist ekki vera umfangsmeiri heldur en latínan hans.


6 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

Einar | 24.2.2012 kl. 20:19
Einar

"Margur heldur mig sig," eins og Davíð Oddsson orðaði það svo skemmtilega.

Eiki | 27.2.2012 kl. 09:02
Eiki

Ég fékk einu sinni migsig, en heimsókn til þvagfæraskurðlæknis reddaði því.

Eiki | 24.2.2012 kl. 23:57
Eiki

Þetta fer allt eftir því hvað maður kallar vel heppnað og hvað ekki. Nú er Hannes búinn að fá umfjöllun á einum stað enn, svo ekki sé minnst á þessa athugasemd um hann. Svo getur hann örugglega kallað sig "umdeildan" fræðimann og unað sáttur við sitt.

Sveinbjörn | 25.2.2012 kl. 15:02
Sveinbjörn

Það er auðvitað satt hjá þér að best væri að hunsa HHG alveg, bíta ekki á agnið. Ég hugsaði mig faktískt tvisvar um áður en ég skrifaði þennan póst.

Nafnlaus gunga!!! | 26.2.2012 kl. 15:06
Unknown User

Þorsteinn Gylfason sagði víst um HHG þegar hann var spurður hversvegna hann svaraði honum ekki að hann svaraði sér sjálfur.

Kannski rétt, en engu að síður tröllreið frjálshyggjubullið sem HHG hefur verið í forsvari fyrir íslensku samfélagi allt of lengi.

Segir það okkur ekki að það þarf að svara púkanum?

Sveinbjörn | 26.2.2012 kl. 15:49
Sveinbjörn

Þetta væri rétt hjá þér ef Hannes væri talsmaður eða forsvari einhverrar hugmyndafræði, en hann er það í raun ekki.

Hannes er hvorki alvöru fræðimaður né ídeólóg. Hann er bara vinur vina sinna í Sjálfstæðisflokknum, og talar fyrir hvaða stefnu sem þeira hafa í hvaða máli sem er.

Samræður við þannig fólk eru tilgangslausar.