18.2.2012 kl. 04:31

Ég keypti mér tímabundið 3G netkort um daginn, sem þarf að duga mér þar til ljósleiðarinn verður loksins tengdur í götunni hjá mér.

Þessi 3G tenging hefur faktískt reynst mér mjög vel undanfarna daga. Latency-ið (hvert er íslenska orðið yfir það?) á tengingunni er býsna slæmt miðað við ADSL eða ljósleiðara, 56 millisekúndna ping í simnet.is og vodafone.is. En núna rétt í þessu var ég að ná að torrenta á 800 KB/sek á þessari tengingu. Það er ótrúlega góður hraði. Þetta kemur mér verulega á óvart. Eru nútíma 3G farsímanet með svona mikla bandvídd?


3 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

Magnús | 19.2.2012 kl. 19:41
Magnús

Bandvíddin fer eftir álaginu á hvern sendi fyrir sig og dreifist niður á alla sem eru tengdir. 3G er ennþá mjög dýrt svo að álagið er oft lítið á sendana.

Þú vilt samt hafa í huga að 3G gagnamagnsmælingar eiga við um alla umferð; innanlands og utan, upp og niður.

Sigurgeir Þór | 19.2.2012 kl. 20:56
Sigurgeir Þór

Latency gæti kallast biðtími.

Sindri | 20.2.2012 kl. 18:30
Sindri

Ég nota yfirleitt íslenska orðið töf fyrir latency. Mér finnst þessi hraði sem þú nefnir frekar ótrúlegur. Þetta hefur verið eitthvað einsdæmi.