Ég var að hugsa svolítið meira um þarsíðustu færslu mína, og þarþarþarsíðustu færsluna þar á undan, sem fjölluðu báðar um hvað skilingur á einhverju viðfangsefni felur í sér.

Ég sver það, ég fór kerfisbundið gegnum þekkinguna sem ég hef öðlast á hinum ýmsum sviðum gegnum árin í krafti menntunar og áhugamála, þekkingu í heimspeki, sagnfræði, félagsvísindum, hugbúnaði, tölvutækni, heimspólitík, tungumálum og fílólógíu, og velti síðan fyrir mér hvernig ég myndi útskýra viðkomandi viðfangsefni fyrir einhverjum ef ég hefði bara, tjah, þrjár til fimm mínútur.

Í öllum tilfellum finn ég fyrir því að ég get eimað lærdóm allra þessara sviða niður í beinagrind, eins konar vandlega strúktúrað kerfi, sem ég skil og þekki, og get auðveldlega tjáð öðrum á skömmum tíma.

Alvöru skilingur felur í sér hæfileikann að útskýra. Ef þú skilur eitthvað yfirhöfuð, þá geturðu í versta falli útskýrt það fyrir sjálfum þér.

Og ef þú getur útskýrt það fyrir sjálfum þér, þá getur þú útskýrt það fyrir öðrum a.m.k. að því marki sem þeir deila, eða getað lært að deila, hugarheimi þínum.