17.2.2012 kl. 01:41

Ég var að ræða við Arnald rétt áðan, yfir Bitburger bjór, um hina ýmsu vitsmunalegu kvilla mannskepnunnar og hvernig þeir skemma fyrir uppbyggilegri umræðu og skýrri hugsun almennt. Þá rann upp fyrir mér það sem breski heimspekingurinn C. D. Broad skrifaði fyrir næstum því öld:

I believe that what can be said at all can be said simply and clearly in any civilized language or in a suitable system of symbols, and that verbal obscurity is almost always a sign of mental confusion.[1]

Broad hittir naglann á höfuðið. Allir sem virkilega skilja eitthvað viðfangsefni eru færir um að tjá kjarna þess á skýran og skiljanlegan hátt.

Fullnægjandi skilningur á einhverju viðfangsefni felur nauðsynlega í sér skilning á "skeletal" strúktur þess.

Vanhæfni í að koma til skila strúktur hugmyndakerfis endurspeglar vanskilining á viðkomandi kerfi.

Ef þú getur ekki brotið kenningar og kerfi niður í grunnstoðirnar, ef þú getur ekki aðgreint lógískar grunnstoðir frá áróðrinum, frá "flöffinu", frá aðstoðarkenningunum, þá eru góðar líkur á því að þú skiljir ekki viðfangsefnið yfirhöfuð.

Ég finn þetta oft hjá sjálfum mér. Ef ég á erfitt með að útskýra eitthvað fyrir öðrum þá er það yfirleitt vegna þess að ég skil það ekki nógu vel sjálfur.


1 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

Eiki | 17.2.2012 kl. 14:19
Eiki

"I think people should be extremely skeptical when intellectual life constructs structures which aren’t transparent—because the fact of the matter is that in most areas of life, we just don’t understand anything very much. There are some areas, like say, quantum physics, where they’re not faking. But most of the time it’s just fakery, I think: anything that’s at all understood can probably be described pretty simply. And when words like “dialectics” come along, or “hermeneutics,” and all this kind of stuff that’s supposed to be very profound, like Goering, “I reach for my revolver.”