15.2.2012 kl. 23:37

Árið 1999 keypti ég hlutabréf í Apple Computer, Inc. fyrir 50 þúsund íslenskar krónur. Apple hlutabréf höfðu þá nýlega hrunið niður í 10 dollara. Í dag væru þessi hlutabréf virði 4 milljónir ISK.

En nei, ég seldi í 22 dollurum, og notaði alla peningana í Hróarskelduför árið 2001. Iðrast einskis. Hundrað þúsund kall þegar maður er 19 ára og til í allt, það er á við 4 millur þrítugur og þreyttur.


7 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

Þorvaldur Hrafn | 16.2.2012 kl. 10:26
Þorvaldur Hrafn

Good times!

Rúmlega hundrað kall á vori lífsins er meira virði en nokkrar kúlur á köldu vetrarkvöldi þess.

Þórir Hrafn | 16.2.2012 kl. 14:37
Þórir Hrafn

Rólegir

við erum ekki ennþá dauðir.

kv. ÞHG

Brynjar | 16.2.2012 kl. 20:49
Brynjar

Ef við skoðum síðustu setninguna í línulegu samhengi þá er hundraðþúsundkall fyrir 19 ára á við 450 þúsund fyrir 20 ára. Það verða 29 miljónir þegar og ef þú verður 100 ára.

Sveinbjörn | 17.2.2012 kl. 01:31
Sveinbjörn

Vá hvað þú færð feitt like hjá mér f. þetta. A point well made, sir!

Steinn | 16.2.2012 kl. 22:34
Steinn

Þú fjárfestir heldur ekki til langs tíma með 50 þús. Mundu, þú lifðir draum Mc Steinbíts.

Sveinbjörn | 17.2.2012 kl. 01:33
Sveinbjörn

Já, hann þarf nú að fara að uppfæra lagið sitt í samræmi við verðbólgu síðustu ára.

Arnaldur | 17.2.2012 kl. 21:37
Arnaldur

Congratulations sir. Þetta er ofsalega góð athugasemd.