Glöggir lesendur munu taka eftir því að eftirfarandi birtist nú til hægri við hverja athugasemd:

mentat commentvoting

Þetta er Reddit-style atkvæðakerfi f. athugasemdir, nýr hluti af Mentat. Þið, lesendur síðunnar, getið nú gefið athugasemdum atkvæði með því að smella á upp eða niður örina. Þetta er í beta-status núna, er aðeins að prufa og sjá hvort þetta virki almennilega.


28 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

dolli | 13.2.2012 kl. 02:15
dolli

First Post!

Sindri | 13.2.2012 kl. 14:13
Sindri

Þetta er góð viðbót.

Magnús Davíð Magnússon | 13.2.2012 kl. 16:51
Magnús Davíð Magnússon

Er hægt að fara í mínus?

Magnús Davíð Magnússon | 13.2.2012 kl. 16:51
Magnús Davíð Magnússon

Viti menn! Nice one.

Sveinbjörn | 13.2.2012 kl. 16:54
Sveinbjörn

Eitt sem hefur alltaf farið í taugarnar á mér við Facebook er að það er ekki hægt að "dislæka".

Sindri | 13.2.2012 kl. 21:30
Sindri

Ég sé að maður getur hætt við atkvæði sitt og breytt því. Hversu lengi varir sá möguleiki?

Sveinbjörn | 13.2.2012 kl. 21:31
Sveinbjörn

24 klst eins og stendur. Mætti vera styttra.

Arnaldur | 13.2.2012 kl. 21:39
Arnaldur

Getur maður þá komið aftur að 24 klst liðnum og vote-að áfram upp kommentið sitt?

Sveinbjörn | 13.2.2012 kl. 21:40
Sveinbjörn

Nei, auðvitað ekki, maður hefur eins og stendur 24 klst til þess að skipta um skoðun, en hver einstaklingur getur bara kosið einu sinni.

Einar | 13.2.2012 kl. 21:38
Einar

upvote ef ykkur hlakar til helgarinar:)

Sveinbjörn | 13.2.2012 kl. 21:41
Sveinbjörn

Nota bene, núna er hægt að smella á atkvæðafjöldann til þess að fá upp hverjir hafa plúsað/mínusað.

Arnaldur | 13.2.2012 kl. 21:42
Arnaldur

Mér líður dálítið eins og ég ímynda mér að guð líði almennt, þegar ég dæmi ykkur alla hérna!

Sveinbjörn | 13.2.2012 kl. 21:45
Sveinbjörn

My kinda guy, strax farinn á atkvæðaveiðar.

Sveinbjörn | 13.2.2012 kl. 21:47
Sveinbjörn

Ég er ekki alveg búinn að gera upp við mig hvort ég á að láta fólk auto-upvota eigin comment. Ég meina, það er þannig á reddit, og er maður ekki generally að approva það sem maður lætur frá sér?

Einar | 14.2.2012 kl. 00:12
Einar

Kannski er ég bara svona vanur fyrirkomulaginu á Reddit, en mér finnst lógískt að gera ráð fyrir sjálfsöppvóti

Sveinbjörn | 14.2.2012 kl. 00:15
Sveinbjörn

Já, ég er eiginlega búinn að komast að sömu niðurstöðu. En á Facebook þarf maður explicitly að læka það sem maður sendir frá sér.

Btw, hvað finnst þér um descriptive einkunnagjöfina sem comment fá núna? Þú sérð hana þegar þú smellir á tölugjöfina.

Einar | 14.2.2012 kl. 00:19
Einar

Gott mál! Mér finnst reyndar, án þess að ég geti skýrt það eitthvað sérstaklega, svolítið asnalegt að maður geti lækað eigin stöff á FB.

Sveinbjörn | 14.2.2012 kl. 00:21
Sveinbjörn

Ég veit nákvæmlega hvað þú átt við! Það brýtur einhvern veginn gegn siðmenntaðri hógværð, ég geri það aldrei.

Einar | 14.2.2012 kl. 00:16
Einar

Er þetta kannski einhver pæling?

Einar | 14.2.2012 kl. 00:17
Einar

Hmm.. Hélt ég gæti notað html. Ætlaði semsé að brydda upp á þessu http://loldamn.com/wp-content/uploads/2012/02/funny-Facebook-facepalm-button.jpg

Sveinbjörn | 14.2.2012 kl. 00:18
Sveinbjörn

Hahaha, þetta er geðveikt icon. Mikil þörf á þessu á Facebook.

Sveinbjörn | 14.2.2012 kl. 00:33
Sveinbjörn

Samt fyndið að pæla í því hvað Facebook gæti fokkað í fáránlega mörgu fólki með því að bæta svona við.

Það er tæknin þeirra sem mótar samskiptamynstur og upplýsingaskipti svo margs fólks þessa dagana. Ég hef heyrt að það séu hátt í milljarður FB accounta.

Sveinbjörn | 14.2.2012 kl. 01:43
Sveinbjörn

Ég strippa út HTML af augljósum öryggisástæðum. Minnir samt að i og b tögg séu leyfð. Newlines verða að br töggum. Öll URL verða sjálfkrafa að hlekkjum.

Sveinbjörn | 14.2.2012 kl. 00:49
Sveinbjörn

Ég ætla að hafa það þannig að grunntalan sé -1 og síðan auto-vote +1 fyrir þann sem sendir inn athugasemdina. Þannig verða allar athugasemdir í núll nema sá sem skrifaði hana afneiti henni með því að breyta sjálfvirku atkvæði sínu.

Halldór Eldjárn | 14.2.2012 kl. 01:31
Halldór Eldjárn

En sá hinn sami fær auðvitað bara 24 stundir til að átta sig á mistökum sínum!

Sveinbjörn | 14.2.2012 kl. 01:33
Sveinbjörn

Komið niður í eina klukkustund núna. ;)

Sveinbjörn | 14.2.2012 kl. 00:36
Sveinbjörn

Vel á minnst, þá er það þannig að atkvæði þeirra sem hafa áður commentað á síðunni undir nafni gilda tvöfalt í "lýsingarorðseinkunnagjöf" þegar maður smellir á atkvæðafjölda athugasemda.

Halldór Eldjárn | 14.2.2012 kl. 01:30
Halldór Eldjárn

Djöfulsins snilld!