7.2.2012 kl. 16:36

Wikipedíufærslan um Rational Choice Theory -- kenninguna um mannlega hegðun sem liggur m.a. að baki nýklassískri hagfræði og frjálshyggju -- er ekkert sérstaklega góð. Hins vegar tekur hún strax fram á skýran og skilmerkilegan hátt eitt helsta vandamál kenningarinnar:

The practitioners of strict rational choice theory never investigate the origins, nature, or validity of human motivations (why we want what we want) but instead restrict themselves to examining the expression of given and inexplicable wants in specific social or economic environments. [cit.] [ed.]

Kenning um mannlega hegðun -- eða jafnvel bara abtrakt líkan af hegðun manna undir afmörkuðum efnahagslegum kringumstæðum -- sem skoðar einungis flæði í eina átt mun alltaf vera meingölluð.

Markaðurinn er ekki galdrakennt félagslegt fyrirbæri sem myndast til þess að svara ógagnsæum og kryptískum mannlegum þörfum sem eru bara "out there". Með býsna fáum undantekningum er það markaðurinn sem skapar mannlegar neysluþarfir gegnum auglýsingar og aðrar tegundir af áróðri. Fólk kaupir ekki drasl því það "þarf" það. Fólk kaupir drasl út af því að það hefur verið sannfært um að líf þeirra verði betra ef það gerir það.

Það er ekki fræðilega boðlegt að hunsa áróðursþáttinn í hegðun manna á mörkuðum.


43 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

Doddi | 7.2.2012 kl. 17:20
Doddi

Akkúrat, og m.a. af þeim sökum sem nú nefnir er mjög stór hluti hagfræðinga fráhverfur nýklassískri hagfræði. (Er cherry-picking fræðilega boðlegt? Segi svona).

Eins og ég sé þetta býr hagfræðin til nokkurs konar hugsanaramma, þar sem ákveðnar er fáar forsendur halda í flestum tilfellum (!). Ég held einnig að fæstir hagfræðinga líti á greinina sem raunvísindi, heldur félagsvísindi.

Sá skóli hagfræðinnar sem ég er einna hrifnastur af er "New Institutional Economics". Þar reyna menn að draga upp hina stærri mynd með tilliti til þeirra þátta sem nýklassískt rekstrarhagfræði vanrækir. Af Wikipedia: "Among the many aspects in current NIE analyses are these: organizational arrangements, property rights, transaction costs, credible commitments, modes of governance, persuasive abilities, social norms, ideological values, decisive perceptions, gained control, enforcement mechanism, asset specificity, human assets, social capital, asymmetric information, strategic behavior, bounded rationality, opportunism, adverse selection, moral hazard, contractual safeguards, surrounding uncertainty, monitoring costs, incentives to collude, hierarchical structures, bargaining strength, etc."

Sveinbjörn | 7.2.2012 kl. 17:45
Sveinbjörn

Ég skil ekki alveg þessa athugasemd þína, Doddi.

"Er cherry-picking fræðilega boðlegt?"

"Ég held einnig að fæstir hagfræðinga líti á greinina sem raunvísindi, heldur félagsvísindi."

Hverju og hverjum ertu að svara?

Doddi | 7.2.2012 kl. 20:06
Doddi

Ég er vitaskuld að svara þér, enda ertu með einhverja meinloku í garð hagfræði. Mér finnst þú ekki alltaf vita nægilega vel hvað þú ert að tala um og stundum koma með alhæfingar sem standast ekki. Þú hefur til dæmis sagst vera á móti hagfræði. Annað hvort er það kjánaleg afstaða eða þú hefur hreinlega ekki kynnt þér að innan hagfræði rúmast mjög fjölbreytilegar skoðanir, rétt eins og innan annarra greina.

Sveinbjörn | 7.2.2012 kl. 21:20
Sveinbjörn

Það er betra að gera athugasemdir við skrif mín þegar og þar sem þau birtast, svo ég viti nákvæmlega kontextið. Veit t.d. ekki hvað þú átt við með "cherry-picking".

En já, ég er með " meinloku" í garð hagfræðinnar, og það af góðri ástæðu.

Mér finnst faktískt hagfræði, qua hagfræði, mjög áhugaverð, og hef lesið mig svolítið til í henni sökum áhuga, en mest af minni þekkingu á greininni kemur þó af því að rannsaka aðferðafræðilegar undirstöður hennar í vísindaheimspekinámi mínu í Lundúnum. Það er ekkert að því, út af fyrir sig, að smíða líkön af mannlegri hegðun eða að smíða kenningar um hvernig hin og þessi fyrirbæri fúnkera efnahagslega. Það sem ég er hins vegar ósáttur við er eftirfarandi:

a) Að bæði almenningur sem og menn í valdastöðum taka verulegt mark a hagfræðingum, án þess að þetta kennivald hagfræðinganna sé á nokkurn hátt réttlættanlegt eða vel ígrundað fræðilega.

b) Hagfræðin hefur alveg frá byrjun verið tekin í gíslingu af pólitík. Þú skalt ekki dirfast að láta eins og þú vitir ekki hvað ég á við. Allt frá því að hún hóf uppgang sinn í evrópu á 18. öld hefur kennivald hagfræðinnar verið notað til þess að réttlæta alls konar ríkisstefnur, slæmar og góðar, án þess að nokkur fræðileg undirstaða fyrir kenningunum hafi verið til staðar. Í dag -- í gegnum nýfrjálshyggjuna -- er hún notuð til þess að réttlæta stefnur sem færa þeim ríku sífellt stærri bita af kökunni. Ótal frægir hagfræðingar síðastliðinnar aldar beittu kennivaldi sínu í hagfræði grimmt í þágu stjórnmálaskoðanna sinna, sem voru margar mjög illa ígrundaðar og höfðu skelfilegar afleiðingar. Hagfræði og pólitík blandast m.ö.o. saman í einn stóran drullupoll. Þetta myndi ég kalla "the inherent prescriptive-descriptive tension of economics."

c) Hagfræðingar margir hverjir reyna að (þykjast?) vera "value-free" og hlutlægir í rannsóknum og skrifum sínum, en geta aldrei náð því marki, neitt frekar en aðrir félagsvísindamenn (mæli með að þú kíkir á The Poverty of Historicism, e. Karl Popper, í þeim efnum. Rök Poppers gegn hlutlægum félagsvísindum eru mjög afgerandi, get útlistað þau f. þig ef þú hefur áhuga). Hins vegar er oft látið eins og hagfræðingarnir séu *alvöru* vísindamenn, búi yfir einhverjum algildum lögmálum, viti einhver sérstök sannindi um hvað er að gerast í hagkerfi þjóðarinnar eða heimsins. Raunin er auðvitað sú að markaðurinn er gígantísk, kaotísk, óstabílt kerfi sem stjórnast af ótal sálfræðikvillum mannsandans. Það eru til gríðarlega margar mikilvægar breytur sem eru öllum áreiðanlegum hagfræðilíkönum bráðnauðsynlegar, en þær eru margar hverjar ómælanlegar, bæði í praxis og í teóríu.

Ég vona að þú skiljir mig. Ég er ekki á móti hagfræði, qua hagfræði, ekkert frekar en ég er á móti öðrum félagsvísindum eða sviðum mannlegrar þekkingar. Það er óverðskuldað kennivald greinarinnar, kennivald sem er í engu samræmi við áreiðanleika fræðanna, sem ég geri athugasemd við.

Doddi | 7.2.2012 kl. 22:32
Doddi

Í pistli þínum um vinstrimennsku sagði meðal annars að þú "værir á móti gervivísindum eins og hagfræði."

Hafa menn ekki nýtt sér "kennisetningar" ýmissa fræðigreina til að réttlæta vafasama hluti í gegnum árin og árhundruðin? Hafa ekki menn úr ýmsum starfsstéttum beitt kennivaldi sínu í þágu skoðana eða hagsmuna? Ég sé ekki að hagfræðingar séu einir um slíka hegðun.

Ég er alveg sammála þér um að orðum og skoðunum ýmissa hagfræðinga er gert alltof hátt undir höfði og þeirra orð beinlínis 'bought at face value.' Þetta er sérstaklega slæmt á Ríkisjónvarpinu. Hvað höfum við heyrt og séð margar fréttir sem hefjast á orðunum "Hagfræðingur segir -"?

Er þetta samt vandamál hagfræðinnar sem fræðigreinar? Ég er ekki endilega á því. Ég sé ekkert athugavert við að þú gerir athugasemdir við óverðskuldað kennivald, hvar sem það kann að leynast. Í því tilfelli er jafnvel viðeigandi að kenna ræðaranum, en ekki árinni. Eller hur?

Margir halda að allir eða flestir hagfræðingar trúi á ofurmátt markaðarins (sem lýsa má í sem stystu máli sem summu vilja og skoðana einstaklinga) og ekkert megi raska gangverki hans. Markaðsdrifin hagkerfi hafa vissulega fært mannkyninu sína mestu hagsæld og lífsgæði, að minnsta kosti efnislega. Ég enda þetta á tilvitnun í Adam Smith, sem nefndur hefur verið faðir hagfræðinnar (eins og þú veist): “the interest of the dealers … however, in any particular branch of trade or manufactures, is always in some respects different from, and even opposite to, that of the public.” Er von?

Arnaldur | 8.2.2012 kl. 11:12
Arnaldur

Ég myndi klárlega segja að þetta væri einmitt eitt stærsta vandamálið sem hagfræðin stendur frammi fyrir.

Öllu fræðistarfi fylgir ábyrgð, sem hagfræðingar hafa í allt of stórum mæli, hingað til, ekki viljað gangast við (alltént ekki í sama mæli og margar/flestar aðrar fræðigreinar). Við skulum horfast í augu við það að hagfræðin er klárlega ‘above and beyond’ einn helsti kompónent sem menn notast við til að réttlæta stefnumótun og stjórn samfélaga í dag. Ég sé ekki að það sé hægt að hafna þessu. Ætti ekki að fylgja að menn stigu varlega til jarðar? Mér finnst hálf ódýrt að ætla að skella skuldinni á fjölmiðla eða aðra en hagfræðinga í þessum efnum.

Ef þetta væri alvöru fræðigrein þá myndu menn ástunda einhverja alvarlega sjálfsskoðun. Í staðin er þetta einhver mest ‘self-important’ afkimi fræðasamfélagsins sem fyrirfinnst.

Það er einmitt viðeigandi að þú endir svo þessa athugasemd á því að lofsama markaðinn og með því að ‘cherry-pick-a’ tilvísun í Adam Smith, sem eins og þú veist, hefur verið kallaður faðir hagfræðinnar. Important much?

Doddi | 8.2.2012 kl. 12:15
Doddi

Ég er hreinlega ekki sammála því að vandamál felist í því fyrir fræðigreinina að mikið (oft óverðskuldað) mark sé tekið á einstaklingum sem starfa innan hennar. Hagfræðin færir okkur ekki algildan sannleik sem er öðrum æðri. Við erum væntanlega sammála um það. Ég get hins vegar ekki fallist á að þessi tilhneiging kippi stoðum undan rannsóknum á gangverki efnahags- og atvinnulífs.

Einn mesti vaxtarbroddur hagfræðinnar er behavioural economics. Lestu um hvaða málum slík fræði taka á.

Þú skildir greinilega ekki síðustu málsgreinina hjá mér. Lofsömun á markaðnum? Tilvitnunin í Adam Smith sýndi að jafnvel hann áttaði sig á því að hagsmunir atvinnurekenda / framleiðenda fara ekki alltaf saman við hagsmuni almennings. Já, ég myndi telja þessa tilvitnun fela í sér mikilvægar upplýsingar fyrir þá sem hafa ranghugmyndir um hagfræði.

Það cherry-picking sem ég vísaði til í upphafi sneri að eftirfarandi: Ósíteraðuð klausa um afmarkaða kenningu tekin af Wikipedia um afmarkað málefni og alhæft í kjölfarið um heila fræðigrein. Glæsilegur confirmation bias. Hvað með kenninguna um bounded rationality? Er ekki hægt að setja fram einhverjar alhæfingar út frá henni líka?

Sveinbjörn | 8.2.2012 kl. 13:31
Sveinbjörn

OK, gott, nú veit ég allavega *hvað* þú ert að túlka sem cherry-picking (sem ég nota bene geri mér fullkomnlega grein fyrir hvað þýðir!).

Hins veg þykir mér gjörsamlega absúrd af þér að saka mig um cherry-picking í að vega gegn hagfræðinni hér í færslunni að ofan.

Lestu færsluna mína aftur. Hún fjallar um Rational Choice Theory. RCT er notuð, ekki bara í hagfræði, heldur í stjórnmálafræði, decision theory, sálfræði, heimspeki o.fl. Færslan sjálf fjallar um augljósar takmarkanir RCT í að lýsa mörkuðum á fullnægjandi hátt, takmarkanir sem þú sjálfur segir að hafi orðið til þess að menn hafi yfirgefið neóklassíska módelið!

"Ósíteraðuð klausa um afmarkaða kenningu tekin af Wikipedia um afmarkað málefni og alhæft í kjölfarið um heila fræðigrein."

Ég var að skrifa **um** "afmarkaða" kenningu, nefnilega RCT. Tilvitnunin er auðvitað úr Wikipedíu, eins og sést greinilega af kontexti, og því er þetta ekki "ósíterað". Frumfærslan á Wikipedíu hefur enga citation, en í ljósi þess að hún tekur fram staðreynd sem allir sem þekkja RCT vita að er sönn, meira að segja fylgismenn hennar, þá finnst mér það ekki vandamál. Að vitna í wikipedíu er að sjálfsögðu ekki gott praxis yfirhöfuð, en í ljósi þess að ég var m.a. að gera athugasemd við **sjálfa Wikipedíufærsluna um RCT**, þá er það ekkert annað en eðlilegt.

Hvergi í færslunni er vegið að hagfræði í heild sinni sem grein. Hvar eru meintu alhæfinar mínar um hagfræði? Hvar er cherry-pickingið? Er það confirmation bias og cherry-picking að benda á vandamál við RCT? Færslan fjallar um fokkíng RCT, og það sem meira er, um stærsta fokkíng vandamál RCT.

Þykir þetta býsna skítlegt hjá þér, Doddi. Lestu færsluna aftur, og kommentaðu síðan málefnalega í stað þess að saka mig um cherry-picking, sem í þessu tilfelli er algjörlega án grundvallar, eins og ég er viss um að þú gerir þér fyllilega grein fyrir.

Arnaldur | 8.2.2012 kl. 16:10
Arnaldur

Ég veit ekki alveg hvaða tilgangi þetta þjónar eiginlega.

Það virðist vera ofboðslega rík tilhneyging hérna til að álykta að fyrst maður hafi eitthvað út á fræðigreinina eða framsetningu kennisetninga að setja, þá sé maður bara illa lesinn eða misskilji ( - sé væntanlega bara of vitlaus til að átta sig á hlutunum). Það er nú aldeilis gott að akademísk gagnrýni lifir góðu lífi.

Sjálfur er ég menntaður innan félagsvísindanna. Ég vil því endilega frábiðja mér að það sé talað við mig eins og ég geri mér ekki grein fyrir grunnhugtökum eða kenningum á því sviði.

Ég hef ágætis mynd af stefnum og straumum innan félagsvísindanna og ólíkt því sem einhverjir kynnu að halda þá ná þessir sömu straumar inn á fleiri en eitt svið.

Ég skil bara ekki hverju það breytir um gagnrýni mína, hvort ég kynni mér eitt viðfangsefni hagfræðinnar betur en annað.

(Ég biðst að lokum afsökunar á því að hafa misskilið þessa afgerandi krítík þína á markaðinn: "Markaðsdrifin hagkerfi hafa vissulega fært mannkyninu sína mestu hagsæld og lífsgæði, að minnsta kosti efnislega." Ég upplifi þetta sem gildishlaðna setningu sem verður vart skilin nema á einn veg.)

Ég held að það sé best að ég nemi svo staðar hér.

Sveinbjörn | 8.2.2012 kl. 14:51
Sveinbjörn

Doddi, þú skrifar:

"Hafa menn ekki nýtt sér "kennisetningar" ýmissa fræðigreina til að réttlæta vafasama hluti í gegnum árin og árhundruðin? Hafa ekki menn úr ýmsum starfsstéttum beitt kennivaldi sínu í þágu skoðana eða hagsmuna? Ég sé ekki að hagfræðingar séu einir um slíka hegðun."

Er þetta ekki bara Tu quoque hjá þér?

Það að aðrar fræðigreinar séu einnig sekar um að misnota kennivald sitt er nákvæmlega ENGIN afsökun fyrir því að þeir sem leggja stund á hagfræði geri það. Þess utan er hagfræðin langsekust í þessu á okkar tímum.

Doddi | 8.2.2012 kl. 17:19
Doddi

Það er alveg rétt, en það er þessi hugsanaháttur: "..hagfræðin er langsekust" - sem ég get ekki skrifað undir sem skynsamlegan.

Ásgeir frjálshyggjunött | 7.2.2012 kl. 23:20
Unknown User

"Hagfræðin hefur alveg frá byrjun verið tekin í gíslingu af pólitík."


Eins og ég skil hagfræðina er hún það fag vísindanna sem reynir að skapa úr takmörkuðum auðlindum jarðar sem mest verðmæti fyrir sem flesta, helst á sem réttlátastan hátt.


Mörkin á milli hagfræði og stjórnmála/stjórnmálafræði eru því eðlilega ákaflega óljós, og verða nánast að engu i mörgum tilvikum.


...nema kannski helst í Austurrísku hagfræðinni sem kveðst reyna að útskýra hegðun á markaði, orsakir og afleiðingar, án þess að lagt sé mat á hvort afleiðingarnar séu æskilegar eða óæskilegar.


"Með býsna fáum undantekningum er það markaðurinn sem skapar mannlegar neysluþarfir gegnum auglýsingar og aðrar tegundir af áróðri. Fólk kaupir ekki drasl því það "þarf" það. Fólk kaupir drasl út af því að það hefur verið sannfært um að líf þeirra verði betra ef það gerir það."


Þetta er algengt umkvörtunarefni. Unnendur frelsisins myndu reyna að svara þessu svona:


0) Auglýsingar eru til þess gerðar að vekja athygli folks á vöru sem það vissi ekki áður af, fræða neytandann um kosti og eiginleika vörunar. Auglýsingar eru þvi mikilvægur þáttur í að dreifa þekkingu um markaðin og bæta val neytenda. Auglýsandi getur, tæknilega séð, ekki auglýst vöru nema að hún bæti hag neytandans svo mikið að svari þeim aukakostnaði sem leggst á verðið með auglýsingunni. Markaðurinn refsar því, til lengri tíma litið, þeim sem auglýsa vöru sem gerir litið til að bæta lifsgæði fólks.


0-0) Fólk reymdi að eignast "óþarfa" löngu fyrir tilkomu auglýsinga, frjals markaðar, og löngu fyrir tilkomu Bernays. Aðalsmenn prýddu sig gulli, sem er algjör óþarfi, byggðu sér píramída og musteri úr marmara, og skreyttu heimili sín með tilgangslausum styttum og listaverkum. Það er verðmtasköpun hins frjalsa markaðar að þakka að flest folk getur í dag leyft sér slíkan munað og óþarfa. Og það er ánægjuefni.


a) Á frjálsum markaði kaupir enginn neitt ótilneyddur. Seljandanum er frjálst að gera hvað hann getur til að sannfæra kaupandann að gallabuxurnar sem hann hefur til sölu séu meira virði en 10.000 kr sem kaupadinn hefur í veskinu. Kaupandanum er frjálst að fallast á það eða hafna tilraunum seljandans. Þetta kerfi er ekki fullkomið og fólk tekur stundum heimskulegar ákvarðanir, en alla jafna tekur það góðar ákvarðanir, kaupandinn er ánægður með sitt, og verðmæti samfelagsins aukast. -Þetta er ekki fullkomið kerfi, en betra býðst ekki og síst af öllu er betra að reynt sé að handstyra þessu kerfi svo fólk taki "betri ákvarðanir".


Skynsemin og þekkingin sem dreifð er um hinn frjálsa markað er miklu meiri og betri en skynsemi nokkurrar neyslu- og verðlagsnefndar. Og hinum stóra fjölda einstaklinga (og seljenda) a hinum frjalsa markaði er best treystandi til að ákveða hvað eru raunveruleg verðmæti og hvað ekki.


b) En er markaðurinn að búa til gerviþarfir? Já og nei, og hvaða siðferðislega rétt höfum við til að leggja mat á þarfir og lifsstil annarra? Ef ég gef fjárhirði í Eþjópiu iPod með verkum Beethovens, og solarrafhlöðu til að hlaða tækið, og hirðirinn fer i kjölfarið að hafa yndi af Beethoven, þá hef ég i sjalfu ser búið til "gerviþörf", en hef ég gert hirðmanninum óleik? Væri hann bættari ef ég hefði ekki búið til hjá honum þörf eftir verkum Beethovens? Er lif hans rýrara eða auðugra nú þegar að gerviþörfin Beethoven glymur i eyrum hans úti á sléttunni?


c) Fólk kaupir ekki "drasl" nema það eigi fyrir nauðþurftum. Sá sem á ekki fyrir mat kaupir sér ekki fótanuddtæki. "Drasl"-kaupin eru því til marks um velsæld, sem svo kemur helst til af frjálsum markaði. Folk skapar verðmæti með störfum sínum og notar eigin skynsemi til að verja tekjum sinum til að bæta lif sitt. Jaðarávinningurinn af hverri viðbót við búslóðina er minni með hverju nýju búsáhaldi, en ávinningur engu að síður, og ekki okkar að skipta okkur af ef okkur þykir fótanuddtækið léleg fjárfesting.


(Ég er reyndar á því að undir venjulegum kringumstæðum þá ætti það að gerast að jaðarávinningurinn af að hjalpa öðrum verður meiri en ávinningurinn af að kaupa annan Bentley í bílskúrinn eða handtösku nr 20 í fataskápinn.)

Arnaldur | 8.2.2012 kl. 10:43
Arnaldur

Hagfræði er einmitt ekki vísindi í eiginlegum skilningi, og hagfræði skapar í sjálfu sér ekki neitt, hvorki “mest verðmæti” né “á sem ‘réttlátastan’ hátt”.

Það er einmitt þessi tilhneyging, að gefa hagfræðinni nákvæmlega þetta vægi - annars vegar sem algild vísindi, og hinsvegar sem einhverskonar ‘borderline’ pólitískt/trúar-afl -sem fólki eins og mér (og að mér sýnist Sveinbirni) blöskrar.

Þá er alveg sama hvort þú talar um nýklassíska, austurríska eða öðruvísi hagfræði.

Varðandi þessa ‘at-length’ vörn til handa markaðnum, þá held ég að enginn hafi í raun talað gegn því að markaðurinn væri sæmilega vel til þess fallinn að standa að einhverskonar viðskiptum eða vöruskiptum.

Markaðurinn er jú einhverskonar klaufaleg tilraun til þess að framkvæma nákvæmlega þessa hluti á sem átakaminnstan hátt. Því skal þó haldið til haga að markaðurinn er ekki einu sinni fær um þetta á fullkomnlega gallalausan hátt.

Það er því alger fásinna að halda að fyrst markaðurinn geti oftast séð um þessa einföldu fúnksjón á tiltölulega sæmilegan hátt, að það sé hægt að beita honum á öll önnur spektrúm mannlegrar tilvistar. Markaðurinn er ekki smíðaður til þess að leysa úr flóknari og meira abstrakt vandamálum sem maðurinn stendur frammi fyrir (mannréttindi, jafnrétti, umhverfismál, osfrv.).

Sveinbjörn | 8.2.2012 kl. 14:12
Sveinbjörn

Ásgeir, a word of advice. Skrifaðu styttri athugasemdir! Hafðu þær hnitmiðaðri og "more to the point," og þá bara fleiri athugasemdir í tímans rás ef til þarf.

Ég hef ekkert á móti því að rökræða við þig um stjórnmál og annað, en eins og þú hlýtur að skilja þá hef ég hvorki tímann né drifið til að lesa hverja þúsund orða færsluna á fætur annari og svara! Ég hef séð þetta oft á Facebook. Þú bludgeonar fólk into silence með svona skrifum, hreinlega út af því að margir hafa annað, mikilvægara að gera en að fara í það tímafreka verk að lesa langan texta og skrifa vel ígrundað svar.

Mér fnnst þú gera svipað og Doddi, greina færsluna mína og finna þar "faldar" röksemdafærslur sem í raun eru ekki till staðar. Ég held að þú sért að lesa allt of mikið út úr notkun minni á orðunum "drasl" um neytendavörur, og "áróður" um auglýsingar.

"Með býsna fáum undantekningum er það markaðurinn sem skapar mannlegar neysluþarfir gegnum auglýsingar og aðrar tegundir af áróðri. Fólk kaupir ekki drasl því það "þarf" það. Fólk kaupir drasl út af því að það hefur verið sannfært um að líf þeirra verði betra ef það gerir það."

Þetta er einföld staðhæfing um sálfræðina að baki þess að vilja eignast hluti, EKKI gildismat mitt á ferlinu (sem væri efni í aðra færslu). Þarna er engin implicit gagnrýni á neytendasamfélagið, per se (þótt slík gagnrýni heyrist oft, m.a. frá mér), heldur lýsing á því sem ég tel vera svo augljóslega satt að það þarf lítinn sem engan rökstuðning: nefnilega, að löngun fólks til að eignast hluti stjórnast ekki af einhverjum primitivum þörfum, nema í örfáum tilfellum (matur? húsnæði?). Þess í stað stjórnast það af því neti upplýsingaflæðis sem fólk hefur aðgang að um hvaða vörur eru eftirsóknarverðar. Auglýsingar eru hluti í því, nema maður búi í helli, en aðrir félagslegir þættir eru einnig að verki. Auglýsingar eru tegund af áróðri, allavega samkvæmt hefðbundinni skilgreiningu á því orði, og því ekkert athugavert við orðaval mitt.

Ég nota orðið "drasl" eins og ég myndi nota enska orðið "stuff". Ég hafna síðan algjörlega meintri aðgreiningu á "þörfum" og "gerviþörfum". Ég álít þá aðgreiningu ekki gagnlega (hver ákveður hvað sé "gerviþörf" frekar en "þörf"?). Þetta er í raun ekkert annað en gamla falskvitund ("false consciousness") marxistanna í nýjum búningi.

Sindri | 8.2.2012 kl. 13:32
Sindri

Ég veit að hagfræðin er ekki vinsæl um þessar mundir en ég verð að vera sammála honum Dodda hérna. Ég er náttúrlega hlutdrægur enda hagfræðimenntaður sjálfur en mér finnst skoðun Sveinbjarnar á hagfræði oft á tíðum einkennast að einhverju leyti af fáfræði og ýktum alhæfingum. Mér sýnist samt sem áður óvild hans í garð hagfræðinnar snúast aðallega um það hvernig hagfræðin er notuð en ekki hvernig hún er sem raunveruleg fræðigrein. Það er því kannski óþarfi að rakka hana niður sem slíka enda er hagfræðin sífellt í þróun og með margar stefnur. Ég get svo sem alveg verið sammála því að stundum hafa hagfræðingar alltof mikla vigt í umræðunni og við stefnumörkun stjórnvalda en það er hins vegar nauðsynlegt að hafa einhvers konar leiðarvísi um hvernig hagkerfið mun þróast og hvernig það virkar miðað við ákvarðanir stjórnvalda.

Sindri | 8.2.2012 kl. 14:05
Sindri

Leiðr.[oft og tíðum]

Hins vegar, þar sem þessi færsla snérist upprunalega um RCT, tek ég undir það að hún er mjög takmörkuð teoría.

Sveinbjörn | 8.2.2012 kl. 14:37
Sveinbjörn

Mér finnst mjög mikilvægt að meta hvernig fræðin eru "notuð".

Eftir því sem ég hef elst hef ég hafnað gömlu aðgreiningu kennara minna milli teóríu og praxis. Teóría hefur gríðarleg áhrif á praxis, og öfugt. Heimurinn er einfaldlega ekki þannig að það eru til "hreinu, tæru, ómenguðu" fræðin, og síðan skítleg "misnotkun" þeirra í praxis. Þetta rennur allt saman, praxis skapar fræðin og fræðin skapa praxis, *sérstaklega* í hug- og félagsvísindum. Eins og Marx orðaði það, “The philosophers have only interpreted the world, in various ways: the point, however, is to change it.” (Theses on Feuerbach, 11)

Aðalviðfangsefni mitt í hugmyndasögu er hvernig kenningar og hugmyndir eru notaðar til þess að réttlæta ákveðnar tegundir af praxis. Oft eru léleg vísindi notuð til þess að réttlæta slæmt praxis, og góð vísindi notuð til þess að réttlæta gott praxis, og öfugt. En *allri* fræðimennsku fylgja siðferðislegar skyldur, m.a. að teygja ekki átórítet fræðanna lengra en það nær. Þessa skyldu hunsa því miður margir fræðimenn, og mjög margir hagfræðingar.

Ímyndum okkur að í stað hagfræðinga hefðum við stjörnuspekinga. Svo lengi sem stjörnuspekingarnir ræða bara um stjörnuspeki á kaffistofunni sinni, og gefa út lærðar bækur sem enginn les, þá er mér svosem slétt sama hvað þeir athafna sig. En um leið og stjörnuspekin er notuð til þess að "réttlæta" ákveðnar stefnur í stjórnmálum, eða ákveðnar siðferðislegar niðurstöður, ÞAR dreg ég línuna. Þá þarf stjörnuspekin að fara að svara fyrir sig. Fyrir mér á nákvæmlega það sama við um hagfræðina.

Sveinbjörn | 8.2.2012 kl. 15:56
Sveinbjörn

Nú hef ég í tvígang verið sakaður um fáfræði.

Ég er vissulega ekki með formlegt nám í hagfræði að baki, en ég hef kynnt mér greinina svolítið, lesið fyrsta árs bókina í inngangi að hagfræði í HÍ, setið kúrsa í leikjafræði, og svo lesið fjöldan allan af akademískum hagfræðigreinum, sem kynnti mig fyrir orðaforða og aðferðum greinarinnar.

Ég þekki *aðferðafræðilegar og heimspekilegar undirstöður* hagfræðinnar mjög vel, og hef hlotið akademíska menntun á því sviði. Mér finnst ég búa yfir nægilegum skilningi á hagfræði til þess að gagnrýna greinina og áhrif hennar í samfélaginu.

Þú og Doddi eruð báðir með hagfræðimenntun. Slík menntun gerir menn oft ógagnrýna og samdauna fræðum sínum (þekki það sjálfur vel úr heimspekinni og sagnfræðinni), svo ekki sé minnst á "defensive". Enginn fílar það þegar það er vegið að sérmenntun hans, og ég skil vel að þetta geti verið viðkvæmur punktur.

Hins vegar er það fáránlegt, absúrd og hlægilegt fílabeinsturna-snobberí að halda því fram að maður þurfi að vera hagfræðingur til þess að gagnrýna hagfræði og hagfræðinga. Mér finnst mín gagnrýni á hagfræði gegnum árin hafa í heildina séð verið hnitmiðuð, þokkalega upplýst og málefnaleg. Ef ég er svona svakalega fáfróður um hagfræði, þá hvet ég ykkur til þess að leiðrétta málið og fræða mig um nákvæmlega hvað mikli sannleikur það er sem ég skil ekki eða veit ekki.

Doddi | 8.2.2012 kl. 17:29
Doddi

Hver hefur haldið því fram að menn þurfi að vera hagfræðingar til að mega gagnrýna hagfræði? Amk enginn á þessum kommentaþráð, að mér sýnist. Ég tel sjálfan mig mjög gagnrýnan í garð mainstream hagfræði, enda eru vankantar hennar fjölmargir.

Fáfræði þín um hagfræði endurspeglast í upprunalegu færslunni, þar sem lagt er út af kenningunni um rökrétt val og í kjölfarið felldur dómur um heila fræðigrein. Mér þykir jafnframt furðulegt að þú hafir legið yfir hrúgu af greinum um hagfræði til að glöggva þig á orðaforðanum, án þess að átta þig á fjölbreytileikanum sem rúmast innan hennar. RTC er ekki upphafið og endirinn.

Doddi | 8.2.2012 kl. 17:29
Doddi

*kommentaþræði

Sveinbjörn | 8.2.2012 kl. 17:47
Sveinbjörn

Doddi, ég sver það! Eins og ég hef bent þér áður á að gera, lestu orgínal færsluna! Hún er hérna efst, það eina sem þú þarft að gera er að skrolla svolítið upp.

Hvergi er þar að finna neinn áfellisdóm yfir "hagfræðinni sem fræðigrein". Þetta er bara argasta bull hjá þér, eins og þú hlýtur að sjá. Færslan fjallar um RCT, og módelun hennar á markaði.

Ef þú ert að vísa í fyrri færslu mína, þar sem ég sagðist vera á móti hagfræði og öðrum gervivísindum, þá átti ég að sjálfsögðu við nýklassísku hagfræði 20. aldar, vísindalegu blæju frjálshyggjunnar, hagfræðilega orþódoxíu undanfarin 30 ár, a.m.k. Auðvitað eru margar dissenting raddir, þeim hefur heldur betur fjölgað eftir að kreppan skall á. Og eflaust eru margir hagfræðingar að vinna góða, heiðarlega, vandaða vinnu, og setjandi það fram í samhengi takmarkana og með fræðilegri fagmennsku. Ég hef ekkert á móti þeim. Í fyrri pistli mínum um vinstrimennsku er ég að tala um hagfræði ekki bara sem fræðigrein heldur sem menningarlegt fyrirbæri (sem hún vissulega er!), hagfræðilegar hugmyndir, siðgildi, og metafóra sem við höfum innbyrt beint og óbeint gegnum samfélagsþátttöku og nám, pseudo-fræðilegu kategóríurnar sem við mörg hver notum til að lýsa samskiptum okkar, samfélögum og samfélagsgerðum.

Það kann að vera að þess retórík hafi fengið þig til þess að halda að ég sé á móti því að menn rannsaki starfsemi hagkerfa og komi með kenningar um þau. Auðvitað ekki! Þykir mér greinin standa traustum fótum fræðilega? Nei. Finnst mér áhrif hennar úr öllu samræmi við fræðilegan árangur hennar? Já. Finnst mér niðurstöður greinarinnar hafa verið gróflega misnotaðar í pólitískum tilgangi? Já.

Ég er farinn að halda að þú sért bara að trolla í mér, að vera svona "deliberately obtuse." Annað eins hefur nú gerst.

Doddi | 8.2.2012 kl. 18:25
Doddi

Þetta komment frá þér þykir mér með öðru og skynsamlegra yfirbragði en færslan sjálf.

Sveinbjörn | 8.2.2012 kl. 18:26
Sveinbjörn

Bentu á setningu í þessari færslu sem er ekki sönn og rétt.

Doddi | 8.2.2012 kl. 18:52
Doddi

"Kenning um mannlega hegðun -- eða jafnvel bara abtrakt líkan af hegðun manna undir afmörkuðum efnahagslegum kringumstæðum -- sem skoðar einungis flæði í eina átt mun alltaf vera meingölluð."

Þessi fullyrðing orkar tvímælis að mínu mati. Þarna erum við að tala um mjög abstrakt líkan með mjög miklum takmörkunum, eins og þú segir sjálfur. Er hægt að ætlast til annars en fá 'meingallaða' útkomu? Eða við hvert er viðmiðið? Heldur þú að einhver líti svo á að RCT varpi fram raunsannri og fullkomlega applicable lýsingu á raunveruleikanum?

Sveinbjörn | 8.2.2012 kl. 18:56
Sveinbjörn

Held ég að einhver taki RCT alvarlega? Já, ó já. You'd be surprised. Farðu í litteratúrinn. RCT hefur verið notuð -- mjög mikið og mjög naively -- í félagsfræði, mannfræði, hagfræði, stjórnspeki, atferlisfræði, sálarfræði og stjórnmálafræði undanfarin 30 ár. It ain't the new kid on the block, heldur eitt af mörgum vinsælum tólum félagsvísindamanna. Og þetta er meingallað tól.

Það sem ég bendi á þarna, er að RCT módel af markaði er ekki einu sinni bara imprecise eða incomplete: það VANTAR ALGJÖRLEGA gríðarlega mikilvæga (jafnvel mikilvægustu) dimension í það yfirhöfuð!

Ef þetta er svona augljóst, og þú ert sammála, what's the big deal? Þetta eru tómar hártoganir hjá þér.

Doddi | 9.2.2012 kl. 15:24
Doddi

Þessi umræða er löngu hætt að snúast um upprunalegu færsluna, ég sagði í mínu fyrsta kommenti að ég væri sammála þér um galla RCT.

Sveinbjörn | 9.2.2012 kl. 15:31
Sveinbjörn

Doddi, þegar þú svarar mönnum skaltu tilgreina HVERJU þú ert að svara, HVERJU þú ert ósammála, HVAÐ þú gerir athugasemd við, og HVAR textinn sem þú ert að svara er birtur. Notaðu tilvitnanir í stað þess að gera mönnum upp skoðanir.

Annars er ekkert hægt að ræða við þig.

Einar | 8.2.2012 kl. 18:33
Einar

Ég veit ekki hvort þú ert bara að sparka í dauðan hest eða hvort þú ert að reyna að stappa einhvern veginn á hjartanu á honum svo hann ranki við sér og fari að rífast við þig. In any case, þá er svona gagnrýni á rational choice theory ákaflega redundant. Ég tala nú ekki um þetta á að vera gagnrýni by proxy á hagfræði, en ég leyfi þér að njóta vafans þar.

Hvers vegna er gagnrýnin redundant? Vegna þess að það er að segja má viðtekin vitneskja að hversu takmörkuð nálgunin er. Alveg eins og það er t.d. viðtekin vitneskja að efficient markets hypothesis er geysilega takmörkuð, og alveg eins og hugmyndin um að labour markets séu eins og hver annar markaður.

Á öllum þessum sviðum er gífurlega mikil og frjó akademísk umræða í gangi, en það er eitt af vandamálum hagfræðinnar að þetta er ennþá hálfgerð "fledgling" vísindi sem slík, þó menn hafi velt þessum hlutum fyrir sér égveitekkihvaðlengi. Það er engin tilviljun að svið eins og atferlishagfræði er sennilega það "heitasta" í dag. Þar er einfaldlega mest verk að vinna. Það sama mætti segja um stofnanahagfræði.

Nema þér finnist þeir sem leggja stund á fræði af þessu tagi vera einhvern veginn fundamentally dishonest?

Sem leiðir þá til punktsins um tengsl teoríu og praxís. Ég ætla svosem ekki að meta hvort þetta sé einn og sami hluturinn, en fellst umsvifalaust á það að mörkin eru oft í það minnsta mjög óljós. En pælingar af þessu tagi leiða sömuleiðis til þess að við verðum að fallast á það að innan hagfræðinnar eru mörg, að sumu leyti disparate svið, sem er bara metnaðarlaust að ætla að setja öll undir sama hatt.

Sjáðu til dæmis Seðlabanka (almennt). Þar má segja að mikið af "cutting-edge" rannsóknum í ákveðnu afbrigði hagfræðinnar eigi sér stað, og það skilar sér þráðbeint út í peningamálastjórn. Á hinum enda skalans getum við síðan ímyndað okkur fjármálastofnanir sem ráða til sín doktora í hinum og þessum greinum, stunda eigin rannsóknir og fjárfesta í samræmi við þær. Þessir tveir aðilar eru með mjög ólík markmið með sínum gjörðum, og þar af leiðandi rannsóknum. En hvort kemur á undan? Og hvers konar hagfræði eru þeir að stunda? Sætta þeir sig við að byggja á gölluðum/takmörkuðum forsendum?

Ég hugsa að ég sé bara hálf ringlaður eftir að hafa lesið þetta allt saman, og eldri færslur hér í svipuðum dúr. Ertu að gagnrýni hagfræðina sem fræðigrein, þ.e.a.s. rannsóknaraðferðir, niðurstöður og framvindu þekkingar, eða ertu að gagnrýna einhvers konar "hagfræðilegan," Mankiw-based, hugsunarhátt sem fólk tileinkar sér án þess að vera kannski með nógu góða fótfestu í fræðunum (landlægt vandamál hjá pólitíkusum og öðrum kverúlöntum)?

Sveinbjörn | 8.2.2012 kl. 18:49
Sveinbjörn

Varðandi RCT. Flogging a dead horse, maybe. But then again, I enjoy flogging horses, live or not. And a lot of people still think this one is live'n kickin'.

Mér finnst ekki allir sem leggja stund á hagfræði "fundamentally dishonest", alls ekki. Og ég veit að góð vinna á sér stað innan greinarinnar, eins og innan flestra greina.

Ég ætla ekki að endurtaka mig, en ég hef þegar bent á að hagfræði og pólitík hafa runnið óþægilega saman gegnum tímann. Ég er auðvitað mjög hlynntur sem mestri þekkingaröflun. En akademísk hagfræði verður ekki svo auðveldlega slitin frá raunveruleika stjórnmálanna, sjá teóría vs praxis í fyrri færslu, etc. . Sem heimspekingur hlýtur þú að sjá það.

En já, til að hafa eitt á hreinu, þá finnst mér ekkert að því að þú, Doddi og Sindri leggi stund á hagfræði. Hins vegar finnst mér kennivald hagfræðinnar vera eitt af mest þrúgandi samfélagsmeinum samtímans.

Einar | 8.2.2012 kl. 18:56
Einar

Tvennt:

Ég tók nú frekar undir tengsl hagfræði og stjórnmálanna en hitt. Það er hins vegar ekki eitthvað sem ég hef beinlínis legið yfir, þannig að ég ætla ekki að úttala mig um það.

Ég legg ekki, og hef ekki lagt stund á hagfræði nema óbeint.

Sveinbjörn | 8.2.2012 kl. 19:13
Sveinbjörn

Sorrí, ég er orðinn svo samdauna þessum þræði að allir viðmælendur renna saman í einn!

Magnús | 8.2.2012 kl. 23:41
Magnús

Má ég vera með?

Þorvaldur Hrafn | 10.2.2012 kl. 11:19
Þorvaldur Hrafn

Vil benda þér á eyðublað 14.3.27, sem þarf að fyllast út í þríriti. Umsóknafrestur rann út þann 9. febrúar 2012, en seint fram komnar umsóknir verða skoðaðar, séu þær á þar til gerðu eyðublaði.

Einnig bendi ég þér á símatíma, en Mentat er við alla fimtudaga frá 9-13 á skrifstofu félagsins, Arrakis.

Sindri | 10.2.2012 kl. 12:01
Sindri

Ég veit að upprunalega færslan var um RCT en umræðan hér fór að snúast um hagfræði sem fræðigrein og því er svar mitt byggt á því.

Sveinbjörn, þú kvartar undan því að vera sakaður um fáfræði. Þetta átti ekki að hljóma harkalega eða yfirlætislega en ég reyndi að orða þetta á frekar penan hátt en það getur vel verið að þú hafir töluverða þekkingu á hagfræði en mér finnst þú stundum alhæfa of mikið um hagfræði með skoðunum sem að mínu mati einkennast að einhverju leyti af fáfræði. Ég er engan veginn blindur fyrir takmörkunum hagfræðinnar, eða eins og þú orðar það ógagnrýnin og samdauna fræðunum, heldur er ég mjög gagnrýnin á hana. Hins vegar hef ég trú á að fræðigreinin sem slík hafi fært okkur þekkingu á ýmsum fyrirbærum og muni halda áfram að gera það. Hún er sífellt að þróast rétt eins og hagkerfi þróast og hefur ýmsar þverfræðilegar undirgreinar. Án efa eru einhverjar stefnur innan hagfræðinnar á villigötum en sum takmörkuð módel hafa náð að lýsa ýmsum fyrirbærum vel og leitt í ljós hluti sem koma á óvart. Var svar Keynes við vandamálum kreppunnar bara bull? Hvernig eiga seðlabankar að starfa ef hagfræði er svona meingölluð? Hafa áhrif vaxtabreytinga og peningamagns í umferð verið svo augljós að hver sem er gæti spáð fyrir um þau? Hafa nafnstærðir áhrif á raunstærðir? Eru verð og laun tregbreytanleg? Eru peningar hlutlausir? Er verðbólga skaðlaus? Hollenska veikin, var hún svo augljós? Eru náttúruauðlindir ávallt til góðs? Er ekki bara sniðugast að selja afurðina bara beint út og dæla peningum inn í hagkerfið og hafa sterkan gjaldmiðil? Hvað með ruðningsáhrif? Við gerum okkur betur grein fyrir þessu í dag en er öruggt að þessum spurningum hefði verið hægt að svara án rannsókna í hagfræði? Þetta eru bara fáein random dæmi. Við verðum á einhvern hátt að gera okkur grein fyrir mögulegum öflum og áhrifum þeirra innan hagkerfa heimsins. Það ætti kannski að skipa efnahagsstjórn landsins einum heimspekingi, sagnfræðingi og mannfræðingi því þetta er allt saman svo basic og krefst aðeins rökræðu en engrar formlegrar fræðimennsku. :D

Sveinbjörn, þú skrifar: „Hins vegar er það fáránlegt, absúrd og hlægilegt fílabeinsturna-snobberí að halda því fram að maður þurfi að vera hagfræðingur til þess að gagnrýna hagfræði og hagfræðinga.“

Þessu hef ég aldrei haldið fram og engin hér. Menn þurfa ekki formlegt nám í greininni til að mynda sér skoðun á henni en mér finnst of langt gengið að útiloka hagfræði í heild sinni sem valid fræðigrein út frá einni stefnu innan hennar sem að þínu mati er gölluð. Þetta er nokkurn veginn í ætt við að segja að eðlisfræði væri algert bull þvi strengjafræðin væri kjaftæði. Það er vissulega vel hægt að segja að strengjafræði sé kjaftæði og krefjast þess að eðlisfræðingar komi fram með nýtt framework til að vinna með. Strengjafræðin er bara kenning sem reynir að sameina skammtafræðina og almennu afstæðiskenninguna, rétt eins og sum módel innan hagfræðinnar reyna að tengja míkróhagfræðina við makróhagfræðina. Það verða auðvitað nýjar uppgötvanir sem kollvarpa ríkjandi kenningum en það er ekki þar með sagt að fyrri kenningar hafi ekki getað fært okkur einhverja þekkingu eða lýst raunveruleikanum á einhvern hátt.

Arnaldur, þú skrifar:
„...Ég skil bara ekki hverju það breytir um gagnrýni mína, hvort ég kynni mér eitt viðfangsefni hagfræðinnar betur en annað...“

Mér finnst það bara skipta mjög miklu máli að kynna sér flest viðfangsefni hagfræðinnar ef þú ætlar að gagnrýna hagfræði í heild sinni. Það er hins vegar ekkert að því að blasta Rational Choice Theory og allt það sem byggir á RCT og rakka niður mainstream hagfræði.

Arnaldur, þú skrifar einnig: „Ef þetta væri alvöru fræðigrein þá myndu menn ástunda einhverja alvarlega sjálfsskoðun. Í staðin er þetta einhver mest ‘self-important’ afkimi fræðasamfélagsins sem fyrirfinnst.“

Fjölmargir hagfræðingar ástunda sjálfsskoðun og krefjast þess að main stream hagfræði taki breytingum. Það þarf ekki annað en að lesa nokkrar greinar á vefnum eftir nokkra fræga hagfræðinga, sumir handhafar minningarverðlauna Nóbels, sem gagnrýna main stream hagfræði harðlega.

Arnaldur | 10.2.2012 kl. 13:55
Arnaldur

Eiginlega öll mín gagnrýni á meinsemdir hagfræðinnar endurspeglast svo afskaplega vel í orðum þínum: "Það ætti kannski að skipa efnahagsstjórn landsins einum heimspekingi, sagnfræðingi og mannfræðingi því þetta er allt saman svo basic og krefst aðeins rökræðu en engrar formlegrar fræðimennsku. :D"

Ég hef aldrei viðtað neina stétt manna sem er jafn uppfull af eigin ágæti og hroka í garð annarra.

Sindri | 10.2.2012 kl. 14:40
Sindri

Haha :D

Þú veist að þetta var grín hjá mér. Ég persónulega hef aldrei verið með neinn hroka í garð annarra og hef ekki heldur skynjað þennan hroka frá hagfræðingum almennt. Þannig að ég er ekki alveg að ná þessu kommenti. Ég verð reyndar að segja það að mesti hrokinn sem ég hef upplifað er frá eðlisfræðingum, sem eru flestir uppfullir af eigin ágæti nema þeir allra klárustu. Þeir eru margir hverjir frekar auðmjúkir.

Sindri | 10.2.2012 kl. 14:52
Sindri

...ég gleymdi kannski að bæta því við að það er náttúrlega engin gagnrýni á fræðigreinina sem slíka að einhverjir innan hennar skuli vera hrokagikkir.

Arnaldur | 10.2.2012 kl. 16:24
Arnaldur

Í einni málsgrein þvertekur þú fyrir það að maður þurfi að vera eitthvað sérmenntaður til að leyfa sér að dirfast að gagnrýna hagfræði og hagfræðinga.

Í þeirri næstu setur þú ofan í við mig og undirstrikar mikilvægi þess að ég sé vel inni í öllum mögulegum sviðum hagfræðinnar ef skoðun mín á að vera marktæk.

Hvort skal það vera?

Er frjálslegra viðmótið kannski einvörðungu Sveinbirni til handa?

Að lokum: Það kann að vera að að þessi misskilningur sé allur á því byggður að þegar Sveinbjörn (og vissulega hef ég gerst sekur um þetta líka) talar um andúð sína á hagfræði, þá fjallar það ekki um tilraunir manna til að gera efnahagsmálum skil á einhvern coherent hátt. Mun frekar fjallar sú gagnrýni um ábyrgðarleysi manna sem fara misgóðum höndum um misgóðar nálganir. (Sveinbjörn gerir þessu reyndar mjög vel skil hér að ofan.)

En í svari við niðurstöðu þinni, þá segi ég jú, víst. Ábyrgðin liggur kollektíft hjá hagfræðingum. Það er þeirra allra að gangast við henni. Á sama tíma tek ég ofan fyrir þeim sem tala og nálgast viðfangið af ábyrgð.

Sindri | 10.2.2012 kl. 16:34
Sindri

Mér finnst þú snúa dálítið út úr mínum orðum. Ég sagði að til að dæma heila fræðigrein sem drasl þá er nauðsynlegt að vera vel inni í henni en hins vegar geturðu alveg dæmt ákveðnar stefnur og kenningar innan greinarinnar, sem þú er vel inn í, sem drasl. Um ábyrgðarleysi manna sem fara misgóðum höndum um misgóðar nálganir innan hagfræðinnar, er ég þér bara hjartanlega sammála.

Arnaldur | 10.2.2012 kl. 16:25
Arnaldur

Ég gleymdi reyndar líka að bæta við: Ég hef vissulega hitt fyrir aðra stétt sem er mögulega hrokafyllri og sjálfumglaðari. Það eru lögfræðingar.

Sindri | 10.2.2012 kl. 16:32
Sindri

Já, ég tek undir þetta með lögfræðingana. Það má engin tjá sig um lög nema löglærður sé...að þeirra mati.

Snorri Stefánsson | 10.2.2012 kl. 22:12
Unknown User

Þetta er æðisleg umræða.

Það er svolítið skemmtilegt með hagfræði hvað er hægt að verja hana mikið. Það mætti jafnvel ganga svo langt að segja að engin gagnrýni bíti af því að það er alltaf einhver skóli, einhver fræðimaður sem hefur viljað hafa hlutina á annan veg.

Ég held hins vegar að það skipti ekki höfuðmáli. Mín reynsla er sú að allstaðar þar sem hagfræði er notuð að einhverju marki sé byggt á hefðbundinni nýklassískri rekstrarhagfræði eða stíliseaðri útgáfu af þjóðhagslíkani Kaynes. Það á við um Seðlabankann, greiningardeildir bankanna, þá sem taka ákvarðanir um fjárfestingar fyrir hönd ýmissa sjóða og opinberar stofnar á borð við Samkeppniseftirlitið. Ég man í svipinn ekki eftir að hafa lesið svona þjónusturannsókn frá hagfræðistofnun sem ekki byggir á sömu prinsippum.

Og ein ástæða er líklega sú að nýklassíska líkanið er svo einfalt, aðgengilegt og þægilegt að það þarf nánast ekkert að hafa fyrir því að nota það.

Mér finnst alveg rétt að gagnrýna menn fyrir að nota þess háttar RCT drasl til þess að afsaka hvað sem er. Og auðvitað eru allir hagfræðingar oft pólitískir og auðvitað sveipa þeir oft pólitískar skoðanir í fræðibúning. Og stundum keyrir þar um þverbak. En hér má kannski hafa tvennt í huga, annars vegar geta menn aðhyllst tilteknar skoðanir vegna þess að þeir telja hagvísindin (eða einhver önnur vísindi) leiða að þeirri niðurstöðu. Hins vegar eru hagfræðingar ekki þeir einu sem eru sekir um þetta. Það afsakar auðvitað ekki neitt.

Loks vil ég koma því á framfæri að mér finnast lögmenn ekkert sérstaklega sjálfumglaðir. Hér þarf að hafa í huga að lögfræðin er móðir allra vísinda.

Sveinbjörn | 14.2.2012 kl. 17:30
Sveinbjörn

"lögfræðin er móðir allra vísinda"

Er þetta einhvers konar djók?