1.2.2012 kl. 20:12

Ég rakst á áhugaverða bloggfærslu á síðu Héðins Björnssonar um ráðstefnu sem hann sat ásamt Björgólfi Thor og fleirum síðastliðið haust. Frásögnin öll er áhugaverð út af fyrir sig, en eftirfarandi stóð út þótti mér.

Björgólfur svaraði .. [að] þá væri mikilvægt að við reyndum að hætta að rífa hvort annað niður. Tortryggnin væri að skaða samfélagið ver en það væri að verja það.

Þegar ég fór út af þessum fundi og reyndi að sjá hvað stæði upp úr var það kannski ekki síst sú staðreynd að íslenska ríkið væri að beita fyrir sér norðurlandasamstarfinu til að styðja einn útrásarvíkinganna í að segja sína hlið málsins. Að enn sé verið að gefa þessum mönnum gæðastimpil íslenska ríkisins í að bæta orðstýr sinn erlendis finnst mér bíræfni út yfir allan þjófabálk. Þá held ég að yfirstéttin hljóti að vera að misskilja eitthvað með þessa tortryggni. Það er ekki mín tilfinning að það skorti á traust í íslensku samfélagi. ... Það sem hefur hinsvegar breyst er að fólk er hætt að treysta auðmönnum og ríkisvaldinu þeirra. [ed] Miðað við allt sem á undan er gengið get ég ekki tekið undir að það sé óhollt, ég hefði meiri áhyggjur af samfélagi sem eftir það sem á undan er gengið héldi áfram að treysta yfirstéttinni til að vera að stýra samfélaginu með almannahagsmuni að leiðarljósi.

Nákvæmlega.