24.1.2012 kl. 17:53

Hvað finnst ykkur um nýju leturgerðina á þessum vef? Ég er að nota embedded CSS web fonts tæknina, og leturgerðina Garamond Premier Pro frá Adobe. Finnst þetta koma frekar vel út.

Verð að játa að innblásturinn kom frá þessari vefsíðu.


16 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

Arnaldur | 24.1.2012 kl. 22:16
Arnaldur

Viltu samt 'in god's name' breyta fontinum í commentakerfinu. Mér finnst þetta erfitt. Hvað er þetta einu sinni?

Sveinbjörn | 25.1.2012 kl. 01:48
Sveinbjörn

Garamonde Premier Pro. Finnst þér þetta svona slæmt? Seriously? Mér finnst þetta býsna slick.

Arnaldur | 27.1.2012 kl. 11:52
Arnaldur

Nei, ég er ekki að meina Garamond Premier Pro. Ég er að meina "input-fontinn" sem birtist í text-editornum. Hann er hræðilegur, hvaða font er þetta eiginlega? Hvað með að vera bara með Arial eða eitthvað basic?

Sveinbjörn | 27.1.2012 kl. 15:17
Sveinbjörn

Ah, var aðeins að experimenta með að nota monospace font. Búinn að slökkva á þessu svo þú fáir nú smá peace of mind.

Sindri | 25.1.2012 kl. 09:49
Sindri

Mér finnst þetta slæmt, afar slæmt. Erfitt að lesa þetta.

Arnaldur | 27.1.2012 kl. 11:53
Arnaldur

Það er ekkert erfitt að lesa þetta. Þetta er fallegur og þéttur serif font.

Sveinbjörn | 25.1.2012 kl. 13:49
Sveinbjörn

Er þetta ekki bara íhaldssemi í ykkur?

Sindri | 25.1.2012 kl. 13:59
Sindri

Nei, þetta er bara frekar óskýrt.

Sindri | 28.1.2012 kl. 14:40
Sindri

Þetta er skýrara núna.

Steinn | 25.1.2012 kl. 15:38
Steinn

Ég styð þetta.

Unnar | 25.1.2012 kl. 23:15
Unnar

Mér finnst þetta persónulega vera frábær leturgerð.

Aðalsteinn Hákonarson | 27.1.2012 kl. 18:05
Aðalsteinn Hákonarson

Mér finnst þetta ekki fallegt - en kannski venst ég þessu.

Brynjar | 28.1.2012 kl. 23:50
Brynjar

Hjá mér er þetta svolítið eins og að textinn hafi verið prentaður út á hálftómu blekhylki.

Sveinbjörn | 29.1.2012 kl. 02:12
Sveinbjörn

screenshot please!

Steinn | 29.1.2012 kl. 02:58
Steinn

Get nú reyndar viðurkennt að þetta kemur smá fuzzy út hjá mér þegar ég tengi þetta við 22' skjáinn. Held að það stafi meira af skugganum á letrinu í title-glugganum.
Annars er ég alltaf hrifnastur af sans-serif, er mikill sökker fyrir helvetica neu í light útgáfunni. Þannig að það kemst til skila.

Arnaldur | 31.1.2012 kl. 00:21
Arnaldur

Þessi fontur renderast alveg sjúklega vel hjá mér. Ég er mjög hrifinn.