23.1.2012 kl. 16:36

Hvað sem mönnum kann að finnast um skoska heimspekinginn Thomas Reid, þá var hann skarpur og lifandi penni. Reid réðst gegn efahyggju Davids Hume, og áleit hann sinn helsta heimspekilega andstæðing. Hann hafði hins vegar eftirfarandi fínu orð um hann að segja:

A system of consequences, however absurd, acutely and justly drawn from a few principles, in very abstract matters, is of real utility in science, and may be made subservient to real knowledge. This merit MR HUME’s metaphysical writings have in a great degree. -- EIP II.12 [1]

Ein af ástæðunum af hverju ég sérhæfði mig í heimspeki 18. aldarinnar á sínum tíma var fegurð enskunnar á fyrri hluta nýaldar. Enska sem ritmál, undir áhrifum frá Bandaríkjunum og alþjóðavæðingu málsins, hefur orðið ljótari með hverjum áratuginum sem síðan hefur liðið. Ég sakna þeirra tíma þegar menn skrifuðu stórfenglegar enskar setningar troðfullar af flóknum lýsingarorðum og löngum undirklausum, með bragþungann ávallt í huga.

Almenn rituð enska okkar tíma er flöt, skilvirk, praktísk og bjúrókratísk. En það er kannski ekki bara vandamál með enskuna, heldur eitthvað sem snertir almenna málnotkun á heimsvísu og endurspeglar heimspekimynd nútímans. Við lifum á tímum innantóms orðagjálfurs. Það er intellectual arfleifð póstmódernismans.


1 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

Steinn | 23.1.2012 kl. 21:54
Steinn

Þetta er ekkert annað en póst-strúktúralískur áróður.