21.12.2011 kl. 12:17

Skítahugbúnaður vikunnar að þessu sinni er Adobe Reader.

Hvar á maður að byrja? Adobe Reader lítur ekki út eins og alvöru Mac OS X forrit. Hann notar 70MB af vinnsluminni nýopnaður með eitt lítið PDF skjal opið, það þrátt fyrir að keyra einungis sem 32-bita binary.

Með honum fylgja síðan tvö önnur falin forrit, Adobe Reader Updater (sem er mikið vesen að slökkva á) og Adobe Reader Updater Helper [???]. Samtals tekur þessi hugbúnaður tæp 300 MB af diskplássi ef maður passar sig vandlega að slökkva á öllum aukavalkostunum og tungumálapökkunum.

Þetta er PDF lesari. Think about it.

Ber Adobe enga virðingu fyrir kúnnum sínum? 300 MB til þess að geta lesið PDF skjöl? Hvernig í andskotanum getur svona gerst? Og hver er ábyrgur? Þetta eitt og sér er nóg til þess að fá afdráttarlausa falleinkunn hjá mér.


adobe reader shite

Er þetta 3.5 tommu floppy diskur sem ég sé þarna í efra vinstri horni gluggans? Síðasti makkinn með floppy drifi kom út árið 1998, fyrir rúmlega þrettán árum síðan. Heil kynslóð af tölvunotendum hefur nú vaxið úr grasi án þess að vita hvað floppy diskur er. Time to get with the times, Adobe. Þetta er á skjön við íkónógrafíu stýrikerfisins.


Berum þetta saman við Preview, sem er native 64-bita PDF- og myndlesari sem fylgir með Mac OS X, og hefur gert alla tíð. Með sama skjal opið notar hann 25 MB af vinnsluminni, og er þar að auki mörgum sinnum hraðari bæði að ræsast og að opna og skrolla í gegnum skjöl á PDF sniði, nota bene sniði sem Adobe bjó til og ætti að þekkja betur innanhúss hjá sér heldur en nokkur keppinautur.

Þess ber að geta að Preview getur einnig unnið með myndir og hin ýmsu skjalasnið, ekki bara PDF, og getur breytt þeim og fært yfir á önnur snið. Það getur Adobe Reader ekki. Preview er 29.8 MB á diski, og meirihlutinn af því plássi fer í hágæða 512x512px icon fyrir hin fjölmörgu skjalasnið sem forritið skilur. 64-bita binary-ið sjálft er 2.3 MB.


Niðurstaða: Adobe Reader er lélegur og ljótur PDF lesari, sem er hægari og með færri fídusa, en samt töluvert minnisfrekari og rúmlega 10 sinnum plássfrekari heldur en samsvarandi forrit sem fylgir með stýrikerfinu. Way to go, Adobe. Einkunn: E-


6 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

Einar | 21.12.2011 kl. 18:54
Einar

Mér finnst þú full linur í afstöðu þinni gagnvart Adobe Reader. Hvernig geturðu annars sleppt því að minnast á mest infuriating preferences menu sem búið hefur verið til?

Sindri | 24.12.2011 kl. 13:09
Sindri

Sammála.

Thorhalla G. Beck | 28.12.2011 kl. 08:07
Unknown User

Ég held nú samt að það sé ekki hægt að vera agnúast út í það að floppy-disk smámyndin sé notuð sem tákn fyrir vistun. Þetta er í svo mörgum forritum að merkingin hefur flust svotil algjörlega yfir. Ég held að þeir sem að hafa aldrei séð floppy-disk viti samt alveg hvað þetta tákn stendur fyrir.

Einar Jón | 4.1.2012 kl. 14:50
Einar Jón

http://www.postur.is/
Er þetta póstlúður sem ég sé þarna í efra vinstri horni gluggans? Síðasti landpósturinn hætti upp úr 1900, fyrir rúmlega öld síðan. Nokkar kynslóðir af íslendingum hafa nú vaxið úr grasi án þess að vita hvað póstlúður er. Time to get with the times, póstur.
-- just sayin

Sveinbjörn | 4.1.2012 kl. 15:18
Sveinbjörn

False analogy, dude. Póstlúðurinn er lógó póstsins, ekki táknmynd á hnappi.

Einar Jón | 5.1.2012 kl. 10:34
Einar Jón

Ég held að lykilorðið hér sé táknmynd.
3.5" Diskettan er hin viðurkennda táknmynd fyrir save takka. Í þeim forritum sem ég hef opin er ég t.d. með hana í Visual Studio, Thunderbird og Notepad++.
Er til eitthvað forrit með nútímalegri táknmynd en þetta (eða bara eitthvað annað en textann "Save" eða diskettu)?