16.12.2011 kl. 20:46
Arguing on the Internet is like running in the Special Olympics. Even if you win, you're still retarded. -- Anonymous

Ég braut í dag meginreglu sem ég hef sett mér, nefnilega að skrifa ekki athugasemdir á spjallþráðum um trúarbrögð. Ég veit ekki af hverju ég beit á agnið í dag, væntanlega út af því að ég var þunnur og pirraður. En mér þótti innlegg mitt svo hnitmiðuð lýsing á afstöðu minni í þessum efnum að ég ákvað að birta hluta af því hér:

...

Ég hef lesið eilítið eftir Swinburne, ekki Plantinga, en þekki hins vegar mjög vel sögu vestrænnar trúarspeki, enda fæst ég við það í doktorsnámi mínu. En ég rannsaka þetta sem hugmyndasögulegt fyrirbæri, ekki sem alvarlega, lifandi heimspeki.

Fyrir menntaðan, sæmilega þenkjandi nútímamann eru trúarbrögð hlægilegur anakrónismi. Staðhæfingar trúarbragða standast ekki fundamental þekkingarfræðilegar kröfur, og enginn greindur, vitsmunalega heiðarlegur og sjálfsgagnrýninn maður getur verið trúaður. Fyrir mitt leyti þá ber ég ekki snefil af virðingu fyrir fólki sem tekur trúarbrögð alvarlega. Ég hef eytt ótal stundum í að rökræða þetta gegnum árin við fjölbreyttan hóp af afar misgreindu fólki, og sé **nákvæmlega ekkert merit** í neinum röksemdafærslum sem hafa nokkurn tímann verið settar fram fyrir tilvist guðdóms í allri hugmyndasögu vesturlanda. Ég skil mjög vel af hverju ákveðnar röksemdafærslur voru sannfærandi á sínum tíma, en í dag? Ég held ekki.

Ofan á þetta bætast svo hártoganirnar sem trúspekingar beita grimmt, breyta afstöðu sinni eftir röksemdafærslum, beita endalausum ad hoc plástrum til þess að halda heimsmynd sinni intact, beita einni aðferðarfræði og þekkingarfræði á „venjuleg“ heimspekileg vandamál en annari þegar það kemur að trúmálum.

Þetta er dirty, nasty bisness, best að eyða ekki verðmætum tíma í þetta, tíma sem gæti farið í að gera eitthvað uppbyggilegt eins og að lesa um og rökræða lifandi og grípandi vandamál samtímans, ekki vitsmunalegt runk gamallar paþólógískrar sjálfsblekkingar sem evrópumenn eru blessunarlega búnir að losa sig við að mestu.

Spinoza afgreiddi guðstrúna í megindráttum í fyrsta appendixinu á Ethics. Hume og 18. aldar aþeistarnir (t.a.m. d’Holbach) sáu um afganginn. Gagnrýni þeirra hefur aldrei verið svarað á fullnægjandi hátt.5 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

Steinn | 16.12.2011 kl. 22:52
Steinn

Mér þykir alltaf best að benda á grundvallaratriði vísindanna „can't prove a negative".

Eiki | 17.12.2011 kl. 00:41
Eiki

Who died and made you Christopher Hitchens?

Oh...

(too soon?)

Arnaldur | 17.12.2011 kl. 00:56
Arnaldur

*clap, clap, clap*

Sveinbjörn | 17.12.2011 kl. 02:33
Sveinbjörn

Ouch.

Sigurður Ólafsson | 17.12.2011 kl. 10:38
Unknown User

Tók því miður þátt í þessu debati líka. Úff hvað þetta er frústrerandi...