14.12.2011 kl. 16:44

Ég vil vekja athygli á eftirfarandi grein á Guardian um bankakerfið í Bretlandi. Þetta snertir inn á ýmislegt sem ég hef talað um gegnum tíðina varðandi stjórnmál í Bretlandi.

Í Bretlandi er pólitíska stéttin algjörlega í höndum bankamanna. Menn fara inn og út úr pólitík samhliða því að sitja í stjórnarnefndum bresku fjármálafyrirtækjanna. Á nokkura ára fresti fær pöpullinn kost um að velja einhvern úr efristéttar-fjármálaelítunni til þess að stjórna. Ekki glæsilegt lýðræði, það.

Íhaldssömu Bretarnir munu seint fá breytt þessu hrikalega spillta stjórnkerfi sínu, sem dælir skattpeningum í svindlara og glæpamenn í háhýsum Lundúna á meðan fátæka, ómenntaða verkamannastéttin lepur dauðann úr skel alls staðar utan höfuðborgarinnar. Bretland er "proper fucked", og það varanlega.

Hlutirnir þurfa hins vegar ekki að vera svona á litla Íslandi. Hér er fjarlægðin frá valdinu minni og möguleikinn á breytingum meiri.


1 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

Magnús Davíð | 15.12.2011 kl. 14:23
Magnús Davíð

Shaka, when the walls fell!