13.12.2011 kl. 19:36

Ég hef undanfarið verið að horfa á mjög gritty, hard-boiled franska krimmaþætti sem heita Engrenages (enska heitið er "Spiral"). Þetta er alveg fyrsta flokks efni og mætti segja að þeir séu ekki ósvipaðir "The Wire", sem eru auðvitað með betri sjónvarpsþáttum sem gerðir hafa verið. Engrenages fær alveg fjórar stjörnur hjá mér.


Spiral

UPPFÆRSLA: Bara svo það sé á hreinu, þá er Tinker, Tailor, Soldier, Spy með Alec Guinness besta sjónvarpssería fyrr og síðar, sannkallað meistarastykki. Það er öfundsvert að eiga hana eftir.


4 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

Steinn | 14.12.2011 kl. 01:43
Steinn

Sammála þér í alla staði, sérstaklega með Tinker Tailor. Uppáhalds þættirnir mínir, reyndar líka Smiley's People.

Þórir Hrafn | 14.12.2011 kl. 11:11
Þórir Hrafn

Já, maður kíkir á þessa.

Ég mundi að ég hafði eitthvað heyrt um að "frönsku spennuþættirnir" á rúv væru góðir, ég held alveg örugglega að átt hafi verið við þessa þætti, a.m.k. voru/eru þeir í sýningum hér á landi.

http://ruv.is/sarpurinn/hringida/24082011/engrenages-ii

Freyr | 14.12.2011 kl. 11:47
Freyr

Heyr, heyr med Tinker, Tailor! Thaettirnir leiddu mig uti baekurnar og eg fae enn gaesahud vid tilhugsunina um Georg Smiley, The Circus og Karla. Thvilik berrössud snilld! ;D

Hef ekki kikt a thessa fronsku thaetti, en fyrst ad verid er ad maela med sjonvarpsefni verd eg ad baeta Breaking Bad og Boardwalk Empire i sarpinn. :)

Sveinbjörn | 14.12.2011 kl. 16:07
Sveinbjörn

Já, ég hef lesið allan Le Carré. The Spy Who Came In From The Cold er best, og kvikmyndin alveg frábær. Btw, vissirðu að það er búið að endurgera Tinker, Tailor sem bíómynd með Gary Oldman?

http://www.imdb.com/title/tt1340800/

Hef enn ekki horft á endurgerðina, en er a priori efnis um að nokkur útfærsla, hvað þá kvikmynd, gæti heppnast betur en orgínallinn.

Breaking Bad eru góðir (þrátt fyrir occasional fails í suspension of disbelief), en ég fílaði ekki Boardwalk Empire, fannst Steve Buscemi afskaplega ósannfærandi sem alpha crime boss.