7.12.2011 kl. 15:37

Er það bara "cognitive bias" hjá mér, eða eru bókadómarnir á bresku amazon.co.uk tilfinnanlega innsæisríkari og betur skrifaðir heldur en á bandarísku amazon.com?


6 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

Einar | 7.12.2011 kl. 20:08
Einar

Mín reynsla er sú að yfirleitt eru færri reviewin á UK vefnum en þeim bandaríska, en yfirleitt af hærri kalíber. Kannski er þetta af því Bretar eru meðvitaðri um það hvort þeir eru fávitar, og geta því gert ráðstafanir til þess að flagga því ekki á torgum (t.d. með því að skrifa ekki bókadóma á netið)?

Sveinbjörn | 8.12.2011 kl. 19:17
Sveinbjörn

Sammála, þau eru af hærri kalíber en færri. Ég ætla hins vegar að leyfa mér að efast um að "public culture" skýringin þín svari af hverju bókadómarnir eru færri -- þeir yrðu alltaf færri hreinlega vegna þess að breska síðan hefur færri notendur, væntanlega í einhvers konar samræmi við íbúatölu landanna tveggja. 310 million ameríkanar vs 70 milljón breta þýðir að öllu jöfnu að það væru fimm sinnum fleiri dómar á amazon.com.

En já, ég held að þeir Bretar sem á annað borð lesa bækur (sem útilokar meira og minna alla bresku lágstéttina) séu sennilega skynsamari að meðaltali heldur en amerískir frændur sínir.

Einar | 9.12.2011 kl. 15:36
Einar

Þetta var nú meira tongue in cheek en nokkuð annað.

Annars held ég að vitlausir Bretar gefi vitleysingum annarra landa ekkert eftir. Það þarf ekki annað en að skoða standardinn á vinsælustu prentmiðlunum til þess að roðna hálfpartinn. Eins og Þórir bendir á er standardinn í commentakerfum sumra netmiðlanna síðan algjörlega staggering, og að mínu mati engu skárri en á íslenskum miðlum (dv.is, moggablogg, eyjan allir included)

Þórir Hrafn | 8.12.2011 kl. 16:04
Þórir Hrafn

Ég hef lesið komment við ýmsa fréttamiðla í UK.

Ég dreg það stórkostlega í efa að bretar séu almennt meðvitaðri um hvort þeir séu fávitar eða ekki...

Sveinbjörn | 8.12.2011 kl. 19:21
Sveinbjörn

Þetta er false analogy há þér. Different venues, dude.

Fólk sem kommentar við fréttir er kolsnælduruglað meira og minna alls staðar í heiminum, það veit ég af langri reynslu. Aftur á móti hugsa ég að það þurfi alveg ákveðna (væntanlega skynsamari) manntegund til þess að á annað borð lesa bækur og hins vegar skrifa síðan dóma um þær á netinu.

Hlédrægari public culture Bretlands gæti haft eitthvað með það að gera, eins og Einar stingur upp á. Það er ekki jafn svakalega mikið af crazies þar og BNA. Bretland er íhaldssamt, fátækt, óréttlátt og að mörgu leyti ignorant samfélag, en þeir eru ekkert sérstaklega vænusjúkt fólk upp til hópa. Stiff upper lip, old chap!

Menningarlega afstæðishyggju-nálgunin myndi skýra þetta með því að við Íslendingar erum evrópumenn, eigum fleira sameiginlegt menningarlega með Bretum en Ameríkönum og finnst þ.a.l. dómarnir þar betri. En það mætti svosem efast um það... held að málið sé flóknara en svo.

Magnús Davíð | 9.12.2011 kl. 14:35
Magnús Davíð

Tom Clancy for president!! Wooooo!!