1.12.2011 kl. 01:56

Svaka frétt um rannsóknina á Glitni og að skúrkurinn Lárus Welding sé á leið í gæsluvarðhald, en nei, þeir sýna ekki Lárus að skíta í brækurnar. Það myndi að sjálfsögðu aldrei ganga, að hafa einn af elítunni þarna uppi í pontu. Í staðinn sýna þeir unflattering mynd af sérstökum saksóknara, feitum og vondum bjúrókrata að angra þessa menn sem "eru að reyna að skapa atvinnu í landinu". Dæmigert fyrir íslenska fjölmiðla.

Screen Shot 2011 12 01 at 1.57.09 AM


27 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

Eiki | 1.12.2011 kl. 15:44
Eiki

Þetta er þó skárra en myndskeiðið sem var alltaf sýnt af sérstökum áður en hann fór í klippingu og var að raða einu möppunni sinni í tóma hillu.

Svo er spurning hvort stafrænar myndavélar í dag geta yfirleitt greint andlit þegar reynt er að ná mynd af Lárusi Welding eða Sigurði Einarssyni, þar sem hvorugur er með augu.

Einar | 1.12.2011 kl. 19:23
Einar

Seriously? Ertu að taka eina frétt og alhæfa út frá henni um alla íslenska fjölmiðla og gera þeim upp bullshit skoðanir? Til hvers?

Það er af mörgu að taka fyrir þann sem vill gagnrýna íslenska fjölmiðla, en þetta er ekkert smá langsótt.

Sveinbjörn | 1.12.2011 kl. 19:26
Sveinbjörn

Íslenskir fjölmiðlar eru svakalega hægrisinnaðir og húsbóndahollir, og virðast lítið spenntir fyrir því að taka fyrir hvítflibbaglæpamenn eins og Lárus Welding. Kannski e.t.v. extreme túlkun hjá mér í þessu einstaka tilfelli, en ég stend við þetta sem almennan áfellisdóm um íslenska fjölmiðlaumhverfið. Maður þarf ekki að gera annað en að skoða unflattering myndirnar sem eru oft valdar á mbl.is:

http://sveinbjorn.org/news/2009-03-04-03-56-16/Steingrimur-III.html


Einar | 1.12.2011 kl. 19:51
Einar

Djöfullinn! Búinn að skrifa þetta tvisvar, en bæði skiptin fengið error og þurft að byrja upp á nýtt.

Lokatilraun:

Ég er sammála þér í því að það vantar meira variety í hugmyndafræðilegri afstöðu stóru miðlanna, þó hún hafi kannski aukist lítillega síðustu misseri.

En hvað þessa mynd varðar, þá verð ég að játa að ég hef aldrei séð hana. Steingrímur J. er, eðli málsins samkvæmt, einn af þeim sem oftast kemur fyrir í fréttum á Mbl. Yfirleitt er reynt að nota sem mest recent myndir, og aldrei pælt í því að hafa þær eitthvað unflattering. Þú þarft ekki annað en að slá nafnið hans inn í leitarboxið á mbl til þess að sjá þetta.

(Ég geri mér btw grein fyrir því að færslan þín er gömul, og þú væntanlega ekki kíkt á mbl.is nýlega, sbr. http://sveinbjorn.org/news/2009-09-24-20-48-46)

Sveinbjörn | 1.12.2011 kl. 19:59
Sveinbjörn

Djös, er Mentat með vesen? Ég var að enda við að deploya nýrri útgáfu. En þú ættir aldrei að lenda í gagnatapi, back takkinn virkar alltaf í Mentat þar sem hann notar ekki AJAX fyrir comment submissions.

En já, back to the topic at hand: svona lagað þarf ekki nauðsynlega að vera deliberate. Undirliggjandi hugmyndafræðileg afstaða breytir sjónarhóli fólks á subtle og flókinn hátt sem birtist ekki alltaf í "viljandi" hlutdrægni. Mér fannst þessi mynd af Steingrími frá mbl.is 2009 bera vott um algjöran skort á fagmennsku og óhlutdrægni, þótt ég sé enginn aðdáandi mannsins.

Og nei, ég hef ekki farið inn á vefinn mbl.is síðan 2009:

http://sveinbjorn.org/news/2009-09-24-20-48-46/Adieu-emm-be-ell.html

Doddi | 1.12.2011 kl. 21:05
Doddi

Hvaða forsendur hefur þú til að meta myndaval á netfréttum mbl ef þú skoðar ekki síðuna?

En mér finnst þessi færsla algjörlega fáránleg hjá þér. Kannski með einni undantekningu (Pressan.is), eru fjölmiðlar almennt mjög áfram um það að veita viðskiptajöfrum engan afslátt af umfjöllun.

Sveinbjörn | 1.12.2011 kl. 21:12
Sveinbjörn

Þessi mynd hér að ofan er af Eyjunni, ekki mbl.is, bara svo það sé á hreinu.

Ég sendi síðan Einari hlekk á gamla færslu frá 2009, frá þeim tíma sem ég las enn mbl.is.

En já, mér finnst nákvæmlega ekkert fáránlegt við hlutdrægni og elítuslagsíðu íslenskra fjölmiðla, sem, til þess að vitna í dúettinn Plató, "þjóna jú allir sama herranum". Þú sérð e.t.v. ekki þessa slagsíðu, en þú meðtekur væntanlega fréttirnar á öðrum hugmyndafræðilegum grundvelli heldur en ég.

Eftir því sem ég fæ best séð, þá dynur yfir landann vandlega fjármagnaður áróður daginn inn og út. Mikið af þessu er hræðslu- og skítkastsáróður hugsaður til þess eins að blekkja og afvegaleiða íslenskan almenning. Ég hef engar efasemdir um hvaðan þetta kemur allt saman, enda ekki fæddur í gær. Það er bara gamla góða cui bono?

Doddi | 1.12.2011 kl. 23:15
Doddi

Það að segja menn um að "birta unflattering mynd af sérstökum saksóknara" og saka í kjölfarið um slagsíðu í þágu auðmagnsins, er algjörlega fráleitt. Þetta hljómar eins og versta komment á eyjan.is!

Doddi | 1.12.2011 kl. 23:16
Doddi

OK þetta misritaðist eitthvað, en þú skilur.

Sveinbjörn | 2.12.2011 kl. 01:06
Sveinbjörn

Ég skil hvað þú ert að fara, og svona on second review finnst mér þetta kannski vera fullbiturt og Eyjucommentalegt og paranoid hjá mér. Ég stend hins vegar við fullyrðingar mínar um íslenska fjölmiðla, sem eru slæmar og much-manipulated upplýsingaveitur. Blaðamannastétt Íslands hefur stórbrugðist þjóðinni.

PS: Þú veist að þú getur ýtt á Reply?

Arnaldur | 2.12.2011 kl. 09:55
Arnaldur

Þetta er kannski ekki besta dæmið sem Sveinbjörn leggur hér fram, máli sínu til stuðnings, en það breytir því ekki að ég held að flest það sem hann leggur hér til málanna sé í grófum atriðum rétt.

Nú vinn ég meira og minna við að 'mine-a' íslenska fjölmiðla allan daginn, og það birtist manni óneitanlega undarleg og mjög gildishlaðin mynd af íslensku samfélagi.

Að hafna þessu ber vott um einfeldni.

Vissulega er þetta mis-áberandi eftir miðlum, sumir eru meira 'candid' með áherslur sínar, en ég held að þetta sé algerlega rétt hjá Sveinbirni. (Þið kannski eigið erfiðara með að greina þetta verandi innvinklaðir í stéttina. Oft yfirsést manni það sem manni stendur næst. Öll erum við sek um það.)

En það er líka stór vandi íslensks fjölmiðlafólks, að það getur ekki með nokkru móti tekið gagnrýni á vinnubrögð sín og það kemur aldrei til greina að endurskoða afstöðu eða umfjöllun.

Myndbirtingar eru svo stór hluti af þessu, þótt ekki sé fjallað sérstaklega um það yfirleitt. Íslenskir fjölmiðlar hafa fyrir lifandis löngu áttað sig á því að myndræn framsetning getur haft úrslitaáhrif á hughrifin sem kvikna við lestur fréttarinnar. Í þessu skyni leyfa menn sér að seilast býsna langt, án þess að ég fari sérstaklega út í einhverjar greiningar á myndbirtingum við fréttir. (Slíkt væri efni í langa ritgerð.)

Mér finnst í raun athyglisvert viðbragð að hafna þessu, eða loka augunum fyrir því.

Nú hafa menn verið voðalega uppteknir af slagsíðunni í fjölmiðlum, og jafnvel verið að sóa tíma þingsins með fyrirspurnum í tengslum við það ( -virðast líka ætla að halda því áfram). Þannig hefur komið í ljós að jafnvel á ríkismiðlinum virðast ákveðnir hagsmunahópar fremur njóta vafans en aðrir.

Það sem vantar þó í þessar athuganir er auðvitað umgjörð fréttanna, þ.m.t. myndbirtingar, enda kannski erfitt að mæla eitthvað slíkt.

Allavega, ég nenni ekki að delera meira um þetta. Vísast verður þetta afgreitt með því að ég verð beðinn um að nefna dæmi, máli mínu til stuðnings. Svo verða dæmin véfengd og öll höldum við svo áfram á einhverri skelfilegri vegferð út í bláinn, þar sem hver skorðar sig enn frekar í afstöðu sinni.

Á þessu hef ég lítinn áhuga.

Doddi | 2.12.2011 kl. 10:12
Doddi

Ég get alveg fallist á það að fjölmiðlar eiga sína góðu og slæmu spretti, en það er út úr kú að segja íslenska fjölmiðla kóa með bankamönnum í dag. Ég myndi frekar segja að hallaði á fjármálafyrirtæki og starfsmenn þeirra í opinberri umræðu, ef eitthvað er.

Sveinbjörn | 2.12.2011 kl. 12:31
Sveinbjörn

Með fullri virðingu, Doddi, þá klúðraði fjármálaelíta landsins allsvakalega málunum. Þessi hópur fólks reyndist samanstanda af gráðugum, óábyrgum glæpamönnum, og pólítíkusavinir þeirra lítt skárri. Fjármálaelítan var beiluð út -- fjármagnseigendur fengu ríkisábyrgð á innistæðum og fjárglæframenn innan bankana fengu skuldaafskriftir -- á meðan íslenska ríkið var knésett og reikningnum fyrir öllu saman var rúllað yfir á almennt launafólk landsins gegnum skattahækkanir, launalækkanir og skerðingu á ríkisþjónustu.

Það væri ekkert annað en eðlilegt ef það "hall[aði] á fjármálafyriræki" í opinberri umræðu. En því miður er það enn þannig fjölmiðlarnir lepja upp allt sem greiningardeildir bankanna láta frá sér, þótt þær séu enn mikið til mannaðar af sama vanhæfa, óheiðarlega fólkinu. Útgerðarmenn, óttaslegnir um að missa gjöfina sem þeir fengu á silfurfati frá Sjálfstæðismönnum, ásamt málgagni þeirra, Samtökum atvinnulífsins, virðast fá óheftan aðgang að fjölmiðlum landsins, þ.m.t. ríkisfjölmiðlunum.

Þar sem ég er nú almennt lítið fyrir að hjóla í manninn frekar en boltann þá hef ég hingað til ekki minnst á að þú og Einar starfið auðvitað fyrir Morgunblaðið, rotnasta fjölmiðil landsins, eins og Arnaldur bendir á. Fyrir vikið hafið þið e.t.v. eilítið öðruvísi sjón á hlutina. Góðir menn og skynsamir verða oft samdauna kúltúrnum sem þeir starfa innan, það er bara mannseðlið. Eins og Nietzsche orðaði það, "if you gaze long enough into the abyss, the abyss gazes also into you."

Doddi | 2.12.2011 kl. 13:40
Doddi

OK, við föllumst semsagt á það að skrif fjölmiðla eru ekki í þágu fjármálafyrirtækja. Gott.

Ég og Einar störfum reyndar hvorugur fyrir Moggann í dag, sem hefur mjög afgerandi ritstjórnarstefnu (anti-ESB, anti-Icesave, óbreytt kvótakerfi). Mér finnst slík stefna talsvert heiðarlegri en að framleiða hlutdrægar fréttir undir yfirskini hlutlægni, eins og RúV og Fréttablaðið gera á hverjum degi.

Einar | 2.12.2011 kl. 13:50
Einar

Sveinbjörn: Ég get einhverra hluta vegna ekki póstað nested replyi..? Fæ sama error núna og í gær.
--------------------

Það er kannski tóm vitleysa hjá mér að ætla eitthvað að bregðast við þessu sem þú segir Arnaldur, þegar þú ert bæði búinn að kalla mig einfeldning og lýsa því hvernig þú ætlar að túlka viðbrögðin (væntanlega mín og/eða Dodda). Geri það samt.

Þú velur að líta fram hjá því að enginn hefur hafnað því að ákveðin einsleitni sé í áherslum íslenskra fjölmiðla, ég tók raunar undir að. Spesifískara dæminu, um myndbirtingar á mbl.is, hafna ég hins vegar. Auðvitað get ég ekki breytt þeirri afstöðu þinni að afskrifa það sem einfeldni. Mín upplifun er hins vegar sú að það sé ekki nokkur einasti fótur fyrir þessu. Yfirleitt eru fréttirnar þarna skrifaðar í miklum flýti, eins og sést því miður allt of oft á hroðvirknislegum frágangi og málfari. Að velja mynd er bara eitt skref í þessu ferli, og eitthvað sem menn reyna að koma frá á sem skemmstum tíma. Kerfið á bakvið síðuna er þannig hannað að nýjustu myndirnar eru þær sem koma fyrst upp, og þær því yfirleitt valdar. Þannig breytast myndirnar sem birtast af sama fólki smám saman, þó það gerist hægar á netinu en í blaðinu.

(Þetta er mín reynsla, en skrifuð með þeim fyrirvara að ég hætti á Mogganum fyrir nokkrum mánuðum (og Doddi raunar líka) og hugsanlega hafa dramatískar breytingar átt sér stað síðan þá.)

Rétt eins og þú veist ekki neitt um sálfræðilegt vantage point blaðamannanna sem skrifa fréttir á mbl, fyrst og fremst af því þær eru sjaldan undir nafni, þá veit ég ekkert um afstöðu hins almenna lesanda (nema hann tjái sig explicitly). Þessi þekkingarskortur er ekkert að stoppa menn í því að koma með einhverjar broad-brush meta-analýsur hérna, þannig að mig langar að koma minni eigin að.

Getur það verið að lesandi með ákveðið mindset, tala nú ekki um ef hann liggur allan daginn yfir sömu örfáu miðlunum, móti með sér hugmyndir og kenningar sem eru í samræmi við hans skoðanir? "Mogginn hatar VG og sumar af þessum myndum eru nú engin meistarverk. Ergo: Slæmar myndir eru handvaldar til þess að koma einhvern veginn höggi á viðfangsefnið." Er líklegt að Mogginn njóti vafans hjá lesanda með þessa afstöðu? Nei, miðað við það sem ég hef séð er það ekki bara ólíklegt, heldur nánast óhugsandi.

Að reyna að halda því fram, að þótt ég segi myndavalið ekki vera malicious, að ég sé að segja að það sé ekki hugmyndafræðileg slagsíða á blaðinu.. Sérstaklega í ljósi þess sem ég var þegar búinn að segja.. Það er bara ódýr non sequitur sem er hvorugum ykkar sæmandi.

Sveinbjörn | 2.12.2011 kl. 14:20
Sveinbjörn

Það er ekki eins og fyrirlitning mín og vantraust á íslenskum fjölmiðlum hafi bara skyndilega orðið til, eða sé nauðsynlega pródúkt af hugmyndafræðilegri eða pólitískri afstöðu minni.

Líkt og Arnaldur, þá starfa ég við að "mine"-a íslenska fréttamiðla. Vinnan mín um þessar mundir felst í að þróa leitar- og greiningarvél f. íslenska netmiðla. Fyrir vikið hef ég mjög góða yfirsýn yfir efnið sem ALLIR íslenskir fjölmiðlar geta af sér.

Síðan ég hóf störf hafa þessir fjölmiðlar fengið "the benefit of the doubt" hjá mér enn og aftur. Oft hef ég sagt við sjálfan mig, "íslenskir blaðamenn eru jú undir svo mikilli pressu", og "þeir eru að gera sitt besta undir erfiðum kringumstæðum", "hættu að vera svona paranoid, Sveinbjörn, þetta er ábyggilega bara cluelessness", "æi, þetta er best explained by incompetence, not malice", o.s.fv.

En ég hreinlega trúi þessu ekki lengur. Hvern einasta dag í vinnunni sé ég óheiðarleika, hlutdrægni, slagsíðu og áróður á vegum valdablokkanna í íslensku samfélagi, og það á mjög stórum skala. Það er þá helst að einn og einn sjálfstæður bloggari sporni við þessari úrkynjun íslenska fjölmiðlaumhverfisins.

Margir kvótagreifar og fyrrum útrásarvíkingar, þ.á.m. Björgólfsfeðgar, eru með almannatengslaskrifstofur og hagsmunasamtök starfandi fyrir sig "around the clock" að fást við eins konar "damage control", afvegaleiða umræðu, beina athygli fólks að öðru en siðleysi viðskiptavina sinna, o.s.fv. Þetta fólk virðist, eftir því sem ég fæ best séð, fá nokkuð óheftan aðgang að fjölmiðlum og fá lygarnar sínar og skítkast birt án gagnrýninnar umfjöllunar.

Íslenskir fjölmiðlar hafa fengið "the benefit of the doubt" hjá mér árum saman. Þeir hafa fengið annan og annan og annan sjens. Og núna eru sjensarnir búnir. Þeir hafa afsalað sér charitable túlkun hjá mér.

Þetta er ekki non sequitur, heldur afstaða gagnvart fjölmiðlum byggð á langri reynslu sem neytandi íslenskra frétta.

Sveinbjörn | 2.12.2011 kl. 14:28
Sveinbjörn

Btw, hvernig error færðu? Er það 500 Internal Server Error frá Apache, eða er það Mentat error? Þarf klárlega að fixa þetta. Ég sé að þú ert að keyra Safari eins og ég, þannig að þetta er tæpast browser issue, eða hvað?

Einar | 2.12.2011 kl. 14:37
Einar

Error 200
Mentat 5.0b says: Invalid newsitem parameter
----------

Þetta sem þú lýsir er ekki non sequitur, en þetta er heldur ekki það sem ég var að kalla non sequitur.

Ég er að tala um stökkið frá því að segja að ég loki augunum fyrir einhverju samsæri í myndbirtingu, og hljóti þar með að vera blindur á það að slagsíða sé almennt í fréttaflutningi.

Sveinbjörn | 2.12.2011 kl. 14:41
Sveinbjörn

Ertu nokkuð með slökkt á Javascript?

Einar | 2.12.2011 kl. 14:44
Einar

Nei

Sveinbjörn | 2.12.2011 kl. 14:47
Sveinbjörn

Hmm...held að ég hafi fundið villuna og lagað hana, láttu mig endilega vita ef þetta gerist aftur. Btw, er Reply hlekkurinn of discreet? Það virðist enginn nota hann hérna nema ég.

Einar | 2.12.2011 kl. 14:48
Einar

Fæ núna Error 401

Myndi kannski meika meira sens að hafa linkinn fyrir neðan texta commentsins?

Sveinbjörn | 2.12.2011 kl. 15:00
Sveinbjörn

Ég get með nokkrui móti fengið upp þessa villu, try as I might, loggaður inn, loggaður út, í 3 mism. vöfrum. Sjæse! Hvað í andskotanum gæti verið í gangi? Ertu með einhverjar specific browser-altering plugins?

Sindri | 6.12.2011 kl. 00:04
Sindri

Ég fæ þessa villu í hvert skipti sem ég reyni að „ríplæja“

Mentat 5.0b says: Invalid newsitem parameter

Fékk hana einmitt núna. Þarft alltaf að ýta á „back“ og smella á reply aftur.

Sveinbjörn | 7.12.2011 kl. 12:23
Sveinbjörn

Fann villuna og lagaði hana. Þetta ætti ekki að gerast aftur.

Doddi | 7.12.2011 kl. 08:38
Doddi

Sveinbjörn, þú veist fátt um fjölmiðla og þetta vefkerfi er handónýtt. Er það ekki niðurstaðan?

Sveinbjörn | 7.12.2011 kl. 08:41
Sveinbjörn

Rólegur á trollinu.