24.11.2011 kl. 00:14

Næst þegar þið heyrið einhvern koma með langsótta og asnalega þróunarfræðilega skýringu á einhverjum eiginleikum mannskepnunnar, eða, guð forði oss, mismuni kynjanna, ætti að vera nóg að benda á þennan hlekk:

Problems in Evolutionary Psychology


4 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

Arnaldur | 24.11.2011 kl. 10:06
Arnaldur

Mér skilst að ástæðan fyrir því að internetið sé uppbyggt eins og það er, stafi að mestu leyti af því að mannskepnan var trjábúi í fyrndinni.

Þannig hefur maðurinn þróast þannig að honum þykir þægilegt að hugsa um umhverfi sitt eins og greinar í stóru tré. Við sjáum þetta svo endurspeglast í því hvernig Internetið skiptist í margar "greinar". Einnig hvernig við tölum um "greinar" þegar við erum að miðla upplýsingum.

Annað athyglisvert í tengslum við þetta er hvernig karldýrin hafa alltaf verið meira á ferðinni um trén og þessvegna nota þeir Internetið meira. Þeir eru óhræddari við að rannsaka nýjar "greinar" á meðan kvendýrin eru staðbundnari í notkun sinni.

Arnaldur | 24.11.2011 kl. 10:56
Arnaldur

Mér finnst nú samt óþarfi hjá þeim að tala svona um evrópska efnahagssvæðið eins og þau gera:

"While ”but another hypothesis might explain it better” is admittedly a problem all scientific disciplines face, it is especially acute here, since we have very little knowledge of what life in the EEA was actually like."

Sveinbjörn | 24.11.2011 kl. 13:28
Sveinbjörn

Nice one. En ég held að þeir meini þetta sem Environment of Evolutionary Adaptation.

Arnaldur | 24.11.2011 kl. 14:38
Arnaldur

I think you're mistaken on this one...