1.11.2011 kl. 16:51

Ég vinn fyrir framan tölvu alla daga. Það er mikill kostur að geta hlustað á tónlist allan daginn í vinnunni. Hins vegar hef ég átt frekar léleg heyrnatól svo árum skiptir. Þegar þau gáfu upp öndina um daginn fór ég og keypti ég mér dýr, frekar ljót en alveg ótrúlega góð Sennheiser heyrnatól.

Þetta er allt annað líf. Ég er alveg að heyra nýjar víddir í tónlist sem ég þóttist þekkja út og inn. Hins vegar komst ég að því að stafræna tónlistarsafnið mitt, sem hefur hægt og rólega byggst upp frá árinu 1997, er meira og minna handónýtt. Stór hluti af allri tónlist í safninu mínu er í svo lélegum gæðum að það er ekki hlustandi á hana í svona góðum heyrnatólum. Ég hafði aldrei spáð neitt í þessu fyrr en nú, heyrði ekki þruskið og encoding artefacts í 128 kbita CBR MP3. Nú mun ég þurfa að skipta út og endurnýja u.þ.b. 20GB af tónlist.


5 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

Siggi | 1.11.2011 kl. 21:23
Siggi

Good luck with that :)

Steinn | 1.11.2011 kl. 22:56
Steinn

Það er nú ekki svo mikið mál. Setur upp lista og byrjar hægt og bítandi að downloada plötu og plötu, getur tekið eitt ár, en það er allt í lagi. Er sjálfur að vera búinn að því að uppfæra allt MP3 safnið mitt í 320 kpbs.

Sveinbjörn | 2.11.2011 kl. 17:26
Sveinbjörn

Já, ég er að gera þetta hægt og bítandi, frekar mikil og þreytandi vinna að endurtagga allt og bæta við artwork í háum gæðum o.fl.

Magnús Davíð Magnússon | 4.11.2011 kl. 15:43
Magnús Davíð Magnússon

Sá dagur mun koma að þú færð þér nVidia GTX77000 cochlear implant og þetta nýja uppfærða safn mun þá hljóma eins og crap.

Hugsaðu til framtíðar og náðu í alla tónlistina þína í Hyper Lossless Ultra 7TB skrám. Ekki vera chump.

Sveinbjörn | 4.11.2011 kl. 15:45
Sveinbjörn

I see the truth of it!