Ég neyðist því miður til þess að hafa Microsoft Office inni á tölvunni minni sökum þess hversu margir nota enn þessi ömurlegu proprietary skjalasnið þeirra. Sama gildir um Adobe forritin.

Um daginn minntist ég á hversu hörmulegur hann var, hugbúnaður þessara stórfyrirtækja. En ekki nóg með að hann sé þungur í keyrslu, hægur, minnisfrekur og illa hannaður -- hann keyrir í gang alls konar bakgrunnsprósessa sem gera eftir því sem ég fæ best séð lítið annað en að éta upp minni. Lausnin er einföld. Opnið terminal og keyrið eftirfarandi skipanir:

sudo rm /Library/LaunchDaemons/com.microsoft.*
sudo rm /Library/LaunchDaemons/com.adobe.*
sudo rm /Library/LaunchAgents/com.microsoft.*
sudo rm /Library/LaunchAgents/com.adobe.*

Voila, þá er vibbinn að mestu farinn.