25.10.2011 kl. 20:08

Ég hef undanfarið verið að lenda í vandræðum með AdBlock í Safari. Það er hætt að virka sem skyldi. Það filterar ekki út auglýsingar nógu aggressívt fyrir minn smekk, og tekst ekki að fjarlægja Facebook auglýsingar.

Ég gróf því upp gamalt adblock stylesheet sem ég henti saman um árið, uppfærði það með öllum nýjustu upplýsingum og nota það nú sem adblocker með afskaplega góðum árangri. Mæli með því að fólk noti þetta auk venjulegs adblock:

Hlekkur á stopads.css

Það er síðan hægt að velja þetta skjal sem base stylsheet í Safari --> Preferences --> Advanced --> Stylesheet. Held að Firefox og Chrome bjóði líka upp á user stylesheets.