24.10.2011 kl. 20:20

Á hverjum degi notar flest professional fólk svakalega flóru af hugbúnaði til þess að leysa verkefni líðandi stundar. Ég nota eftirfarandi hugbúnað a.m.k. vikulega, en yfirleitt daglega:

 • Mac OS X er client stýrikerfið mitt, og svo Debian á vefþjóninum
 • UNIX BSD/GNU userlandið, fjöldinn allur af skejlartólum
 • Safari er aðal vafrinn minn, og svo Firefox f. vefþróun
 • Mail frá Apple fyrir tölvupóst
 • TextMate er aðal ritillinn minn, frábær.
 • iTerm 2 skeljarviðmótið
 • git version control kerfið
 • Preview f. image manipulation/viewing
 • Adium fyrir spjall
 • QuickSilver til að ræsa forrit
 • CyberDuck fyrir FTP
 • Synergy til að stýra iTunes með hotkeys
 • VLC til þess að spila allt myndefni
 • The Unarchiver afþjappar öllu
 • uTorrent til að sækja mér myndefni og tónlist
 • Apache vefþjónninn
 • Vienna RSS lesari

Að iTunes og Firefox undanskildum hefur allur þessi hugbúnaður það sameiginlegt að vera framúrskarandi góður. Þetta eru upp til hópa vandaðar, skilvirkar og hraðar vörur, og yfirgnæfandi meirihluti af þeim open-source -- mjög breytt staða hjá mér í þeim efnum frá því fyrir 10 árum síðan.

Það eru reyndar tveir hugbúnaðarpakkar þarna sem ég minnist ekki á en neyðist því miður til þess að nota með jöfnu millibili. Það er "make or break a platform" hugbúnaðurinn frá stóru fyrirtækjunum -- Microsoft Office og Adobe Photoshop. Báðar eru þetta skelfilega lélegar hugbúnaðarvörur -- hægar, minnisfrekar, plássfrekar, illa hannaðar, convoluted og iðulega uppspretta mikillar vansældar í mínu lífi þegar ég þarf að eiga við þær.

Svo er auðvitað aragrúi af vefforritum sem maður notar í gegnum vafrann. En að nota þau er yfirleitt second-rate end-user upplifun, hvort sem það er vídjóafspilun í Flash, vefviðmót fyrir tölvupóst eða helvítis Feisbúkk spjallið.

Hvað eruð þið að nota? Og hversu gott er það?


27 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

Siggi | 24.10.2011 kl. 22:53
Siggi

Listinn minn er ekkert osvipadur thinum.

Fyrir utan ad eg nota Sublime Text 2 i vinnuni.
Hann er lika til a mac. Alveg finn editor.

Fyrir RSS nota eg Reeder sem er afar smekklegur.

Thegar eg vinn med myndir nota eg Photoshop CS3.
Eg uppfaeri einmitt ekki i CS5 utaf asteadunum sem thu nefndir.

Flash er ekki uppsett hja mer. Ef eg tharf ad sja eitthvad i Flash, tha opna eg thad i Chrome.

Og eg nota Transmission i stadin fyrir uTorrent.

Sveinbjörn | 24.10.2011 kl. 23:18
Sveinbjörn

Af hverju notarðu Transmission? uTorrent er svo fáránlega miklu betri en öll samkeppnin, hraðari, minna footprint, etc.

siggi | 25.10.2011 kl. 09:54
Unknown User

Hef bara alltaf notað Transmission.
Ég nota torrent svo lítið að performance hefur aldrei verið neitt issue.

Brynjar | 25.10.2011 kl. 15:43
Brynjar

µTorrent er alltaf að bæta við fleiri og fleiri auglýsingum og linkum í commercial þjónustur i sinn hugbúnað. Transmission er open source.

Hef notað báða clientana mikið, µTorrent er 'betri' aðalega að því leyti að maður getur skoðað endalausa tölfræði um downloadið :P

Sveinbjörn | 25.10.2011 kl. 16:08
Sveinbjörn

uTorrent á Mac OS X hefur engar auglýsingar eða neitt commercial.

Og hann er betri heldur en Transmission vegna superior getu sinnar til að finna og tengjast peers hratt, í transfer hraða og í system footprint, ekki vegna tölfræðinnar, sem er bara gimmick (en þó vissulega skemmtilegur). Prufaðu bara að bera saman uTorrent og Transmisson í aksjón. Sá fyrrnefndi er klárlega að standa sig betur á þessum metrics.

Svo er single-window viðmótið í uTorrent létt, hratt og auðskiljanlegt.

Eiki | 24.10.2011 kl. 22:55
Eiki

Whitaker's words!

Sveinbjörn | 25.10.2011 kl. 20:13
Sveinbjörn

Que?

Grímur | 25.10.2011 kl. 09:47
Grímur

Svipaður listi, fyrir utan:

- PyCharm. Python IDE, ágætt að mörgu leyti en hrikalega þungt í vöfum. Helstu kostir: Góð refactoring tól, ágætis git samhæfing og gott python debugger viðmót.

- Parallels til að keyra Windows 7 sýndarvélar. Ill nauðsyn, ekki til driverar fyrir myndavélina sem við erum að nota á Linux / Mac OS X. Prófaði VMWare Fusion til að byrja með en lenti í einhverjum vandræðum með USB stuðninginn hjá þeim. Mesta furða, samt, hvað þetta virkar vel.

- Navicat Lite. Database viewer. Skammlaust fyrir það sem ég er að nota hann í, en ég get á engan hátt talist power user.

- Skype. Þungt leiðindaforrit en talsvert notað innan fyrirtækisins - og m.a.s. oft bara sem spjallforrit.

- Evernote. Glósu- og minnismiðaforrit. Var mjög hrifinn af því þangað til það át nokkra minnismiða. Á enn eftir að komast að því hverju ég klúðraði þar.

- Chrome þegar ég þarf að nota UI sem hafa verið smíðuð innanhúss. Örugglega ágætis browser að mörgu leyti, en ég er frekar pirraður á því að í tölvunni minni, sem er með tvö skjákort, krefjist hann þess undantekningalaust að nota það stærra og orkufrekara.

Ég komst einhvern vegin aldrei upp á lag með að nota Quicksilver. Einhvern daginn sé ég kannski ljósið, nógu margir hafa a.m.k. haldið því fram að það sé ómissandi.

Hvað Photoshop varðar þá held ég að þetta sé alveg rétt að forritið hafi í raun verið fullkomnað einhvern tíman fyrir nokkrum árum, en það er ekki eins og það séu aðrir möguleikar í stöðunni (ekki minnast á GIMP, það er hörmulega lélegt forrit.)

Sveinbjörn | 25.10.2011 kl. 20:16
Sveinbjörn

Sammála þér með Skype, það hefur svosem alltaf verið frekar slappt en nýjasta útgáfan með single-window viðmótinu er hreint út sagt hörmuleg.

Ég neyðist til þess að nota það því ekkert annað forrit er jafnútbreitt og býðir sömu þjónustu, en það *hlýtur* að koma almennilegur distributed peer-to-peer video conferencing hugbúnaður á næstu árum. Þangað til verður maður bara að sætta sig við þetta...

Le Dude | 25.10.2011 kl. 15:19
Unknown User

Ég nota bara kerlingar og það er mjög gott.

Sveinbjörn | 25.10.2011 kl. 20:16
Sveinbjörn

In Soviet Russia, woman use you.

Siggi | 25.10.2011 kl. 23:51
Siggi

Treats objects like women... man.

Brynjar | 25.10.2011 kl. 15:37
Brynjar

LibreOffice og Gimp! það að einhverjar stillingar séu ekki á nákvæmlega sama stað og í Office eða Photoshop gerir hugbúnaðinn ekki hræðilegan eins og margir vilja meina.

Sveinbjörn | 25.10.2011 kl. 16:09
Sveinbjörn

Sorrí, en ég er mjög ósammála með GIMP. Hann er atrociously vondur, ófágaður hugbúnaður.

Ekki bara vantar í hann fídusana úr commercial forritunum, heldur er notendaviðmótið alveg einstaklega illa hannað, gerir ráð fyrir því að maður sé að nota flókin contextual menu fyrir allt, sem er absúrd.

Hann integreitast síðan hörmulega inn í stýrikerfið sem ég nota -- Mac OS X -- og krefst X gluggaumhverfisins. GIMP er ekki valkostur í Mac OS X, ekki fyrir notanda með rudimentary gæðakröfur.

Grímur | 25.10.2011 kl. 16:21
Grímur

Gimp er ófær um að búa til myndir fyrir prentefni - stuðningur við CMYK liti er ekki til staðar sem þýðir að það er ekki hægt að búa til myndir sem nokkur prentsmiðja með sjálfsvirðingu tekur við.

Í mínum kokkabókum gerir það hann ónothæfan.

(Jújú, það er svosem hægt með einhverjum hökkum að líma á hann einhvers konar grunn-CMYK support en því er öllu haldið saman með kennaratyggjói og Gaffer-teipi og ef ætlunin er að búa til eitthvað af viti þá er það bara einfaldlega ekki nógu gott.)

Sveinbjörn | 25.10.2011 kl. 20:18
Sveinbjörn

Reyndar er prentiðnaðurinn fastur með afskaplega unpleasant technology, og hefur verið það lengi. PDF er hörmulegt skjalasnið, og Adobe -- sem er kóngurinn í þessum iðnaði, með Creative Suite, Acrobat etc. -- hefur kerfisbundið gert allan hugbúnaðinn sinn allan töluvert verri á síðastliðnum árum.

Það fyrsta sem ég geri þegar ég installa Creative Suite er að henda öllum gígabætunum af worthless draslinu sem þeir setja inn . Eyði öllum þessum Bridge og AIR og Updater og Installer forritum sem birtast út um allan diskinn manns. Á 120GB SSD þá er svona ekki að blífa.

Grímur | 26.10.2011 kl. 08:28
Grímur

Reyndar verð ég að segja það PDF til varnar að það er óendanlega miklu skárra en nokkuð annað skjalaform sem ég hef notað til að eiga samskipti við prentsmiðjur. Fyrir tilkomu PDF var hrein martröð að senda verk í prentun.

Annars hjartanlega sammála með hnignun Adobe forritanna. Ég held það séu t.d. allmörg ár síðan seinasta raunverulega nytsamlega fídusinum var bætt við Photoshop. (Líklega fyrir utan RAW stuðning, en það hefði átt að vera hægt að gera með plugin. Styður Photoshop ekki annars RAW?)

En burtséð frá gæðum hugbúnaðarins - og Photoshop viðmótið hefur tvímælalaust í mínum kokkabókum vinninginn yfir GIMP - þá vantar hreinlega möguleika í GIMP til að það sé hægt að taka það alvarlega sem atvinnutæki. Prentsmiðjur beinlínis neita að taka við verkum sem ekki eru í prentlitum - og fyrir t.d. (lit)ljósmyndir þýðir það í CMYK litakerfinu. Yfirgnæfandi meirihluti af öllu prentefni í lit (við erum örugglega að tala um yfir 99%) er prentaður í CMYK kerfi.

Bjarki | 27.10.2011 kl. 13:58
Unknown User

Það er reyndar búið að einfalda prent talsvert á Íslandi eða er verið að reyna það.

Það keyra allar prentstofur á RGB prófílum sem Samtök Iðnaðarins eru að reyna að gera standard á öllum vinnustöðum.

Það eru þrjóskir hönnuðir sem hafa brennt sig á þessu ferli og neita alfarið að við förum inní þetta process en ég væri mikið til í að þurfa ekki að þrí vinna myndir fyrir hvern miðil, RGB fyrir vef, ISO fyrir glanspappír hvað þá Munken pappír eða dagblaðaprentun,

RGB vinnuflæðið ætti bara að vera tekið upp allstaðar. Og prentstofurnar ættu að verða betri í að vinna úr þessu efni. Því miður virðast prentstofur á íslandi oft á tíðum fáránlega inadequate.

Arnaldur | 26.10.2011 kl. 08:59
Arnaldur

Ég nota eftirfarandi hugbúnað yfirleitt daglega:

-Windows XP (nýjasta útgáfa) er stýrikerfið mitt.

-Outlook 2003 sér um tölvupóstinn minn

-Firefox 7.0.1 nota ég sem browser

-Microsoft Office 2003 pakkinn fyrir ritvinnslu (aðallega Word og Excel).

-Adobe CS (já, þetta frá 2003)

-Adobe Reader 7.0

-AVG 2012 vírusvörn

-Screen Grab Pro

Yfirleitt tekur það mig á milli 12-19 mínútur að boota tölvunni minni. Það er góður tími til að rölta fram og spjalla aðeins við vinnufélagana yfir kaffibolla. Almennt er öll virkni tölvunnar svo hæg að ég get hæglega sinnt öðrum verkum eins og að flokka pappíra eða annað slíkt á meðan hún vinnur verkin sem ég bið hana um. Ég vil meina að þetta geri mig að betri manneskju (svona eins og bootcamp í æðruleysi og þolinmæði).

Outlook virðist mér vera illgjarnt forrit sem veldur því gjarnan að tölvan frýs. (Þótt það skrifist nú kannski á endanum frekar á móðurborðið eða vinnsluminnið). En ég spyr mig þó hversvegna email-client þarf að vera svona bloated og resource-intensive og sinna hlutverki sínu svona illa.

Firefox er sennilega dásamlegasta forritið sem ég fæ að nota yfir daginn, en á það stundum til að láta glugga hverfa. Svo poppa þeir upp þegar ég er að slökkva á tölvunni.

Nú nota ég Photoshop útgáfu sem er að verða 9 ára gömul (eins og flest annað á vélinni minni) og ég tek ekki eftir neinum merkjanlegum mun. Forritið er jafn þungt í vöfum, það gerir nokkurnvegin nákvæmlega sömu hlutina og lítur eins út (guðisélof). Mér virðist sem það hafi lítið sem ekkert gerst í Photoshop milli þessara 5 útgáfa sem hafa komið út í millitíðinni. Vafalítið munu flestir kalla mig fillistína og glæpamann fyrir að halda þessu fram.

Ég laumaðist til að installa AVG vírusvörninni á tölvuna þegar hún var eiginlega hætt að virka. Það kom frekar vel út, og ég vil meina að það hafi bjargað vélinni. Ekkert nema gott um það að segja.

Að mörgu leyti er það að mæta hingað dálítið eins og að ferðast 8 ár aftur í tímann. Það er lúxus sem ég upplifi á hverjum degi!

Sveinbjörn | 27.10.2011 kl. 01:48
Sveinbjörn

Þetta var tragískur og niðurdrepandi lestur!

Bjarki | 27.10.2011 kl. 13:53
Unknown User

-Chrome.

-Indesign CS5.5 (lang best heppnaða forritið frá Adobe)

Ég neyðist til að nota Photoshop/Illustrator mikið við mína vinnu og hata hverja mínutu af því.

-Glyphs og Fontlab þegar ég teikna letur.

-Mail (notaði mailplane en Lion mailið er ljúft)

-Evernote til að synca misc texta/travel documents etc milli osx og ios.

-Things fyrir project management, freelance verkefni og almenn todos.

-Flow fyrir project management í vinnuni (mjög ljúft þegar margir koma að sama verkefninu og ef það er í mörgum liðum)

-1password...geymir öll password, ftp login, kreditkort details etc etc.

-Hazel (automation á tedious tasks, skynjar þegar efni dettur í möppur og skilar þeim á sinn stað, merkir með lit, unrarar, keyrir applescripts, það er fátt sem þetta stuff gerir ekki)

-Espresso (CSS/HTML)

misc:
-Transmission
-Transmit
-Twitter
-Adium
-Font Explorer X Pro
-Macjournal

Einar | 28.10.2011 kl. 21:01
Einar

Ég er nýbúinn að uppfæra tölvuna mína og ákvað að nota tækifærið til að installa engum hugbúnaði nema það væri ljóst að ég kæmist ekki hjá því að nota hann.

Það sem ég nota daglega:

- Safari (Hættur í Chrome)
- vim
- Pages (Office fólk getur bara sjálfu sér um kennt að velja hugbúnað sem gengur svona illa með iWork)
- Evernote
- Dropbox
- 1Password (Password manager o.fl. gerir það mjög sársaukalítið að rótera passwordum reglulega, nokkuð sem ég geri eftir að hafa lent í óskemmtilegri reynslu með GMail accountinn minn. Gerir utanumhald um password mjög einfalt, og auðveldar mér að skrá mig á síður þegar það er algjörlega nauðsynlegt til þess að nota einhverja virkni sem ég sækist eftir.)
- VLC
- iTunes
- Skype
- iChat (Fyrir google talk)
- Sparrow (Fyrir tölvupóst. Eini clientinn sem ég veit um sem spilar fullkomlega með GMail. Mjög nettur, þægilegur og aesthetically pleasing.)
- Radium (Til að hlusta á útvarpið á netinu)
- Twitter

Vefþjónustur
- Google-svítan meira og minna (mail, calendar, contacts, docs)
- Tempalias (Sjá 1Password - hentugt að búa til "exploding" e-mail adressur)

Einar | 28.10.2011 kl. 21:01
Einar

Vá..

Sveinbjörn | 29.10.2011 kl. 18:40
Sveinbjörn

Ehrrm.....respectar vafrinn þinn ekki text encoding parameters? Ég sé að þú ert á Safari...mjög skrítið að þetta skuli gerast, þar sem ALLT á vefnum mínum, bakendakerfi og gagnagrunninum er stillt sem UTF-8.

Einar | 30.10.2011 kl. 16:43
Einar

Já, ég skil þetta ekki alveg. Er bara með standard uppsetningu á Safari. Gæti verið að þetta tengist eitthvað Preview-mekanismanum? Þetta birtist allt garbled þar, og svo fór það þannig inn virðist vera.

Sindri | 31.10.2011 kl. 14:49
Sindri

Ég hef lent í þessu, einmitt þegar ég notaði preview. Þurfti að ýta á back og svo senda inn commentið.

Sveinbjörn, þú verður að fixa þetta.

Sveinbjörn | 31.10.2011 kl. 15:57
Sveinbjörn

Greinilega. Þetta er að gerast vegna þess að á einhverju stigi heldur vafrinn að þetta sé ISO-8859-1 en ekki UTF-8.