22.10.2011 kl. 18:13

Árið 1986 lækkaði Ronald Reagan þáverandi bandaríkjaforseti hátekjuskattinn á einstaklinga úr 50% niður í 28%, og hæsta fyrirtækjaskattinn úr 46% niður í 34%. Í dag er bandaríska ríkið í miklum fjárhagsvanda. Misskipting auðs þar í landi hefur aukist gríðarlega síðastliðin 25 ár samhliða því að kaupmáttur almennings hefur staðið í stað.

Þegar ég sá myndina hér fyrir neðan á forsíðu Forbes.com varð mér næstum óglatt -- að sjá þessa pattaralegu, sjálfsumglöðu, miðaldra hvítu karlmenn í jakkafötum, mennina sem allt eiga og öllu ráða, hlæjandi og brosandi á meðan þeir lækka eigin skatta og flytja kostnaðinn við ríkisrekstur yfir á þá sem minna mega sín.

1021 reagan signing tax reform 1986 400x280

Þetta er nákvæmlega manntegundin sem gengur í Sjálfstæðisflokkinn á Íslandi.

Svo verð ég að taka fram að Forbes er viðbjóðslegur miðill. Eftir því sem ég fæ best séð þá hafa þeir þá óforskömmuðu ritstjórnarstefnu að kerfisbundið vernda auðugu hvítu lesendur sína frá öllu sem gæti mögulega hrist upp í blinkered self-serving heimssýn þeirra.


5 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

Arnaldur | 23.10.2011 kl. 03:44
Arnaldur

Ég þoli ekki þessa menn!!!

Sveinbjörn | 23.10.2011 kl. 04:00
Sveinbjörn

Where's the Like button when you need it?

Steinn | 25.10.2011 kl. 01:16
Steinn

Where's a shotgun when you need it?

Sindri | 26.10.2011 kl. 11:35
Sindri

Viltu ekki bara setja inn like button í næstu uppfærslu á Mentat? Jafnvel dislike líka?

Grímur | 26.10.2011 kl. 15:15
Grímur

...og haglabyssu.