21.10.2011 kl. 02:08

Sögnin að redda sér eða í skilningum að redda einhverju, fyrirfinnst ekki í ensku, eftir því sem ég fæ best séð. Hennar sakna ég oft.

Það sem kemst e.t.v. næst því er "handle" eða "take care of", en bæði tvö fela í sér ákveðið gravitas á meðan íslenska sögnin er hlý, kærulaus og hversdagsleg.


2 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

Eiki | 21.10.2011 kl. 22:35
Eiki

Ennþá meira séreinkenni á íslensku er miðmyndin "reddast". Mjög óljóst hver agentinn er hér.

Maður þarf að hafa alveg sérstaka heimsmynd til að geta sagt "þetta reddast".

Sennilega er hægt að lýsa hörmunugum og sigrum okkar Íslendinga í sögunni með því hvort hlutirnir redduðust eða ekki, alveg óháð almúga eða leiðtogum.

kalli | 21.10.2011 kl. 22:42
Unknown User

hvað með "it'll all work out" sem þýðingu á þetta reddast? Annars áhugaverð pæling, aðrar sagnir sem erfitt er að þýða er að nenna og að tíma, oftar en ekki notuð með neikvæðum hætti.

Annars kann maður nú svo fá tungumál, kannski eru svipuð hugtök/fyrirbæri til á ótal málum.