16.10.2011 kl. 21:05

Núna er verið að ljósleiðaravæða höfuðborgarsvæðið og nettengingar gegnum ljósleiðara eru þegar orðnar mjög samkeppnishæfar við ADSL tengingarnar sem allir hafa verið með hér á landi síðustu ár.

Þótt ég hafi vissulega verið mjög þakklátur þegar ég komst frá 56k baud mótaldi yfir á ADSL árið 1999 hefur mér alltaf verið illa við ADSL tenginar. ADSL er skammstöfun á Asymmetric digital subscriber line. Takið eftir orðinu asymmetric. Slíkar tengingar eru s.s. ekki symmetrískar samhverfar heldur er ójafn gagnaflutningshraði inn og út, þ.e.a.s. upphalshraði er yfirleitt 1/8 af niðurhalshraða. Þetta er mjög slæmt hafi maður áhuga á að hýsa eigið efni á tengingunni.

ADSL gerir ráð fyrir því að netverjinn sé passífur neytandi. Hann halar niður efni frá öðrum en býr ekki til né deilir sínu eigin. Og vilji menn deila sínu efni þá er ætlast til þess að þeir greiði fyrir hýsingaþjónustur hjá stórum fyrirtækjum, sem eiga vist að vera ein um að sjá okkur fyrir efni.

Ljósleiðarinn breytir þessu öllu. Þessar tengingar eru jafnhraðar út og inn, og þar að auki svo svakalega hraðar að þær duga vel fyrir jafnvel fjölsóttar vefþjónustur o.fl..


7 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

Sigurgeir Þór | 16.10.2011 kl. 21:22
Sigurgeir Þór

symmetrískar=samhverfar

Sveinbjörn | 16.10.2011 kl. 21:24
Sveinbjörn

Takk, lagað.

Magnús Davíð Magnússon | 17.10.2011 kl. 14:04
Magnús Davíð Magnússon

Állt yfir 28.8 bps modem er bara djöfulsins flottræfilsháttur.

Grímur | 18.10.2011 kl. 10:47
Grímur

Er þetta inter-net ekki bara einhver bóla? Ég spái því að það verði allir búnir að missa áhugann á þessu eftir nokkra mánuði...

Sveinbjörn | 19.10.2011 kl. 01:09
Sveinbjörn

Well, þetta á mig svona 14 af hverjum 16 vakandi klukkustundum, en ég hef svosem alltaf verið svo glysgjarn og tískuhóra með meiru.

Freyr | 19.10.2011 kl. 12:18
Freyr

Haha, ju svei mer tha ef internetid er ekki bara eitt stort hype.

Eftir sma verda allir komnir aftur i dagblod, simskeyti og postkort. Kannski their allra flottustu verdi med faxtaeki og bilasima. :D

Smbr. thessa nyjustu frett fra Apple

http://www.theonion.com/articles/new-apple-ceo-tim-cook-im-thinking-printers,21207/

Freyr | 19.10.2011 kl. 12:25
Freyr

...ad thvi ogleymdu ad thessi agaeta sida hans Sveinbjarnar breytist i manadarlega postlagda frettabrefid "Öldugötutidindi - Frettir fyrir vini og vandamenn, naer og fjaer"