16.10.2011 kl. 19:58

Var að horfa á viðtalið við Steingrím J. Sigfússon á BBC Hardtalk. Ég er enginn aðdáandi Steingríms en ég bara verð að segja að mér fannst hann standa sig merkilega vel. Svaraði punktum Sackurs skýrt og málefnalega. Allt annað en pínlega viðtalið við forsætisráðherra hérna um árið - Geir Haarde var eins og skelkaður aristókrati frammi fyrir rannsóknarrétti Jakobína.


3 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

Sindri | 17.10.2011 kl. 01:41
Sindri

Hann stóð sig ágætlega, karlinn, en þvílíkt prick er þessi Stephen Sackur.

Freyr | 17.10.2011 kl. 07:17
Freyr

Hvort sem mar er VG-ari eður ei, þá er ekki annað hægt en að dást að því hversu sterk bein Steingrímur hefur.

Annars kann ég vel methaphorið "eins og skelkaður aristókrati frammi fyrir rannsóknarrétti Jakobína" - góður. :D

Sveinbjörn | 19.10.2011 kl. 01:35
Sveinbjörn

Já, hann kann svo sannarlega að svara fyrir sig.

En, horfðu aftur á þetta viðtal við Haarde. Þetta er bara brotinn maður sem veit ekkert í sinn haus, hans fantasíuheimsmynd í rústum í kringum hann. Þurfti alveg að streitast gegn samúðinni sem spratt upp hjá mér.