10.10.2011 kl. 14:53

Fyrir nokkrum árum kynnti vinkona mín Nanna mig fyrir gítarsnillingnum Django Reinhardt. Í dag er hann reglulega á fóninum hjá mér. Þetta er alveg frábær tónlist, virkilega gott að vinna við hana:

Mæli með safndisknum Django at his best - Sweet and Lowdown.

Síðan er Python vefkerfið Django ekki svo slæmt...


10 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

Sindri | 10.10.2011 kl. 17:28
Sindri

Hvað er að þér, ertu að uppgötva Django núna? :)

Af nútíma gítaristum mætti t.d. nefna Bireli Lagrène sem er frægur fyrir Gypsy Jazz projectið sitt en hann er bara geðveikur gítarleikari á hvaða sviði sem er (og reyndar nokkuð góður á bassanum líka, túraði með Jaco).

Svo mætti einnig nefna menn á borð við Joscho Stephan. Hann er líka sjúklega góður gypsy jazz gítaristi. Ég myndi kíkja á hann.

Sindri | 10.10.2011 kl. 17:30
Sindri

Sorry, sá ekki... fyrir nokkrum árum. :)

Grímur | 11.10.2011 kl. 11:36
Grímur

Á Akureyri, af öllum stöðum, virðist hafa sprottið upp e-r sena í kring um þetta. Þar hefur nokkrum sinnum verið haldin jazzhátíð helguð tónlist þessarar ættar.

Robin Nolan hefur líka reglulega komið hingað með bandinu sínu og haldið tónleika bæði fyrir norðan og á Rósenberg. Hann er reyndar enginn Bireli, en helv. góður samt.

Sindri | 11.10.2011 kl. 13:44
Sindri

Jamm, ég hef farið á tónleika með kauða. Hann er góður.

Sveinbjörn | 12.10.2011 kl. 01:39
Sveinbjörn

Mér finnst svolítið fyndið að maðurinn með langhæsta kaupið á tímann kommenti hvað mest hjá mér á vinnutíma. Þetta eru klárlega dýrustu kommentin hér á sveinbjorn.org. Þetta er dýrt kveðið hjá þér, Sindri. :)

Sindri | 12.10.2011 kl. 10:31
Sindri

Haha, þú ert nú meiri karlinn. Maður tekur sér stundum kaffipásur, you know. Líkar þér eitthvað illa við mitt innlegg á þessa síðu?

Sveinbjörn | 12.10.2011 kl. 15:36
Sveinbjörn

Hahaha, nei, bara að stríða þér. Nei, mér líkar mjög hversu aktívur lesandi þú ert :)

Steinn | 11.10.2011 kl. 20:13
Steinn

Birelli Lagrene er líka sígauni eins og Django.

Sveinbjörn | 12.10.2011 kl. 01:38
Sveinbjörn

Hvah, hefurðu verið gaunaður nýlega, Steinn? :D

Freyr | 14.10.2011 kl. 17:00
Freyr

Jæja, þá er það beint á piratebay!