"Logic clearly dictates that the needs of the many outweigh the needs of the few." - Spock, Star Trek 2: The Wrath of Khan (1982)

Spock

Hver man ekki eftir þessari frægu staðhæfingu vúlkansins Dr. Spock í Star Trek? Þegar ég heyrði hana fyrst hjá Hauki Valdimar Pálssyni vini mínum fyrir mörgum árum, 12 ára gamall, fannst mér strax eitthvað bogið við hana. Það var hins vegar ekki fyrr en mun seinna, þegar ég fór að leggja stund á heimspeki, sem ég fattaði loksins af hverju Spock hafði einfaldlega rangt fyrir sér, strangt til tekið.

Fyrsti heimspekikúrsinn sem ég tók þegar ég byrjaði í heimspeki haustið 2002 var nýaldarheimspeki, Þorsteinn Gylfa að kenna. Þar kynntist ég meistaranum David Hume -- sem er enn, eftir talsvert meira nám, sá heimspekingur sem ég dáist mest að. Hume hefur eftirfarandi að segja í ritgerð sinni um mannseðlið (1739):

We speak not strictly and philosophically when we talk of the combat of passion and of reason. Reason is, and ought only to be the slave of the passions, and can never pretend to any other office than to serve and obey them.

Hér bendir Hume réttilega á að skynsemi (þ.e. "logic"), getur ekki upplýst okkur um endanleg markmið eða gildi. Skynsemin hjálpar okkur að finna leiðir að markmiðum, en út af fyrir sig er hún bara tól. Markmið okkar eru ekki lógísk eða ólógísk nema að því leyti sem þau stangast á innbyrðis. Grundvallarmarkmiðin sem liggja öðrum markmiðum að baki eru ekki rökrétt. Ef þú spyrð af hverju? nógu lengi endarðu alltaf á bara.

Með þetta í huga sjáum við að staðhæfing Spocks er einungis fyrirgefanleg gangi hann að því vísu að aðilarnir sem hann ávarpi deili með honum ákveðinni undirliggjandi siðferðislegri markhyggju [e. teleology].

Þá mætti e.t.v. túlka staðhæfingu Spocks sem einhvers konar áróður fyrir siðferðislegu jafngildi allra mannlegra þarfa -- mjög sérstök heimspeki, sú. En það er vægast sagt vafasamt að leggja slíkt siðferðiskerfi fram sem "clearly dictated" röklega afleiðu.


5 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

Freyr | 29.9.2011 kl. 09:16
Freyr

Meira svona Sveinbjörn!

En varðandi efnið, ég og Maggi höfum einmitt verið að debatta svipað topic okkar á milli, þ.e. hvort að hægt sé að nota vísindalegar aðferðir, eða jafnvel rational aðferðum, til að svara mórölskum spurningum.

Ég hef haldið fast í þá sannfæringu mína að móralskar ´staðreyndir´ væru ávallt byggðar á irrational forsendum, og varist með mönnum eins og Berlin og Weber. En Magnús hefur sótt hart að mér undanfarið með mönnum eins og Sam Harris --> http://www.ted.com/talks/sam_harris_science_can_show_what_s_right.html

Sigurgeir Þór | 29.9.2011 kl. 10:39
Sigurgeir Þór

Nytjahyggjan er greinilega í gildi á Vulkan.

Sindri | 29.9.2011 kl. 20:57
Sindri

...hvenær byrjaði Þorvaldur Gylfa að kenna heimspeki? :)

Sveinbjörn | 29.9.2011 kl. 22:25
Sveinbjörn

Úpps, átti að vera Þorsteinn. Leiðrétt.

Gunni | 6.10.2011 kl. 15:14
Gunni

Dúd, Dr. Spock skrifaði bækur um uppeldi barna. Þú meinar Mr. Spock, the fictional character.