Ég hef verið að gera svolítið af því að kaupa íslenska tónlist undanfarið. Það geri ég að sjálfsögðu í gegnum netið þar sem ég hef verið geisladiskalaus svo árum skiptir. Mest sæki ég mína tónlist gegnum torrent síður. Hins vegar finnst mér þetta eiginlega ekki ganga þegar það kemur að íslenskri tónlist.

Í fyrsta lagi er erfitt að finna íslenska tónlist á torrentum -- og á netinu almennt. Í öðru lagi veit maður svosem að tónlistarmennirnir hérna heima eru ekki beinlínis að mala gull. Maður vill styðja gott framtak.

Þær eru tvær, vefsíðurnar sem ég hef átt við í þessum efnum. Annars vegar tonlist.is og hins vegar GogoYoko. Báðar hafa sína kosti og sína galla:

Gogoyoko.com

  • Gogoyoko er indie þróunnarverkefni sem hefur það að stafni að koma sem mestum hlusta tekna til tónlistarfólks. Það þykir mér siðferðislega rétt.
  • Þeir rukka í evrum
  • Tónlistin frá þeim er vandlega og fagmannlega ID3 tögguð

Tonlist.is

  • Mjög stórt safn af eldri tónlist
  • Ódýrari
  • Tengt STEF, sem er evil

Báðir aðilar buðu blessunarlega upp á 320kbps MP3 snið. Vefviðmótin hjá báðum eru tiltölulega þægileg og nothæf, og ég lenti aldrei í vandræðum með að kaupa á neinu stigi málsins.

Það er hins vegar eitt sem ég hreinlega *get ekki* fyrirgefið tonlist.is: ID3 töggin í MP3 skjölum frá þeim eru ekki UTF8 strengir -- íslenskir stafir brenglast

Þar auki nota þeir forneskjulega ID3v1 tagging kerfið sem styður bara 31 stafa tög. Fyrir vikið klippist á fullt heiti laga sem eru lengri en 31 stafur.

Ég greiði s.s. fullt af pening fyrir tónlist frá tonlist.is, en neyðist til þess að ID3 merkja þau sjálfur, sem er bæði tímafrekt og hundleiðinlegt. Hvers konar jólasveinar eru þetta eiginlega í tækniteyminu þeirra?


1 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

Steinn | 29.9.2011 kl. 01:29
Steinn

Hef lent í þessu þegar ég var að opna LaTex skjal í skólanum, átti að heita UTF8, en allir íslenskir stafir í buffi. Held að þetta stafi af því að eins og aðstoðarkennarinn í skólanum notar windows eins og þeir sem sjá um tónlist.is. Það er alla vega mín kenning.