28.9.2011 kl. 22:04

Eins og mönnum er kunnugt þá fá eiginkonur þýskra lækna einnig doktorstitil eignmannsins. Ef ég myndi t.a.m. andskotast til að klára þessa blessuðu doktorsgráðu mína þá væri ég Herr Doktor Sveinbjörn, og eiginkonan mín yrði Frau Doktor hvað sem hún héti.

Nú spyr ég: er þetta gagnkvæmt milli kynjanna? Geta karlar fengið doktorstitilinn gegnum konu sína? Gæti ég orðið mér úti um doktorsnafngiftina með því að finna mér eina þýska?


2 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

Magnús Davíð Magnússon | 29.9.2011 kl. 09:46
Magnús Davíð Magnússon

Alternatively þá gætir þú alltaf gifst þýskum karlmanni til að fá titilinn.

Ef hann væri t.d. doctor í erfðaræði gæti hann eitt sínum tíma í að mixa upp clonebaby með blöndu af erfðaefni ykkar beggja á meðan þú værir í eldhúsinu að velta fyrir þér siðferðis- og heimspekilegum aleiðingum þess að tveir karlmen eignist saman barn.

Einar Jón | 11.10.2011 kl. 16:08
Einar Jón

Ég get varla ímyndað mér leiðinlegri konu en þýskan doktor...