22.9.2011 kl. 12:54

Frá: Sveinbjorn Thordarson
Sent: 22. september 2011 12:37
Viðtakandi: vr@vr.is
Efni: Kynningarbæklingur

Góða daginn,

Ég greiði í VR. Um daginn barst mér einhver voða fínn glansbæklingur í pósti -- kynningarbæklingur fyrir VR. Ég hef ekki áhuga á fá slíka bæklinga framvegis og bið um að vera tekinn af póstlista ykkar. Ég er fullfær um að afla mér sjálfur upplýsingar um starfsemi VR og sé engan tilgang með því að félagið eyði peningum í svona bull, sem er þar að auki óumhverfisvænt.

Í hverjum mánuði greiðir fjöldi fólks félagsgjald til ykkar, hvort sem þeim líkar betur eða verr. Flestir félagsmenn ykkar sjá almennt lítinn tilgang með félaginu og ef þeir ættu kost á að komast hjá því að greiða ykkur eða öðrum stéttarfélögum pening, myndu þeir hiklaust gera það. Þegar staðan er þannig ber stjórnendum VR að sýna mikla gætni í hvernig fjármunum félagsins er varið. Mætti jafnvel segja að þeim beri að beita smá viðskiptasiðfræði. Ekkert ætti að fara í tilgangslaust fúsk. Bæklingurinn sem barst til mín var einmitt það, tilgangslaust fúsk. Verjið peningunum í raunverulega aðstoð við félagsmenn í neyð í stað þess að prenta rándýra glansbæklinga sem fara væntanlega flestir beinustu leið í ruslið.

Kveðja,
Sveinbjörn Þórðarson


9 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

Grímur | 22.9.2011 kl. 14:48
Grímur

Skemmtilegast fannst mér samt eiginlega þegar VR ákvað að það væri algjörlega ótækt að VR stæði fyrir Verzlunarmannafélag Reykjavíkur (því guð forði okkur frá sögulegu samhengi.) Eftir þónokkra mánuði (og án efa þónokkrar krónur til auglýsingastofa) var kveðið upp úr um að VR stæði fyrir "Virðing, réttlæti".

Ég er alveg handviss um að félagsmenn önduðu samstundis léttar.

Grímur | 22.9.2011 kl. 14:49
Grímur

Fyrra komment er til komið vegna þess að "Preview" át íslensku stafina mína. Síðan hitti ég ekki á takkann í seinna skiptið heldur ýtti beint á "Add comment". Vinsamlegast hunsið það.

Sindri | 23.9.2011 kl. 10:03
Sindri

Sveinbjörn, þú getur alveg staðið utan stéttarfélags og sleppt því að borga fúskurum hluta af launum þínum.

Annars er ég hjartanlega sammála þér með þennan bækling. Ég velti því fyrir mér hvers vegna í ósköpunum þeir væru að þessu. Það er hægt að nálgast allar þessar upplýsingar á netinu...eða ætti að vera það a.m.k.

Sveinbjörn | 23.9.2011 kl. 11:52
Sveinbjörn

Er maður ekki lagalega skuldbundinn til þess að vera í verkalýðsfélagi?

Sindri | 23.9.2011 kl. 12:31
Sindri

Nei, maður er það ekki. Vinnufélagi minn er t.d. ekki í neinu verkalýðsfélagi en hann fær samt öll þau fríðindi sem verkalýðsfélagið nær að semja fyrir hönd félagsmanna sinna. Að vera í verkalýðsfélagi styrkir bara starfsemina en maður þarf greinilega ekki að vera félagsmaður nema til að njóta þeirrar þjónustu sem félagið býður upp á. Við erum bara lagalega skuldbundin til að borga í lífeyrissjóð, sem er allt annar handleggur.

Sindri | 23.9.2011 kl. 12:32
Sindri | 23.9.2011 kl. 12:32
Sindri

...fyrir hönd stéttarinnar...

Sindri | 23.9.2011 kl. 12:36
Sindri

Afsakaðu flæðið hérna. Þetta var eitthvað að stríða mér en sjáðu þetta:

http://www.asi.is/desktopdefault.aspx/tabid-207/278_read-542/

Sveinbjörn | 24.9.2011 kl. 13:47
Sveinbjörn

Takk kærlega fyrir hlekkinn, þetta var áhugaverð lesning og gott að vita. Ég hafði samband við hana Lísu í bókhaldinu í vinnunni, og ég stend nú utan stéttarfélags.