19.9.2011 kl. 00:33

Mér varð hugsað til þess áðan að það eru fáar fígúrur jafnvanmetnar og hinn almenni ríkisbjúrókrati. Flestum verður hugsað til leiðinlegrar stemningar í biðröð á skrifstofu Ríkisskattstjóra. Svo hefur auðvitað frjálshyggjuhugmyndafræði síðari ára sín áhrif, hetjurnar eru snjallir og metnaðarfullir frumkvöðlar, ekki samviskusamir ríkisstarfsmenn.

Gleymum því ekki að nútímaiðríkið væri gjörsamlega óhugsandi án þessa fólks. Það heldur uppi infrastrúktur, lögvaldi, eignarétti. Án þeirra væru engir markaðir, engin hagsæld og enginn auður.


3 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

Sindri | 19.9.2011 kl. 18:28
Sindri

Boooh!

"Hell hath no fury like a bureaucrat scorned."

Eiki | 19.9.2011 kl. 21:35
Eiki

Ástæðan fyrir því að Þórir er ekki búinn að kommenta enn er sú að hann táraðist af þakklæti við þessa fallegu lesningu og sér ekki almennilega á skjáinn lengur.

Þú færð athugasemd hans í þríriti eftir 4-6 vikur.

Sveinbjörn | 19.9.2011 kl. 21:37
Sveinbjörn

Hahahaha, where's the Like button when you need it?