22.6.2011 kl. 21:03

Mig langar að vekja athygli á stórmerkilegum manni, Paul Robeson (1898-1976). Robeson var bandarísk fótboltastjarna, lögfræðingur, ræðuhaldari, leikari og söngvari sem barðist ötult fyrir mannréttindum. Hann var líka kommúnisti á hápunkti kalda stríðsins.

Paul Robeson var blökkumaður.

Það gerir hann að svörtum kommúnista og civil rights activista í Bandaríkjunum á árunum 1935-1960, á tímum Jim Crow laganna og McCarthy-ofsóknanna. Hreint út sagt ótrúlegt að svona maður skyldi þó deyja í rúmi sínu en ekki í einhverju Guantanamo-fangelsi. Vel þess virði að lesa Wikipediugreinina um hann

Hérna er mögnuð upptaka af honum að syngja sovétska þjóðsönginn á ensku: