11.4.2011 kl. 18:25

Jæja, nú eru loksins komnar tölur sem staðfesta það sem allir vissu: að stjórn Geirs Haarde beilaði út fjármagnseigendur, langríkasta fólkið í samfélaginu, á kostnað komandi kynslóða.

Í stuttu máli:

Af töflunni ... má ráða að 4,7% einstaklinga, eða 8.799 af 188.512, eigi 56%, eða meira en helming, allra innstæðna, þ.e. 364 ma.kr. af 645 ma.kr.

Þá má líka reikna það út að 4.627 einstaklingar eigi 284 ma.kr. á bankainnstæðum. Hlutfallslega mætti því segja að 2,5% einstaklinga eigi 44% af öllum bankainnstæðum.

Þetta er klárlega stærsti tilflutningur eigna í Íslandssögunni. Og eignaflutningur var frá mér og öllum þeim sem eiga þorrann af skattævi sinni eftir ólifað, til auðugustu manna á Íslandi. Hinn almenni borgari á enga peninga inni á bankareikningi. Sparnaður hans er í lífeyrissjóðum og fasteignum.

"Never attribute to malice that which can be adequately explained by incompetence" sagði einhver [uppfærsla: Mögulega Robert Heinlein, ótrúlegt en satt].

En hér er klárlega malice á ferðinni. Þetta er allavega ekki "adequately explained by incompetence." Það hefði verið ósköp einfalt að setja þak á innistæðutrygginguna upp á nokkrar millljónir. Venjulegt, heiðarlegt, vinnandi fólk á ekkert meira en það inni á bankabók.

capitalism

1 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

Einar Örn | 12.4.2011 kl. 07:14
Einar Örn

Það var mikið rætt um þetta strax í kjölfarið á hinu eiginlega hruni bankanna. Man ekki nákvæmar tölur, en eins og þú sérð þarna hefði ríkið getað tryggt 95 "fátækustu" prósentin upp í topp og sparað sér hundruð milljarða í ábyrgð.

Þetta var ennþá groddalegra með peningamarkaðssjóðina, en þar virðist reyndar vafasöm pólitík hafa gert það að verkum að hlutdeildarskírteiniseigendum var mismunað gróflega.

Það sem við getum huggað okkur við er hins vegar það að við lögðum ekki upp í móður allra eignatilfærslna, sem hefði verið að tryggja allar skuldir bankanna (eins og t.d. Írar ösnuðust til að gera). Þá fyrst værum við að tala saman, enda einhverjir 7-8þúsund milljarðar sem um er að ræða.