7.4.2011 kl. 17:40

Opinions are like assholes. Everyone's got one, and they all stink.


3 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

Freyr | 8.4.2011 kl. 11:23
Freyr

Já, ég hef orðið var við merkjanlegan Icesave-skort á síðunni þinni. Þú hefur haldið þig í burtu frá þeirri heitu kartöflu.

Ég er engu að síður forvitinn að heyra þína skoðun á málinu og hvernig þú hyggst kjósa á morgun.

Sjálfur hyggst ég kjósa ´já´ og mig grunar að fleirri lesendur síðunnar muni feta í þau fótspor.

Sveinbjörn | 8.4.2011 kl. 11:44
Sveinbjörn

Eins og ég sé það, þá eru í grófum dráttum 3 mism. röksemdafærslur fyrir að borga þetta, lagalegar, siðferðislegar og praktískar.

Ég er ekki lögfræðingur og þekki ekki til laganna í kringum þetta allt saman, en það er allavega ljóst að þetta er óskýrt og deilumál, þar sem virtir lögfræðingar og bjúrókratar frá hinum ýmsu þjóðum geta ekki komið sér saman um nákvæmlega hvort við séum lagalega skuldbundin til að borga þetta. Lögfræðirökin eru klárlega vafamál, hvað sem menn halda fram.

Hvað siðferðislegu rökin snertir, þá er það líka loðinn bisness, og veltir á svari manns við eftirfarandi spurningu: "Hversu mikla siðferðislega ábyrgð bera þegnar lýðræðisríkis á gjörðum stjórnmálamanna sinna?" Mér finnst svarið við þessari spurningu klárlega ekki vera "Enga". Ég hef svosem aldrei kosið blátt, en sem þátttakandi í lýðræðisríki (hversu ófullkomið sem það kann að vera) þá finnst mér ljóst að ég ber einhverja ábyrgð á gjörðum þessara óheiðarlegu og vanhæfu manna sem hér réðu ríkjum. Það voru þeir sem gáfu þessu Icesave blessun sína og vörðu bankakerfið með lygum og fölskum loforðum, og við berum öll a.m.k. smá ábyrgð á því að hafa delegate-að umboði okkar til þeirra, samþykkt implicitly leikreglurnar sem komu þeim til valda. Í lýðræðisríkjum þá er "sovereignty" að nafninu til hjá fólkinu í landinu. Þannig að það eru til staðar einhvers konar siðferðisleg rök fyrir að borga Icesave, þótt þau séu vissulega ekkert sérstaklega sterk.

Í þriðja lagi, þá eru praktísku rökin: Það að neita að borga setur okkur í erfiða stöðu við helstu viðskiptaþjóðir okkar, Bretland og Holland, sem taka við 40% af íslenskum útflutningi og sjá okkur f. uþb 20% af innfluttum vörum, ef ég man rétt. Gæti líka haft slæm áhrif á samskipti okkar við ESB. Hvað sem mönnum kann að finnast um ESB og umsókn Íslands um inngöngu í bandalagið, þá erum við inni á evrópska efnahagssvæðinu nú þegar og þurfum bandamenn innan sambandsins frekar en óvini, hvort sem við göngum inn í það eða ekki. Ef þú bætir ofan á þetta hótunum þessara þjóða, hættuna við dómstólaleið, kröfur AGS og Norðurlandanna um að við borgum þetta, þá finnst mér praktísku rökin vera mjög sterk. Menn hafa reynt að taka stoltið á þetta, þjóðrembinginn, en eins og Edmund Burke sagði, "Patriotism is the last refuge of the scoundrel." Við Íslendingar erum lítil þjóð og getum klárlega ekki fúnkerað ein á báti í glóbal kapítalismanum.

Af þessum þremur tegundum raka, þá eru praktísku rökin langsterkust. Og þau eru aðalástæðan af hverju ég mun kjósa já við Icesave.

And there you have it, another asshole's opinion ;)

Sveinbjörn | 8.4.2011 kl. 12:31
Sveinbjörn

Annars þá var ég að fá þetta afskaplega áhugaverða skjal í pósti:

http://sveinbjorn.org/files/IcesaveAdalatridiOgAlit.xlsx">Icesave Aðalatriði og Álit