12.3.2011 kl. 16:20

Ég hef undanfarna daga verið að horfa á frábæra heimildamyndaröð frá BBC sem heitir "Iran and the West". Þarna kemur ýmislegt merkilegt fram sem ég vissi ekki um, t.d. að Íranir áttu stóran þátt í að fá Norðurbandalagið til þess að berjast með Kananum og ná Kabúl úr höndum Talíbansins.

Svo er mikið af viðtölum við Mohammad Khatami, forseta Írans árin 1997-2005, en hann virkar á mig eins og greindur og vandaður maður, ólíkt þessum rugludalli Ahmadinejad. Khatami gerði margar heiðarlegar tilraunir til að normalísera samskipti við Bandaríkin, en fékk bara einhverja ræðu um "Axis of Evil" í staðinn.