8.3.2011 kl. 22:59

Ég lét loksins verða af því og kom á laggirnar eigin litla hugbúnaðarhúsi. Dömur mínar og herrar, leyfið mér að kynna ykkur fyrir Corrino Software:

corrinosoftware

Slóðin á vefsíðuna er http://corrinosoftware.com

Í dag kom út fyrsti tölvuleikurinn okkar fyrir iPhone. Hann heitir Pizarro og er "arcade strategy" leikur.

Pizarro í App Store.

Hérna er stutt kynningarmyndband fyrir leikinn:

iPad útgáfa er væntanleg. Síðan eru 3 aðrir leikir í vinnslu, koma væntanlega út á næstu mánuðum.


7 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

Einar Jón | 9.3.2011 kl. 11:01
Einar Jón

E-mailið neðst á Corrino heimasíðunni (í About Corrino Software) er
http://corrinosoftware.com/corrinosoftware@gmail.com

Má ekki laga það?

Sveinbjörn | 9.3.2011 kl. 13:18
Sveinbjörn

Jú, takk fyrir ábendinguna!

Freyr | 9.3.2011 kl. 11:54
Freyr

Frábært! Til hamingju með þetta!

Ég sé að fyrsti viðskiptavinurinn, Hr. Richter Krieg, er hæstánægður með kaupin. ;D

Sveinbjörn | 9.3.2011 kl. 14:01
Sveinbjörn

Takk takk, já, hann virðist vera það :)

Sindri | 9.3.2011 kl. 21:41
Sindri

Þetta er glæsilegt. Til hamingju með þetta. Mér líkar tónlistin í leiknum og lúðrahljóðin. Nú fara peningarnir að streyma inn. Ertu búinn að panta nýju lúxusútgáfuna af Range Rovernum? Hvenær er annars hlutafjárútboð?

p.s. það var nú svo sem auðvitað að það yrði einhver Dune tenging í nafnagiftinni á fyrirtækinu.

Sveinbjörn | 10.3.2011 kl. 03:10
Sveinbjörn

Þarna er auðvitað að verki stórmeistarinn og tónskáldið Sveinbjörn Þórðarson. Roverinn er á leiðinni í pósti...

Sigurgeir Þór | 11.3.2011 kl. 19:14
Sigurgeir Þór

Til hamingju með þetta!