24.2.2011 kl. 01:25

Ég hef lesið The Economist með reglubundnu millibili frá árinu 1997. Þessa dagana er ég hins vegar svo svakalega ósammála heimssýn og ritstjórnarstefnu blaðsins að ég á erfitt með að lesa það án þess að verða pirraður.

Hins vegar hefur blaðið alltaf verið vandlega skrifað, og á professional, og vandlega stílaðri ensku. Ég hef allavega getað reitt mig á það að lesa góðan texta þegar ég kaupi blaðið á flugvöllum fyrir flug, eins og mér er tamt. Mér varð því nokkuð bylt þegar ég las leiðarann í síðasta vikublaði, en hann fjallar um atburðarásina í Egyptalandi.

The time has come to end the grim symbiosis between the oppressor and the oppressed. Hatred of the Muslim Brothers does not justify the apparatus of state violence that catches all Egypt in its vice. The Brothers only drew strength from the darkened cell and the torturer’s knife.

Ugh. Hýperbóla.


4 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

Sindri | 4.3.2011 kl. 13:24
Sindri

Hættu þessu væli, The Economist er fínt blað.

Sveinbjörn | 4.3.2011 kl. 13:26
Sveinbjörn

Ég hefði nú haldið að þú af öllu fólki, stílmaðurinn mikli, myndir bregðast við með hryllingi við lestur á þessari hrikalegu málsgrein.

Sindri | 5.3.2011 kl. 20:00
Sindri

Hehe, hárrétt Sveinbjörn. Ég fékk aðsvif við lesturinn.

Arnaldur | 7.3.2011 kl. 15:35
Arnaldur

Skrifaðir þú þetta kannski, Sindri?