7.1.2011 kl. 22:12

Var að fara í gegnum bókasafnið mitt, komandi fyrir bókunum sem ég keypti á meðan á dvöl minni í Bretlandi stóð. Ég raðaði bókunum nokkurn veginn af handahófi og fór síðan að gera annað. Af einhverri ástæðu var nafnið Gerlach fast í hausnum á mér og mér leið eins og eitthvað væri skrítið.

Ég fór síðan til baka og skoðaði hilluna sem ég raðaði bókunum í. Fyrir einskæra tilviljun (eða hvað?) endaði ný fræðibók frá Bretlandi við hlið gamallar bókar (sem ég hef aldrei lesið) um Stalingrad.

gerlach guerlac

3 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

Arnaldur | 11.1.2011 kl. 14:31
Arnaldur

Eins ómerkilegt og þetta er, þá er þetta eiginlega alveg fáránlega merkilegt.

Magnús Davíð | 12.1.2011 kl. 14:08
Magnús Davíð

Ég var skeptískur á yfirnáttúruleg fyrirbæri en þetta hefur alveg snúið mér 360°...

Eiki | 14.1.2011 kl. 15:26
Eiki

Ég sé ekki betur en að eina leiðin til að útskýra þetta sé að játa kristna trú.

Ef gyðing-kristni guðinn er ekki til, hvernig útskýrirðu þá svona lagað?

Jæja, best að fremja þjóðarmorð á:
Amorítum, Kanaanítum, Hetítum, Peresítum, Hevítum og Jebúsítum.