12.11.2010 kl. 02:01

Fólk spyr mig stundum: "Sveinbjörn, vefurinn þinn er á svo hægri tengingu, hvernig færðu hann til þess að vera svona snappy?"

Nei, þetta er djöfulsins lýgi, það spyr mig enginn að þessu. En þetta er góð spurning og ég hyggst svara henni: Trikkið er að lágmarka fjölda external resource-a. Lítið á eftirfarandi mynd úr WebKit Web Inspector:


webinspector sveinbjorn org

Vefurinn minn birtist þarna sem 6 mismunandi resources, þ.e.a.s 4 myndir, CSS skjal og HTML skjal. Hins vegar eru myndirnar allar Data URL, þ.e.a.s. base64-encoded image data. Þær eru síðan geymdar í sjálfu CSS skjalinu. Þetta þýðir að síðan mín er faktískt bara tvö skjöl, HTMLið og CSSið. Þar að auki sendir vefþjónninn minn textaskrár gzippaðar, sem minnkar þessa 28KB heildarstærð niður í 14,253 bytes. Vefurinn minn er hraður og lightweight, meira að segja miðað við internetið árið 1998.

Ég er einmitt að smíða tól um þessar mundir sem leyfir fólki að setja inn URLið á CSS skjali og fá tilbaka CSS skjal þar sem allar myndir eru orðnar að embedded Data URLs. Finn e.t.v. tíma til þess að henda því upp í vikunni.