Mér hefur oftar en einu sinni verið hugsað til þess hvað myndi gerast ef Hagstofan byði skyndilega upp á að geta breytt skráningu í trúfélag gegnum netið.

Mjög margir sem ég þekki eru með öllu trúlausir -- og jafnvel afar fjandsamlegir í garð trúarbragða -- en eru samt sem áður enn skráðir í Þjóðkirkjuna sökum þess hversu mikið vesen það er að breyta skráningu. Eins og stendur felur það ferli í sér að fylla út eyðublað, prenta og senda í gamaldags pósti -- nú, eða gera sér ferð niður á Hagstofu og breyta skráningu á staðnum. Hinn sívinnandi verðbólgu- og kreppuþjakaði Jón Jónsson gefur sér tæpast tíma í svona lagað. Þjóðkirkjan er fyrir vikið stofnun sem fer að nafninu til með umboð fjölda manns sökum leþargíu hins almenna borgara, sem nennir ekki að standa í bjúrókratísku veseni. Ef til væri auðveld stafræn leið að skrá sig úr Þjóðkirkjunni hugsa ég að þúsundir Íslendinga myndu samstundis nýta sér þann kost, sérstaklega um þessar mundir.

Svona lagað þyrfti alls ekki að vera tæknilega erfitt. Það myndi þá bara vera stafrænt eyðublað á vefsíðu Hagstofunnar. Maður smellti á hnapp og fengi sérstakan öryggislykil í heimabankann til þess að staðfesta hver maður væri, rétt eins og gert er með skattaframtölin, og síðan gæti maður bara endurskráð sig með því að haka við það sem maður vill og sent það inn í gegnum vefinn.

Núna í dag datt mér síðan svolítið í hug: Hvað ef hópur aþeískra tölvumanna tæki sig saman og byði fram krafta sína í þetta verkefni gjaldfrjálst? Eða jafnvel að einhver samtök eins og Vantrú myndu safna peningum til þess að greiða fyrir uppsetningu svona stafræns skráningakerfis? Myndi Hagstofan þiggja "aðstoðina"? Og hvernig myndi Þjóðkirkjan bregðast við?


12 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

Einar Jón | 27.8.2010 kl. 04:15
Einar Jón

Ég er búinn að stinga upp á því nokkrum sinnum að hafa trúfélagaskráningu á sér síðu á skattframtalinu, þar sem skattarnir fara nú í þetta.

Það tæki ekki nema 2-3 ár að fá helvíti skýra mynd af trúarskoðunum fólks.

Sveinbjörn | 27.8.2010 kl. 15:13
Sveinbjörn

Það myndi þýða að Ríkisskattstjóri og Hagstofan þyrftu að vinna saman .... a bureaucrat's nightmare.

Þórir Hrafn | 27.8.2010 kl. 09:16
Þórir Hrafn

Sveinbjörn,

Bara svo þú áttir þig á því, þá ertu að tala um stofnun, Þjóðskrá, sem hefur í mörg ár þráast við að laga tölvukerfi sitt þannig að það rúmi lengri nöfn en 31 stafabil.

Jebb... á tímum þar sem tölvugeymslurými er því sem næst ókeypis (a.m.k. ef miðað er við fjárhagsáætlanir stofnanna), hefur sú stofnun sem heldur utan um nöfn allra Íslendinga ekki splæst í að fjölga stafabilum örlítið. Sem þýðir að nöfn fjölda Íslendinga eru rangt skráð. Og þetta er þrátt fyrir að Umboðsmaður Alþingis hafi eipað á þá út af þessu oftar en einu sinni....

Og þú heldur að trúfélagsskráning sé bráðlega að verða á netinu... hahaha... þakkaðu bara fyrir að þú getur faxað skráningareyðublaðinu...

Arnaldur | 27.8.2010 kl. 09:28
Arnaldur

Hahaha, ég hugsaði þetta einmitt þegar ég sá þennan valmöguleika: Fax!

Hver á faxtæki? Er þetta 9. áratugurinn?

Einar Jón | 28.8.2010 kl. 06:49
Einar Jón

Það er víst hægt að prenta út, skrifa undir og skanna/senda ljósmynd á skra@skra.is (skv. Teir Atlasyni)

Þeir á Hagstofu á virðast vera komnir langleiðinna inn í tíunda áratuginn...

Sveinbjörn | 27.8.2010 kl. 15:15
Sveinbjörn

Ég hafði heyrt um þetta 31-stafa vandamál, hafa þeir enn ekki kippt þessu í liðinn?

Þórir Hrafn | 27.8.2010 kl. 16:00
Þórir Hrafn

Mér skilst að svo sé ekki, það fer þó tvennum sögum af því.

Arnaldur | 27.8.2010 kl. 09:22
Arnaldur

Þetta er virkilega hugvitssamlegur pistill hjá þér. Ég vil að þetta sjónarmið komist áfram í umræðunni.

Helgi Briem | 1.9.2010 kl. 12:04
Unknown User

Nú er hægt að gera þetta stafrænt:

http://www3.fmr.is/pages/1037

Sveinbjörn | 1.9.2010 kl. 13:58
Sveinbjörn

Hey frábært! Hvenær fór þetta í gegn?

Þetta er svo sannarlega skref í rétta áttina, en að mínu mati mætti gera þetta enn einfaldara. Það þarf t.d. að fylla út PDF skjal og hlaða því upp í stað þess að hafa þetta bara HTML form.

Sveinbjörn | 3.9.2010 kl. 16:44
Sveinbjörn

Ætli þetta hafi ekki verið gert stafrænt sökum anna hjá Þjóðskrá vegna trúfélagsskráninga eftir kirkjuskandalana nýlega?

Get ekki ímyndað mér annað, þetta tók þá andskoti nógu langan tíma...

Grétar Amazeen | 5.9.2010 kl. 02:37
Grétar Amazeen

Miðað við búrókrasíuna þá held ég að það sé líklegra að þjóðskrá sé að bregðast við önnunum 1996.