2.6.2010 kl. 13:27

Ég hef aldrei starfað í stjórnmálaflokki eða ungliðahreyfingu. Í kosningum undanfarin ár hef ég stundum skilað auðu, stundum kosið hina ýmsu flokka. Mér hefur hins vegar aldrei nokkurn tímann dottið í hug að skrá mig í neinn flokk, gerast "flokksmaður." Aðalástæðan er óbeit mín á pólitík eins og hún birtist í raunveruleikanum (en ekki í fræðilegri stjórnspeki, sem ég hef lagt nokkra stund á). Mér finnst ég í raun ekki eiga pólitíska samleið með neinum íslenskum stjórnmálaflokki. Önnur ástæða er varanlegi stimpillinn sem maður fær á sig og fylgir manni alla ævi ef maður er með tengsl við einhvern flokk.

3dglasses

Að standa formlega utan flokkanna dugar hins vegar ekki við þessu. Ísland er eins og það er. Allir hafa einhver tengsl við flokkana. Frændi þeirra er e.t.v. í þessum flokki, eða pabbi þeirra starfaði fyrir þennan flokk eða maki vann á vegum fyrirtækis í eigu manna með ítök í flokknum o.s.fv. Allir sem hafa farið gegnum háskólanám á Íslandi hafa væntanlega einhvern tímann drukkið bjór í boði Samfylkingar eða Sjálfstæðisflokks, flestallir eiga vini tengda þessum flokkum á einn eða annan hátt. Það er næstum ómögulegt að vera "pólitískt óháður" í ströngum skilningi ef maður er á annað borð þátttakandi í opinberu lífi á Íslandi.

Þetta hefur hörmulegar afleiðingar: Á Íslandi á öll umræða sér stað gegnum flokksgleraugun. Það er aldrei tekið mark á skoðunum manna, rökum eða innihaldinu í málflutningi þeirra. Þess í stað er gert ráð fyrir því að hver einasti maður sé málgagn einhvers stjórnmálaafls í samfélaginu, flokksdýr. Síðan er grafið í gegnum fortíð viðkomandi. Þar finna menn auðvitað fyrr eða síðar eitthvað sem tengir hann við einn eða annan flokkinn. Síðan byrjar skítkastið. Menn eru "Baugspennar" eða "helvítis frjálshyggju-Sjallar" eða "spilltir Framsóknarmenn" eða "gamlir kommatittir" o.s.fv. Fyrir vikið þykir það engu máli skipta hvað þeir hafa að segja: málflutningur og rök eru ávallt túlkuð sem eintómt skraut fyrir flokkspólitíkina.

Þetta er stjórnmálaumræða á Íslandi í hnotskurn og hún er viðbjóðsleg.


9 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

Arnaldur | 2.6.2010 kl. 14:59
Arnaldur

Amen!

Magnús Magnússon | 2.6.2010 kl. 16:43
Magnús Magnússon

God damn right wing liberal nazi socialist commie pinko bastards!

Arnaldur | 3.6.2010 kl. 16:42
Arnaldur

Þú segir þetta bara vegna þess að pabbi þinn er Sjálfstæðismaður og sjálfur ertu Samfylkingarkrati í húð og hár!!! ÞÚ SÉRÐ EKKI FJÓRFLOKKINN ÞVÍ ÞÚ ERT Í HONUM!!!

Hvað varst þú annars að gera á bjórkvöldi svokallaðra "jafnaðarmanna" hér um árið?

Einnig hef ég séð þig tala oftar en tölu festir á við viðurkennda flokksgæðinga. Væntanlega að leggja á ráðin um spillingu!

Sveinbjörn | 3.6.2010 kl. 19:06
Sveinbjörn

Þetta kemur nú úr hörðustu átt! Veit ekki betur en að mamma þín hafi tekið saman við svarinn Framsóknarmann! Og kærastan þín er dóttir ráðherra Vinstri-Grænna! Og síðan sé ég að fullt af meðlimum í Sjálfstæðisflokknum eru vinir þínir á Facebook. Þú ert bara sjálfur spilltur og rotinn.

Arnaldur | 3.6.2010 kl. 23:36
Arnaldur

Spilltur fjórflokks kommúnisti!

Eiki | 4.6.2010 kl. 15:08
Eiki

I would like to hear from Sideshow Mel.

Sideshow Mel | 4.6.2010 kl. 15:10
Unknown User

IIIII'll see to it that you suffer the infernal machinations, of hell's grim tyrant.

Arnaldur | 4.6.2010 kl. 16:44
Arnaldur

???

Þórir Hrafn | 5.6.2010 kl. 13:58
Þórir Hrafn

Mín flokkgleraugu eru svört og eru alveg geðveikt kúl.