From: Gísli Jónasson 
To: Sveinbjorn Thordarson 
Date: Wed, 26 May 2010 11:21:45 +0000
Subject: RE: Flash í stað WMV

Sæll.

Þessi mál eru einmitt í skoðun. Takk fyrir ábendinguna.
Kv.
Gísli Jónasson

-----Original Message-----
From: Sveinbjorn Thordarson [mailto:sveinbjornt@******] 
Sent: 24. maí 2010 11:48
To: Webmaster
Subject: Flash í stað WMV

Sæl(l),

Mig langar til þess að stinga upp á að RÚV hætti að nota 
þessa lélegu Windows Media tækni og skipti straumum 
á ruv.is vefnum yfir í Flash spilara, sem virkar almennilega 
á öllum stýrikerfum (þ.m.t. Windows, Mac OS X og Linux) 
og er að öllu leyti betri tækni.  Flash er í dag staðallinn fyrir 
meira og minna allt vídeó á netinu -- af góðri ástæðu.  
RÚV vefurinn myndi batna til muna.

Bkv.
Sveinbjörn

9 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

Steinn | 26.5.2010 kl. 16:08
Steinn

Fat chance buddy.

Magnús Davíð | 26.5.2010 kl. 22:53
Magnús Davíð

Flash væri huge framför en ég vildi samt frekar að þeir tækju þetta skrefinu lengra og færu í HTML5.

Sveinbjörn | 27.5.2010 kl. 10:07
Sveinbjörn

Sammála -- en strax og þeir eru búnir að skipta úr WMV og komnir með H264 (eða VP8) bakenda þá er lítið mál að hafa spilarann Flash eða HTML5, bara eftir platform.

Halldór Eldjárn | 27.5.2010 kl. 00:20
Halldór Eldjárn

Hahaha. Þetta er náttúrlega ríkisrekið fyrirtæki. Ætli þetta mál verði ekki tekið til hliðar og séð hvað sé hægt að gera fyrir það? :P

Nafnlaus gunga | 28.5.2010 kl. 15:30
Unknown User

Halldór hvaða máli skiptir hvaða rekstrarform er á fyrirtækinu í sambandi við hvaða tækni er notuð til að streyma efni á netið?

Magnús Davíð | 28.5.2010 kl. 20:56
Magnús Davíð

Ríkisrekið fyrirtæki lætur verkefnið í hendurnar á bróður stjórnandans sem borgar syni sínum sem er á fyrsta ári í tölvunarfræði 10.000 kr. á tímann til að þróa frá grunni nýja tækni til að streyma efni.

Gunni | 28.5.2010 kl. 21:43
Gunni

Það er verið að vinna í þessu af heilum hug og mikið rætt um þetta á síðasat fundi með tölvudeild. Þá var nýbúið að ráða ungan og reffilegan mann í að taka þetta í gegn en hann erfði ekki gott bú. Það þarf að laga allan serverinn og síðuna í skrefum.

Kalli | 31.5.2010 kl. 11:48
Unknown User

mér finnst vefur RÚV almennt ekki nógu góður, t.d. borið saman við ríkisútvarp samanburðarþjóða og miðað við allt það fjölbreytta efni sem RÚV á og hefur aðgang að.

Að skipta yfir úr windows media væri mjög gott fyrsta skref, flip 4 mac skítamix er að gera mig brjálaðan. Veit ekki hvort flass væri endilega besta lausnin, miðað við ipod/iphone dótið allt. h264 backend hljómar þó vel.

Sveinbjörn | 31.5.2010 kl. 13:55
Sveinbjörn

Strax og vídjóið sjálft er komið í annað snið en Windows Media þá er hægt að nota alls konar mismunandi spilara -- Flash, QuickTime -- hvaða spilara sem er sem styður viðkomandi snið.

Sammála að RÚV vefurinn er alls ekki nógu góður.