25.5.2010 kl. 16:39

Jæja, þá er hún komin út, bókin um frjálshyggjuna sem ég á stuttan kafla í.

eilifdarvelin

Hún ber heitið Eilífðarvélin: Uppgjör við nýfrjálshyggjuna. Kolbeinn Stefánsson ritstýrir.

Kaflinn minn fjallar stuttlega um hugmyndasögulegar rætur frjálshyggjunar, en ég rek þær aftur til einstaklingshyggjunnar í stjórnspeki Tómasar Hobbes og svo til bjartsýnisheimspeki Upplýsingarinnar, þ.e.a.s. ást hinna ýmsu upplýsingarspekinga á alhæfum, axíómatískum lausnum í stjórnspeki á grundvelli mannlegrar skynsemi.

Hérna er smá umfjöllun um bókina á Smugunni.

Kistan.is birtir síðan útdrátt úr fyrsta kaflanum (sem Kolbeinn skrifaði).

Bókina má panta á vef Háskólaútgáfunnar, en annars skilst mér að hún komi í Bóksölu stúdenta innan skamms.

Uppfærsla: Ég henti inn á síðuna stuttum útdrætti úr kaflanum mínum.


3 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

Nafnlaus gunga | 28.5.2010 kl. 15:35
Unknown User

Til hamingju með þetta, en 4900 kall á lúðurinn er ekkert kiljuverð!

Sveinbjörn | 28.5.2010 kl. 15:42
Sveinbjörn

Satt, því miður, en akademísk útgáfa er tæpast gróðavænleg, lítill markaður fyrir fræðibækur á íslensku.

Nafnlaus gunga | 29.5.2010 kl. 00:38
Unknown User

satt, en er þetta ekki spurning um markaðsetningu á þessu? hærra verð og selja fáar eða bónus style selja ódýrt og hafa tekjur af magni?