20.5.2010 kl. 14:34

Maður hefur þessa ímynd af Áströlum sem afslöppuðu, tönuðu og easy-going fólki, en þeir eru algjörir nasistar þegar það kemur að ritskoðun og eftirliti. Það er svartur listi af vefsíðum sem eru óaðgengilegar frá Ástralíu, bjúrókratar og pólitíkusar ákveða hvaða síður eru á listanum og enn fremur er listinn ekki opinber og aðgengilegur almenningi. Ofan á þetta hefur tollurinn þar nú heimild til að leita að klámi á fartölvum þeirra sem heimsækja landið.