Mig langar til þess að vekja athygli á eftirfarandi heimildamyndum um heimspeki sem ég setti inn á YouTube um daginn eftir að hafa sótt þær gegnum háskólanetið hérna í Edinborg.

  1. Logic Lane: A Philosophical Retrospective
  2. "I'm Going To Tamper With Your Beliefs A Little"
  3. Language and Creativity
  4. Appearance and Reality
  5. The Idea of Freedom
  6. You might just as well say 'I see what I eat' is the same thing as 'I eat what I see'

Þær eru gerðar af Michael Chanan og samanstanda af viðtölum við ýmsa heimsþekkta heimspekinga frá fyrri hluta 20. aldar, þ.á.m. Isaiah Berlin, Stuart Hampshire, Gilbert Ryle, Iris Murdoch, David Pears og Alfred Ayer.