9.5.2010 kl. 22:55
nuke

Kjarnorkuvopn hafa nýlega verið mikið í kastljósinu í hinum engilsaxneska heimi, bæði vegna kjarnorkuniðurskurðar hjá Obama ríkisstjórninni í Bandaríkjunum og svo núna í kosningamálum stjórnmálaflokka í Bretlandi. Frjálslyndir demókratar sögðust t.d. ætla að hætta við 100 milljarða punda fjárfestingu í endurnýjun á kjarnorkukafbátum og kjarnaoddum, enda væri slíkum peningum betur varið í smjör heldur en byssur á þessum síðustu og verstu tímum.

Í kjölfarið fór ég aðeins að lesa mig til í þeim mikla litteratúr sem til er um kjarnavopn, þ.á.m. um rökin bak við það að vera kjarnorkuveldi og um svokölluðu "deterrence" áhrifin, þá kenningu að kjarnavopn komi í veg fyrir stríð. Ég rakst fyrir vikið á áhugaverða grein sem færir rök fyrir því að kjarnorkusprengjan hafi alls ekki verið lykilþáttur í að binda lok á stríðið milli Bandaríkjanna og Japans í síðari heimsstyrjöld, heldur hafi hún verið blóraböggull japanskra ráðamanna til þess að beina athyglinni frá þeirri staðreynd að herstjórn þeirra og stríðsrekstur hefði brugðist.


5 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

Þórir Hrafn | 13.5.2010 kl. 20:04
Þórir Hrafn

Ef þú ert byrjaður að kynna þér þessi mál þá þarftu að stúdera The Bulletin of the Atomic Scientists þetta eru samtök vísindamanna sem hafa lengi vel barist fyrir kjarnorkuafvopnun. Sumar greinarnar þarna eru hreinlega afburða góðar.

http://www.thebulletin.org/

Þórir Hrafn | 13.5.2010 kl. 20:09
Þórir Hrafn

Þú gætir þurft að grafa soldið eftir góðu greinunum, greinarnar um dægurmálefnin eru afskaplega misjafnar.

Níels | 13.5.2010 kl. 21:57
Níels

Þetta er hárrétt með fælingaráhrifin að mínu mati og þessvegna er afskaplega mikilvægt að Íran fái sína eigin sprengju, svo þeir séu látnir í friði.
Annars hef ég alltaf trúað því að Japan hafi verið löngu búið að tapa stríðinu þegar USA ákvað að gera tilraunir með Úran- annarsvegar og Plútonsprengjur hinsvegar, svona aðallega til að sýna Rússum hvað þeir gátu.

Níels | 13.5.2010 kl. 23:18
Níels

Æ ég er svo klár.

Brynjar | 14.5.2010 kl. 15:33
Brynjar

Ég er haldinn þessari paranoid delusion um að breska trident prógrammið gangi í meginatriðum út á að sigla ryðguðum kafbátadöllum, stútfullum af plútóni, hring eftir hring í kringum Ísland. Einhverntíman mun einn þeirra sökkva og þá fáum við ekkert nema þríeygðar ýsur í soðið.