3.4.2010 kl. 17:00

Ég mikill aðdáandi tónlistarmannsins Tom Waits, eins og mörgum lesendum mínum er vafalaust kunnugt.

Núna áðan skoðaði ég "play count" í iTunes safninu mínu, sem er 38GB og samanstendur af u.þ.b. 500 plötum (21 dagur af samfleyttri tónlist).

Mest spilaða lagið er New Coat of Paint með Tom Waits.

Langmest spilaða platan er hins vegar epíska meistarastykkið hans Blood Money frá árinu 2002. Mest spilaða lagið af þeirri plötu er síðan All the World is Green.

Hvernig er þetta hjá ykkur?


3 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

Kalli | 4.4.2010 kl. 16:12
Unknown User

itunesið mitt er ekki alveg clued up, þar sem ég fékk mér nýja tölvu og lég mér nægja að færa yfir tónlistina en ekki tölfræðina, last.fm er hins vegar með infoið mitt:

http://www.last.fm/user/djkalli/charts

Grétar Amazeen | 6.4.2010 kl. 00:00
Grétar Amazeen

All the world is green, er líklega uppáhalds Waits lagið mitt allra tíma.

Árni | 7.4.2010 kl. 14:14
Árni

Mest spilaða lagið í iTunes-inu mínu er "Baby Come On" með James Otis White Jr., 22 sinnum verið spilað til enda.

Þyrfti helst að fá eitthvað data úr iPod-inum sjálfum til að fá eitthvað markvert, hlusta voðalega lítið á músík úr iTunes í tölvunni dags daglega.